Lög um sorgarleyfi, mikilvægt fyrsta skref Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 31. ágúst 2022 10:01 Í dag fæ ég tækifæri til að flytja ávarp á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Skyndilegur missir“. Lengi vel þótti það mikill persónulegur styrkleiki að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Það þótti allt að hetjulegt að harka bara af sér og bera harm sinn í hljóði – en harmurinn minnkaði ekkert við það. Sem betur fer þá erum við fæst á þessum stað lengur. Og, með samþykki laga um sorgarleyfi í júní síðastliðnum, höfum við tryggt lagalegan rétt foreldra til þess að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis og þar með meira svigrúm til að vinna úr sorg sinni. Með sorgarleyfinu gefst foreldrum einnig meira rými til að styðja eftirlifandi systkin við að takast á sorg sína og breyttar aðstæður. Það að foreldrar geti tekið sér leyfi frá störfum og greiðslur komi til móts við tekjutap er einnig stórt skref fyrir réttindi fólks á vinnumarkaði og er líklegt til að draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði. Lögin taka gildi um áramót. Rétturinn til sorgarleyfis verður sex mánuðir og greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 600.000 kr. á mánuði. Fólk utan vinnumarkaðar eða sem er í minna en 25% starfi fær sorgarstyrk, þar á meðal námsmenn. Það er líka gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða minnkuðu starfshlutfalli yfir lengra tímabil. Eitt af því sem mér þykir sérstaklega vænt um í lögunum er hvernig hugtakið foreldri er skilgreint, en það er gert með mun víðtækari hætti en í annarri löggjöf. Það geta því fleiri en tveir einstaklingar átt rétt á sorgarleyfi og er þar um sjálfstæðan rétt hvers foreldris að ræða. Þannig er sorg fjölskyldunnar í heild viðurkennd óháð fjölskyldugerð en með því er lögunum ætlað að koma til móts við fjölbreytt fjölskyldumynstur í íslensku samfélagi. Um leið og við fögnum nýjum lögum um sorgarleyfi þá þarf að huga að næstu skrefum er varða aukin réttindi fólks vegna andláts nákominna. Er þar nærtækast að horfa til barnafjölskyldna og er greiningarvinna þess efnis þegar hafin í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Félagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Í dag fæ ég tækifæri til að flytja ávarp á ráðstefnu Sorgarmiðstöðvarinnar sem ber yfirskriftina „Skyndilegur missir“. Lengi vel þótti það mikill persónulegur styrkleiki að bera ekki tilfinningar sínar á torg. Það þótti allt að hetjulegt að harka bara af sér og bera harm sinn í hljóði – en harmurinn minnkaði ekkert við það. Sem betur fer þá erum við fæst á þessum stað lengur. Og, með samþykki laga um sorgarleyfi í júní síðastliðnum, höfum við tryggt lagalegan rétt foreldra til þess að fá leyfi frá störfum í kjölfar barnsmissis og þar með meira svigrúm til að vinna úr sorg sinni. Með sorgarleyfinu gefst foreldrum einnig meira rými til að styðja eftirlifandi systkin við að takast á sorg sína og breyttar aðstæður. Það að foreldrar geti tekið sér leyfi frá störfum og greiðslur komi til móts við tekjutap er einnig stórt skref fyrir réttindi fólks á vinnumarkaði og er líklegt til að draga úr líkum á því að fólk detti út af vinnumarkaði. Lögin taka gildi um áramót. Rétturinn til sorgarleyfis verður sex mánuðir og greiðslur nema 80% af meðaltali heildarlauna, þó að hámarki 600.000 kr. á mánuði. Fólk utan vinnumarkaðar eða sem er í minna en 25% starfi fær sorgarstyrk, þar á meðal námsmenn. Það er líka gert ráð fyrir að foreldrar geti nýtt rétt sinn til sorgarleyfis samhliða minnkuðu starfshlutfalli yfir lengra tímabil. Eitt af því sem mér þykir sérstaklega vænt um í lögunum er hvernig hugtakið foreldri er skilgreint, en það er gert með mun víðtækari hætti en í annarri löggjöf. Það geta því fleiri en tveir einstaklingar átt rétt á sorgarleyfi og er þar um sjálfstæðan rétt hvers foreldris að ræða. Þannig er sorg fjölskyldunnar í heild viðurkennd óháð fjölskyldugerð en með því er lögunum ætlað að koma til móts við fjölbreytt fjölskyldumynstur í íslensku samfélagi. Um leið og við fögnum nýjum lögum um sorgarleyfi þá þarf að huga að næstu skrefum er varða aukin réttindi fólks vegna andláts nákominna. Er þar nærtækast að horfa til barnafjölskyldna og er greiningarvinna þess efnis þegar hafin í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu. Höfundur er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun