Hótar að hætta ef Diego Costa verður keyptur Valur Páll Eiríksson skrifar 26. ágúst 2022 12:30 Diego Costa kann að vera á leið til Spánar á ný en þá gæti þjálfaralaust lið tekið við honum. EPA-EFE/JUANJO MARTIN Andoni Iraola, þjálfari Rayo Vallecano á Spáni vill ekki sjá framherjann Diego Costa hjá félaginu. Forseti félagsins vill fá hann til liðsins en Iraola hefur hótað að hætta ef verður af skiptunum. Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar. Spænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Costa er 33 ára gamall og hefur ferill hans farið niðurávið frá því að hann yfirgaf Chelsea árið 2017. Hann hafði farið mikinn hjá Atlético Madrid og unnið spænska meistaratitilinn árið 2014 áður en hann vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea, árin 2015 og 2017. Hann vældi sig burt frá félaginu og sneri aftur til Atlético en var í heldur smærra hlutverki hjá liðinu og var látinn fara á miðju tímabili, í desember 2020, en sömu leiktíð vann Atlético deildina. Eftir átta mánaða leit að liði fór hann til heimalands síns, Brasilíu, og lék með Atlético Mineiro þar sem hann lék frá ágúst í fyrra fram í janúar á þessu ári en hann hefur verið án liðs síðan. Nú hefur Raúl Martín Presa, umdeildur eigandi Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, náð samkomulagi við Costa um að spila með liðinu í vetur. Costa var áður hjá liðinu á láni leiktíðina 2011-12 þar sem hann skoraði tíu mörk í 16 deildarleikjum. Sagan segir að Presa sé erfiður í samskiptum og hafi tekið þónokkrar furðulegar ákvarðanir undanfarin ár. Til að mynda neitar hann að hafa miða á leiki liðsins til sölu á netinu og myndast því miklar raðir í miðasölu félagsins fyrir hvern leik. Hann hafði ekkert samráð við Andoni Iraola, þjálfara liðsins, um kaupin á Costa en þjálfarinn er sagður æfur yfir því þar sem hann hefur engan áhuga á því að fá hann til liðs við félagið og vill heldur fá annan framherja. Hann hefur hótað að segja upp og má vel vera að kaupin á Costa verði kornið sem fylli mæli Iraola sem hefur látið margt yfir sig ganga. Iraola er fyrrum landsliðsmaður Spánar og spilaði yfir 400 leiki fyrir Athletic Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni. Hann kom Rayo upp í úrvalsdeildina í fyrstu tilraun og stýrði liðinu í 12. sæti í efstu deild á síðustu leiktíð, auk þess sem liðið komst í undanúrslit spænsku bikarkeppninnar.
Spænski boltinn Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira