Grunaður um að hafa nauðgað eiginkonu sinni í bíl Atli Ísleifsson skrifar 2. september 2022 14:55 Dómari taldi hætta á að maðurinn myndi halda áfram brotum sínum yrði hann látinn laus, en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 27. september fyrir að hafa meðal annars ógnað eiginkonu sinni með hníf og nauðgað henni í bíl sem lagður var á malarsvæði. Maðurinn hefur einnig verið ákærður fyrir eignaspjöll og líkamsárásir. Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi. Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði manninn í gæsluvarðhald og hefur Landsréttur nú staðfest úrskurðinn. Í úrskurðinum kemur fram að maðurinn hafi verið ákærður fyrir nauðgun og stórfellt brot í nánu sambandi fyrir að hafa á á sérstaklega sársaukafullan og meiðandi hátt ógnað heilsu siginkonu sinnar, haft við hana samræði án samþykkis með því að beita hana hótunum og ofbeldi. Segir að hann hafi þann 10. maí síðastliðinn ógnað eiginkonunni með hníf þar sem þau voru í bíl á malarsvæði, sest yfir hana og lagt sætið aftur og skipað henni að klæða sig úr að neðan. Maðurinn hafi svo hótað að „setja fíkniefni upp í leggöngin á henni og skera úr henni augun auk þess sem hann hótaði að skaða sjálfan sig og svo [haft] við hana samræði,“ líkt og segir í ákæru. Kjökrandi og hrædd Í úrskurðinum segir að vegfarandi hafi komið að konunni eftir árásina og hafi hún sjáanlega verið í miklu uppnámi, kjökrandi og hrædd. Vegfarandinn hafi tilkynnt málið til lögreglu, en sá og fleiri vitni sáu þar manninn þar sem hann stóð yfir konunni öskrandi. Konan hafi þá beðið þau um að hringja á lögregluna og að sagt að maðurinn væri vopnaður hníf. Tók hún jafnframt fram að maðurinn hafi tekið síma sinn. Í úrskurðinum kemur jafnframt fram að maðurinn hafi um tíu dögum fyrir nauðgunina veist að konunni með ofbeldi, tekið af henni kortaveski og farsíma og þrýst henni upp að bílhurð, tosað í kjól hennar og klórað hana á bringuna og náði þannig af henni mununum. Eftir að hún yfirgaf bílinn hafi hann svo reynt að toga og ýta henni aftur í bílinn með þeim afleiðingum að hún hlaut mar og áverka á hálsi og brjóstkassa og svo bakverki. Árás á þrjá einstaklinga Ennfremur segir í ákæru að maðurinn sé ákærður fyrir líkamsárás fyrir að hafa ráðist á þrjá einstaklinga sunnudag í apríl og slegið þá í ítrekað höfuð og andlit. Þá hafi hann kastað slökkvitæki í áttina að einum og bitið hann í bakið. Loks segir að hann sé ákærður fyrir umferðarlagabrot með því að hafa ekið bíl undir áhrifum fíkniefna og svo eignaspjöll fyrir að hafa unnið skemmdir á bíl eiginkonu sinnar. Fram kemur að maðurinn hafi setið í gæsluvarðhaldi frá 11. maí síðastliðinn vegna rannsóknar málsins. Með vísan til fjölda og eðlis brotanna og úrskurða Landsréttar […] er fallist á það með sækjanda að hætta sé á að ákærði haldi áfram brotum sínum verði hann nú látinn laus, svo og að telja verði gæsluvarðhald nauðsynlegt til að verja aðra, og þá einkum fyrrum eiginkonu ákærða, fyrir árásum hans,“ segir í úrskurðinum. Því sé fallist á að maðurinn sæti áframhaldandi gæsluvarðhaldi.
Lögreglumál Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira