Forsetinn fyrstur farþega í rafmagnsflugvél Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. ágúst 2022 06:30 Guðni var ánægður eftir flugið og hafði orð á því að minni læti væru í rafmagnsvélinni en öðrum sambærilegum vélum sem ganga fyrir jarðefnaeldsneyti. Vísir/Arnar Blað var brotið í íslenskri flugsögu í gær með fyrsta farþegaflugi rafmagnsflugvélar hér á landi. Forseti Íslands og forsætisráðherra voru fyrstu farþegar vélarinnar og segja flugið marka vatnaskil í vegferð Íslands í átt að hreinni orku í loftsamgöngum. Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson hélt fyrstur upp í háloftin með flugmanninum Matthíasi Sveinbjörnssyni, á vélinni TF-KWH, sem útlista mætti sem TF-Kílóvattstund. Matthías stofnaði ásamt Friðriki Pálssyni fyrirætkuð Rafmagnsflug, sem flutti vélina til landsins með það að markmiði að taka frumkvæði að orkuskiptum í flugi. Guðni segir flugið í senn hafa verið ánægjulegt og táknrænt. „Sú tíð kemur að rafflugvélum fjölgar. Þær verða langdrægari, geta borið fleiri farþega og ég hygg að þessi þróun verði hraðari með ári hverju,“ sagði Guðni að flugferðinni lokinni. Búast megi við því að Ísland komi til með að spila nokkuð stórt hlutverk í orkuskiptum í flugi á alþjóðavísu, þó flugvélarnar verið seint framleiddar hér á landi, heldur mikið notaðar. „Ég hygg hins vegar líka að það geti gerst að Ísland verði stikla, á miðju Atlantshafi, eins og landið var í árdaga alþjóðaflugs þegar flugvélar þurftu að koma hér við á leið sinni yfir Atlantshafið. Við munum sjá rafknúnar farþegaflugvélar, sem ná ekki fyrsta kastið yfir hafið og þurfa að koma hér við.“ Næst fór í loftið Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra. Að flugi loknu sagði hún tilfinninguna góða, þó almennt sé hún ekki mikið fyrir flug í litlum vélum. „Það að hafa farið í þennan flugtúr sannfærir mig um það að við erum komin alveg ótrúlega nærri því að stíga fyrstu skrefin í orkuskiptum í flugi og ég er alveg sannfærð um það að á næsta áratug munum við sjá innanlandsflugið á Íslandi færast yfir í græna orku,“ sagði Katrín. Katrín segist sannfærð um að á næsta áratug verði innanlandsflug hér á landi farið að færast yfir í græna orku.Vísir/Arnar
Fréttir af flugi Forseti Íslands Samgöngur Tengdar fréttir Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Flugvél flýgur í fyrsta sinn í sögunni á íslenskri raforku Fyrsta rafmagnsflugvél Íslendinga hóf sig til flugs í fyrsta sinn á Íslandi nú síðdegis frá flugvellinum á Hellu á Rangárvöllum. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugvél flaug á íslenskri orku en ekki innfluttu jarðefnaeldsneyti. 8. júlí 2022 22:33