Horfa þurfi á tækifærin og möguleikana sem felist í því að taka á móti erlendu vinnuafli Fanndís Birna Logadóttir skrifar 9. september 2022 15:00 Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra segir atvinnumál útlendinga til skoðunar. Vísir/Vilhelm Til skoðunar er að einfalda fólki utan evrópska efnahagssvæðisins að koma hingað að vinna að sögn félagsmálaráðherra. Vonandi sé hægt að stíga mikilvæg skref í þá áttina á næstu misserum en of snemmt sé að segja til um mögulegt frumvarp. Mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti og vinna þurfi gegn því að hér verði tvær þjóðir. Veruleg þörf er á erlendu vinnuafli hér á landi og viðbúið að sú þörf muni aðeins aukast á næstu árum og áratugum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars gagnrýnt að það sé of flókið og tafsamt að fá fólk hingað í vinnu. Í raun þyrfti að leggja út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vilji koma. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir starfshóp á vegum ráðuneyti hans, dómsmálaráðuneytisins og háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytisins, vera með málið til skoðunar. „Í þessu tilfelli erum við að tala um samspil milli dvalarleyfa og atvinnuleyfa í þeim tilgangi að geta auðvelda fólki sem er þá utan EES svæðisins að koma hingað og vinna og ég vonast bara til þess að við náum að stíga mikilvæg skref í þá átt á næstu misserum,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í vikunni fylgjandi slíku skrefi en það væri á á hendi félagsmálaráðherra að koma með frumvarp um þá hlið mála. Guðmundur Ingi vill ekki fullyrða um hvort hann muni leggja fram slíkt frumvarp og segir að bíða þurfi og sjá hvað kemur úr vinnu starfshópsins. Sérstök ráðherranefnd um málefni innflytjenda vinni sömuleiðis að því að samhæfa verkefni milli ráðuneyta. „Ég finn að eftir að sú ráðherranefnd tók til starfa núna í vor að þá erum við að stíga skrefin hraðar í þeim málum sem að heyra undir þetta víðfeðma svið. Við erum til dæmis að setja í gang núna heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks sem við höfum ekki átt til,“ segir hann. Gríðarlega mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti. „Með þessari vinnu erum við þá að vinna eiginlega gegn því að hér verði til tvær þjóðir í landinu, annars vegar fólk sem er kannski af íslensku bergi brotið og er að fá betur launuðu störfin, meðan að fólk sem að er af erlendu bergi brotið, innflytjendurnir okkar sem að eru þá kannski meira að fara í störf sem að borga minna,“ segir Guðmundur Ingi. „Við eigum að horfa á tækifærin og möguleikana sem að felast í því að geta tekið vel á móti fólki sem að hingað kemur og nýtt allan þann kraft sem að raunverulega býr í því fólki,“ segir hann enn fremur. Vinnumarkaður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Veruleg þörf er á erlendu vinnuafli hér á landi og viðbúið að sú þörf muni aðeins aukast á næstu árum og áratugum. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins hefur meðal annars gagnrýnt að það sé of flókið og tafsamt að fá fólk hingað í vinnu. Í raun þyrfti að leggja út rauðan dregil fyrir fólk sem hingað vilji koma. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, segir starfshóp á vegum ráðuneyti hans, dómsmálaráðuneytisins og háskóla-, nýsköpunar- og iðnaðarráðuneytisins, vera með málið til skoðunar. „Í þessu tilfelli erum við að tala um samspil milli dvalarleyfa og atvinnuleyfa í þeim tilgangi að geta auðvelda fólki sem er þá utan EES svæðisins að koma hingað og vinna og ég vonast bara til þess að við náum að stíga mikilvæg skref í þá átt á næstu misserum,“ segir Guðmundur Ingi. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagðist í samtali við fréttastofu í vikunni fylgjandi slíku skrefi en það væri á á hendi félagsmálaráðherra að koma með frumvarp um þá hlið mála. Guðmundur Ingi vill ekki fullyrða um hvort hann muni leggja fram slíkt frumvarp og segir að bíða þurfi og sjá hvað kemur úr vinnu starfshópsins. Sérstök ráðherranefnd um málefni innflytjenda vinni sömuleiðis að því að samhæfa verkefni milli ráðuneyta. „Ég finn að eftir að sú ráðherranefnd tók til starfa núna í vor að þá erum við að stíga skrefin hraðar í þeim málum sem að heyra undir þetta víðfeðma svið. Við erum til dæmis að setja í gang núna heildarstefnumótun í málefnum innflytjenda og flóttafólks sem við höfum ekki átt til,“ segir hann. Gríðarlega mikilvægt sé að innflytjendur geti aðlagast íslensku samfélagi með farsælum hætti. „Með þessari vinnu erum við þá að vinna eiginlega gegn því að hér verði til tvær þjóðir í landinu, annars vegar fólk sem er kannski af íslensku bergi brotið og er að fá betur launuðu störfin, meðan að fólk sem að er af erlendu bergi brotið, innflytjendurnir okkar sem að eru þá kannski meira að fara í störf sem að borga minna,“ segir Guðmundur Ingi. „Við eigum að horfa á tækifærin og möguleikana sem að felast í því að geta tekið vel á móti fólki sem að hingað kemur og nýtt allan þann kraft sem að raunverulega býr í því fólki,“ segir hann enn fremur.
Vinnumarkaður Flóttafólk á Íslandi Innflytjendamál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54 Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22 Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir fjölgun flóttafólks ekki tilviljun Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að koma í veg fyrir misnotkun á alþjóðlega verndarkerfinu. Fordómalaus fjölgun flóttamanna til Íslands væri ekki tilviljun og því nauðsynlegt að gera breytingar á lögum um útlendinga til samræmis við það sem þekktist í öðrum löndum. 6. september 2022 19:54
Segir nauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir innflytjendur Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir erlent vinnuafl nauðsynlegt til þess að sinna megi þeim stöfum sem skapist þegar þjóðin eldist og færri verða á vinnumarkaði. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emeritus í íslenskri málfræði segir bráðnauðsynlegt að efla íslenskukennslu fyrir þá sem komi erlendis frá til landsins og vilji vinna. Hann hafi áhyggjur af íslensku máli. 4. september 2022 00:22
Hlutfall erlends vinnuafls aldrei hærra og þörf á aukningu Fjölgun Íslendinga dugar ekki til þess að mæta eftirspurn eftir vinnuafli og eykst hlutfall erlends vinnuafls milli ára. Á árinu 2005 voru innflytjendur á aldrinum 20 til 59 ára 7% af fjölda starfandi á vinnumarkaði hér á landi. Núna á fyrsta ársfjórðungi ársins 2022 var hlutfallið komið í 22,3% og hefur aldrei verið hærra. 2. júní 2022 12:15