„Hefur vantað sjálfstraust“ Sindri Sverrisson skrifar 12. september 2022 16:31 Steven Lennon og Matthías Vilhjálmsson þekkja það vel að skora mörk, þó að gengi FH hafi verið dapurt í sumar. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Steven Lennon varð í gær fyrsti erlendi leikmaðurinn til þess að ná að skora hundrað mörk í efstu deild á Íslandi, þegar hann skoraði fyrir FH í 6-1 sigrinum gegn ÍA í Bestu deildinni. Hann var til umræðu í Stúkunni á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon Besta deild karla FH Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira
Lennon er enn 31 marki frá markameti Tryggva Guðmundssonar en aðeins einu marki á eftir Guðmundi Steinssyni sem er í 4. sæti yfir markahæstu leikmenn efstu deildar frá upphafi. Ingi Björn Albertsson (126 mörk) og Atli Viðar Björnsson (113 mörk) skoruðu einnig yfir hundrað mörk. Lennon skoraði sín fyrstu mörk hér á landi fyrir Fram árið 2011 en hefur skorað fyrir FH frá árinu 2014. Leikurinn gegn ÍA í gær var leikur númer 201 hjá honum í efstu deild á Íslandi, svo hann hefur að meðaltali skorað mark í öðrum hverjum leik. Hins vegar var hann búinn að spila átta deildarleiki í röð án þess að skora þegar hundraðasta markið leit loks dagsins ljós í gær. Fáum við að sjá sama Lennon og við þekkjum? „Haldið þið að það gæti verið, núna loksins þegar hann er búinn að ná hundrað mörkum, því hann hefur þurft að bíða svolítið, að það muni létta á öllu og við sjáum sama Lennon og við þekkjum í úrslitakeppninni?“ spurði Guðmundur Benediktsson, stjórnandi Stúkunnar, sérfræðingana Baldur Sigurðsson og Margréti Láru Viðarsdóttur. „Vondandi fyrir FH af því að hann er einn besti markaskorari sem við höfum séð á Íslandi, bæði af íslenskum og erlendum, og það er búið að vanta framlag frá honum í sumar. Hann er auðvitað klókur leikmaður en hefur vantað sjálfstraust,“ sagði Baldur sem óskaði Lennon að sjálfsögðu til hamingju með áfangann. „Þetta er stórkostlegt hjá honum,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Hann er búinn að vera mjög hliðhollur sínu félagi, FH, og staðið sína plikt gríðarlega vel þar. Ef þú vildir hafa einhvern þjálfara með þér í þessu til að kveikja sjálfstraustið og hjálpa þér að pota inn fleiri mörkum, þá held ég að maður myndi velja Eið Smára. Ég held að þeirra samstarf eigi bara eftir að eflast enn frekar.“ Klippa: Stúkan - Umræða um Steven Lennon
Besta deild karla FH Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Elfar Árni heim í Völsung Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Sjá meira