Segir eigendur vannærðu hestanna reyna að flytja þá í skjóli nætur Bjarki Sigurðsson skrifar 31. ágúst 2022 22:57 Steinunn Árnadóttir segir, og vísar meðal annars til mynda sem hún hefur tekið, að hestarnir séu vannærðir. Svo mjög að þeir séu að mestu geymdir innanhúss í alltof litlu hesthúsi. Steinunn Árnadóttir Hrossaræktendur í Borgarfirði í nágrenni Borgarness sem sakaðir hafa verið um illa meðferð á skepnum sínum virðast ætla að flytja hestana úr hesthúsi sínu í skjóli nætur. Lögregla hefur verið kölluð til og er á svæðinu. Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira
Í dag ræddi fréttastofa við áhyggjufullan nágranna ræktendanna sem sagðist tala fyrir munni fjölda hestamanna á svæðinu. Þeir væru því sem næst lamaðir vegna illrar meðferðar á hestum í nærsveitinni. Hestarnir fái ekki nægilega mikla næringu og séu geymdir í lengri tíma í hesthúsi sem sé alltof lítið. Nágranninn, Steinunn Árnadóttir sem gegnir starfi organista í Borgarneskirkju, tjáir fréttastofu í kvöld að í kjölfar umfjöllunar á Vísi síðdegis virðist eigendurnir ætla að koma hestum sínum á nýjan stað. Hún segist hafa fylgst með eigendunum á staðnum í kvöld. „Þeir eru að tæma húsin sjálfir og lögreglan er komin á staðinn. Eigendurnir komu hlaupandi til mín og þá þorði ég ekki annað en að flýja,“ segir Steinunn. Hún sagði flesta þá sem hafi áhyggjur af hestunum ekki hafa þorað að tjá sig um málið opinberlega af ótta við eigendurna. Sjálf segist hún hafa stigið fram því henni hafi runnið blóðið til skyldunnar. Þögn þýddi að hún væri meðsek. Steinunn telur að þrír fyrri eigendur hesta, sem eru nú á búinu umtalaða í Borgarfirði, reyni nú að endurheimta hesta sína. Eigendurnir fyrrverandi séu með hestakerrur klárar og vilji sækja dýrin sem fyrst. „Þetta er MAST búið að láta viðgangast mánuðum saman. Aðalmálið er að MAST er að bregst þessum skepnum. Það er margbúið að biðja um að eitthvað sé gert. Nú fá þau enn eitt tækifærið til þess að hreinsa út úr húsinu. Fela þessa vesalinga,“ segir Steinunn. Fréttastofu hefur ekki tekist að ná sambandi við lögregluna í Borgarnesi. Þá gerði fréttastofa endurteknar tilraunir til að ná í eigendur hestanna í dag en án árangurs.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Sjá meira