Heilu hraukarnir af ólesnum dagblöðum fara beint í ruslið Jakob Bjarnar skrifar 9. september 2022 08:01 Algeng sjón. Beint úr prentinu og í ruslið. Jónas Björgvinsson Reglulega má sjá kvartanir í hinum ýmsu hverfishópum á Facebook, þess efnis að dagblöðin hafi ekki borist. Ástæðan fyrir því er meðal annars sú að sumir blaðberar liggja á því lúalaginu að demba blöðum dagsins beint í ruslið. Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fyrir skömmu birti íbúi nokkur á höfuðborgarsvæðinu myndskeið af tveimur blaðberum sem voru árla dags á rafskútum sínum í óða önn við að troða útburði dagsins í ruslastamp sem stendur við Sogaveg. Þeir voru fljótir að koma blaðinu frá sér en fólk í því hverfinu fékk ekki dagblöðin sín þann daginn frekar en svo oft. Leikarinn og spaugarinn Karl Ágúst á forsíðu en allt kemur fyrir ekki; beint í gáminn með blaðið ólesið.Jónas Björgvinsson Í öðrum hverfahópi, Langholtshverfi – 104, er einnig að finna kunnulega umræðu; þar kannast ýmsir íbúar ekki við að hafa séð dagblöð lengi. Og einn í hópnum birti mynd af vænum stafla af Fréttablaðinu sem lá á endurvinnslugámi. Karl Ágúst Úlfsson leikari á forsíðu blaðs sem fór ólesið í ruslið. Myndaeigandinn spyr hvort það kunni að vera ástæðan? Vert er að geta þess að vitaskuld er víða að finna samviskusama blaðbera en þeir sem afgreiða blaðburðinn með þessum hraðvirka hætti koma sannarlega óorði á þá annars gagnmerku stétt sem eru blaðberar. Viðvarandi vandi að blaðabunkar fari beint í ruslið Vísir beindi fyrirspurn til Sorphirðu Reykjavíkur og fyrir svörum varð Inga Rún Sigurðardóttir, sérfræðingur í upplýsingamálum og miðlun. Hún sagði að þetta hafi verið viðvarandi vandamál og lengi. „Já, ég get staðfest það að við könnumst vel við það að „heilu hraukarnir“ eins og þú segir fari í ruslið,“ segir Inga Rún eftir að hafa séð skjáskot af hinum bíræfnu blaðberum. Inga Rún sagði það jafnframt vera svo að við endurvinnslugáma fyrir pappír á grenndarstöðvum sem Reykjavíkurborg rekur megi gjarnan finna heilu dagblaðabunkana. Jón Þórisson forstjóri Torgs. Helur hljóta að koma að því að hætt verði að prenta Fréttablaðið og að það komi þá aðeins út stafrænt.vísir/vilhelm „Því miður hefur þetta verið með þessum hætti um langa tíð. Við höfum orðið vör við þetta við losun gámanna. Einnig hafa verið settar upp eftirlitsmyndavélar við tvær grenndarstöðvar en blaðburðarfólk hendir ítrekað blaðabunkum í þá. Rætt hefur verið við Póstdreifingu vegna þessa. Við höfum lagt til að Póstdreifing safni saman eða bjóði upp á losunarstað fyrir þessa bunka fyrir blaðburðafólk en án árangurs,“ segir Inga Rún. Fyrirtækið Póstdreifing, sem Inga Rún vísar til, sérhæfir sig í dreifingu prentefnis hér á landi. Fréttablaðið og Morgunblaðið eru meðal dagblaða og tímarita sem fyrirtækið dreifir. Hnignun prentaðra miðla Ljóst er að mjög hefur fjarað undan dagblaðaútgáfu með netinu, ekki bara á Íslandi heldur um allan hinn vestræna heim. Í nýjustu lestrartölum Gallup mælist lestur Fréttablaðsins 27,7 prósent alls. Þetta er veruleg hnignun frá því sem var árið 2007 þegar rúm 65 prósent lásu blaðið, eins og segir í umfjöllun Kjarnans um dagblaðalestur. Jón Þórisson, forstjóri Torgs, talar í nýlegri umfjöllun Fréttablaðsins um hnignun á dagblaðamarkaði. Hann segir að Fréttablaðið beri á prenti „ægishjálm yfir aðra miðla á hér á landi hvað varðar útbreiðslu og lestur.“ Þó verði að horfast í augu við það að á einhverjum tímapunkti í framtíðinni muni Fréttablaðið, sem í dag má einnig lesa í rafrænni útgáfu, hætta að koma út á prenti. Í Fréttablaðinu var í síðustu viku fjallað um breytingar á fjölmiðlamarkaði.skjáskot
Fjölmiðlar Umhverfismál Samfélagsmiðlar Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira