Kvenprestar mega þola svívirðingar samstarfsmanna og kollega Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 3. september 2022 16:37 Prestur í Albertslund í Danmörku Ole Jensen/GettyImages Sjötta hver kona í Danmörku sem gegnir prestsembætti hefur orðið fyrir svívirðingum og lítilsvirðingu frá samstarfsmönnum sínum vegna kynferðis síns. Prestar eru eina stéttin í Danmörku þar sem ekki þarf að fara að jafnréttislögum við ráðningar. Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók. Danmörk Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira
Konur hafa verið prestar í Danmörku alveg síðan 1948, eða í 74 ár. Fyrir tæplega hálfri öld voru jafnréttislög samþykkt í Danmörku. Þar segir að ekki ekki megi mismuna fólki á vinnumarkaðnum á grundvelli kynferðis. Á þessu er ein undantekning; það má mismuna konum sem vilja verða prestar. Konur eiga að þegja í kirkjunni Og af hverju? Jú, vegna þess að það ku vera hægt að vísa til ritningarstaða í Biblíunni þar sem konum er bókstaflega sagt að þegja í kirkjum. Til að mynda í Fyrra bréfi Páls postula til Korintumanna. Þar segir: „Eins og í öllum söfnuðum hinna heilögu skulu konur þegja á safnaðarsamkomum, því að ekki er þeim leyft að tala, heldur skulu þær vera undirgefnar, eins og líka lögmálið segir. En ef þær vilja fræðast um eitthvað, þá skulu þær spyrja eiginmenn sína heima. Því að það er ósæmilegt fyrir konu að tala á safnaðarsamkomu.“ Þessi afstaða Páls kemur víðar fram, til að mynda í fyrra bréfi hans til Tímoteusar. Kvenprestar lítilsvirtir og svívirtir vegna kynferðis Nú hefur úttekt danska ríkissjónvarpsins á stöðu kvenpresta í Danmörku leitt í ljós að konur líða enn undir þessum 2.000 ára sjónarmiðum Biblíunnar. Samkvæmt könnun sem gerð var á meðal presta hafa 16 prósent kvenpresta mátt þola lítilsvirðingu og svívirðingar vegna kynferðis síns. Þessa framkomu hafa þær yfirleitt mátt þola frá meðlimum sóknarnefnda og/eða öðrum prestum. Gott dæmi um slíkan einstakling er Filip Ambrosen, formaður sóknarnefndar Hasle á Borgundarhólmi. Hann segir í samtali við danska ríkissjónvarpið að málið sé einfalt, verði kona ráðin prestur í hans kirkju, þá hætti hann að mæta í messur og leiti sér annarrar kirkju. Meirihluti presta er konur Nú er til þess að taka að ríflegur meirihluti presta í Danmörku er konur, eða 58 prósent. Það má því segja að það sé tími til þess kominn að láta jafnréttislögin ná yfir þær líka, líkt og alla aðra Dani. Og það er einmitt það sem virðist ætla að verða afrakstur umfjöllunar danska ríkissjónvarpsins. Hinir 10 biskupar Danmerkur virðast hafa vaknað upp við vondan draum og hafa nú tilkynnt að ráðist verði í það í einum grænum að fjarlægja þessa undantekningu sem, eins og fyrr segir, hefur í hálfa öld verið réttlætt með nokkrum setningum í 2.000 ára gamalli bók.
Danmörk Trúmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Sjá meira