Fleiri tilkynningar ekki endilega merki um meira ofbeldi Árni Sæberg skrifar 12. september 2022 21:14 Eygló Harðardóttir er verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra Stöð 2 Verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra segir það hafa verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að ekki einungis fækka ofbeldisbrotum heldur einnig að fjölga tilkynningum. Það endurspeglist í mikilli aukningu tilkynninga um heimilis- og kynferðisofbeldi. Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim. Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Í dag var greint frá því að fjöldi tilkynninga um heimilisofbeldi hefði aldrei verið meiri en á fyrstu sex mánuðum þessa árs. Lögreglan á landsvísu hafi fengið 1232 tilkynningar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila. Jafngildir það sjö slíkum tilkynningum á dag eða 205 tilkynningum á mánuði. Um er að ræða tæplega þrettán prósenta aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Þá var einnig greint frá því að á sama tímabili hafi lögreglan skráð 125 tilkynntar nauðganir. Það eru 21 tilkynning á mánuði og 28 prósent fjölgun frá því á síðasta ári. „Það hefur verið skýrt markmið hjá stjórnvöldum að annars vegar fækka brotum og hins vegar fjölga tilkynningum. Og ég held að það endurspeglist í raun og veru, bæði í tilkynningum varðandi heimilisofbeldi og kynferðisofbeldi, að fólk er að leita sér aðstoðar og það sé að tilkynna til lögreglu,“ segir Eygló Harðardóttir, verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Einungis einn af hverjum tíu þolendum tilkynnir Eygló segir að í nýrri skýrslu Stígamóta segi að einungis einn af hverjum tíu, sem leita til miðstöðvarinnar eftir að hafa lent í kynferðisofbeldi, tilkynni brotin til lögreglu. „Þetta er að okkar mati alveg óásættanlegt,“ segir hún. Þess vegna sé það markmið stjórnvalda, með vitundarvakningu sem ráðist hefur verið í í vetur og sumar, að hvetja til þess að annars vegar að samfélagið minnki svigrúm gerenda til að brjóta á þolendum og hins vegar að hvetja til þess að brot séu tilkynnt til lögreglu. Að lokum segir Eygló að lögreglan hafi ráðist í mikla vinnu undanfarið til þess að bæta það hvernig hún vinnur og að koma þeim upplýsingum á framfæri. Því vonar hún þolendur séu ekki hræddir um að kerfið muni bregðast þeim.
Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Lögreglan Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira