Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 13:01 Khvicha Kvaratskhelia ætlar sér að hrella varnarlínu Liverpool í kvöld. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. Liverpool hefur byrjað tímabilið nokkuð brösuglega en liðið situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Napoli í 2. sæti með 11 stig að loknum fimm leikjum. Vissulega verður forvitnilegt að sjá hvernig framlína Liverpool spjarar sig á Ítalíu í kvöld en maðurinn sem öll augu verða á mun leika í blárri treyju heimamanna. Sá heitir Khvicha Kvaratskhelia, er 21 árs gamall og kemur frá Georgíu. Hann gekk í raðir Napoli í sumar og hefur spilað það vel að hann hefur hlotið viðurnefnið „Kvaradona.“ Uppgjör á fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. Kvaradona, Georgíski Messi eða Maradona Kákasusfjallanna, hvað á að kalla Khvicha Kvaratskhelia? https://t.co/ZEpSOLwnWp— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) August 19, 2022 Þar er verið að vitna í Diego Armando Maradona heitinn, einn albesta og skemmtilegasta knattspyrnumann allra tíma. Hann lék með Napoli frá 1984 til 1991. „Ég kemst ekki nálægt Maradona en ég mun gefa allt sem ég á til að verða mikilvægur leikmaður hjá þessu stóra félagi,“ sagði „Kvaradona“ um samanburðinn. Hann hefur til þessa spilað fimm leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og skorað fjögur mörk ásamt því að leggja upp eitt til viðbótar. Liverpool beware, you're about to come up against the player nicknamed 'Kvaradona'! #BBCFootball #UCL— BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2022 Georgíumaðurinn hefur aldrei spilað í Meistaradeild Evrópu en ef allt er eðlilegt mun hann hefja leik kvöldsins á vinstri vængnum og verður einkar áhugavert að sjá hvernig Trent Alexander-Arnold mun ganga að stöðva þennan lunkna vængmann. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Liverpool hefur byrjað tímabilið nokkuð brösuglega en liðið situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Napoli í 2. sæti með 11 stig að loknum fimm leikjum. Vissulega verður forvitnilegt að sjá hvernig framlína Liverpool spjarar sig á Ítalíu í kvöld en maðurinn sem öll augu verða á mun leika í blárri treyju heimamanna. Sá heitir Khvicha Kvaratskhelia, er 21 árs gamall og kemur frá Georgíu. Hann gekk í raðir Napoli í sumar og hefur spilað það vel að hann hefur hlotið viðurnefnið „Kvaradona.“ Uppgjör á fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. Kvaradona, Georgíski Messi eða Maradona Kákasusfjallanna, hvað á að kalla Khvicha Kvaratskhelia? https://t.co/ZEpSOLwnWp— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) August 19, 2022 Þar er verið að vitna í Diego Armando Maradona heitinn, einn albesta og skemmtilegasta knattspyrnumann allra tíma. Hann lék með Napoli frá 1984 til 1991. „Ég kemst ekki nálægt Maradona en ég mun gefa allt sem ég á til að verða mikilvægur leikmaður hjá þessu stóra félagi,“ sagði „Kvaradona“ um samanburðinn. Hann hefur til þessa spilað fimm leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og skorað fjögur mörk ásamt því að leggja upp eitt til viðbótar. Liverpool beware, you're about to come up against the player nicknamed 'Kvaradona'! #BBCFootball #UCL— BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2022 Georgíumaðurinn hefur aldrei spilað í Meistaradeild Evrópu en ef allt er eðlilegt mun hann hefja leik kvöldsins á vinstri vængnum og verður einkar áhugavert að sjá hvernig Trent Alexander-Arnold mun ganga að stöðva þennan lunkna vængmann. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira