Réttlátara samfélag með betri tækni Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar 14. september 2022 11:01 Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Ný áskorun fyrir suma Það er alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki að í lok árs þurfa öll fyrirtæki með 25–50 í starfi að fara í jafnlaunastaðfestingu og öll með 50 eða fleiri í starfi að jafnaði yfir árið að fara í jafnlaunavottun. Oftar en ekki kemur það í hlut mannauðsstjóra að leiða vottunarferlið. Mannauðsstjórinn hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum sem eru nátengd gæðastjórnun og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt. Snjallar lausnir hjálpa Það er mikilvægt að nota ekki gamladags aðferðir til þess að leysa ný verkefni og þess vegna hönnuðum við Justly Pay sem nokkurs konar uppsetningarforrit sem í daglegu máli er kallað wizard. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni. Sá trausti grunnur sem kerfið byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. Það er leiðandi kerfi sem er byggt á áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur að verkfærakista gæðastjórnunar geymir réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn. Það er eru forréttindi að fá að búa til lausnir sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Þegar uppsetningarferlinu er lokið fá fyrirtæki og stofnanir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Sjálfbærni er markmiðið Það er ákveðið metnaðarmál að öll fyrirtæki og stofnanir eigi að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í kostnaðarsamri ráðgöf utanaðkomandi sérfræðinga með snjallri tækni. Snjallar lausnir eins og Justly Pay gera umsjónarfólki kerfisins kleift að vera sjálfbær í umsjón og umbótaferlinu sem þarf að fá starfsfólk og stjórnendur með í. Það er skemmtilega vinnan og mannauðsfólk á að hafa tíma til þess að sinna henni en ekki vera að hringsnúast í því að leggja grunn að gæðakerfi í fyrsta sinn nú rétt fyrir jól. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Hrefna Halldórsdóttir Origo Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að fá að vakna á hverjum degi og vinna að því að búa til réttlátara samfélag. Réttlátt samfélag verður ekki til af sjálfu sér, heldur með ásetningi og markvissri vinnu. Jafnlaunastaðallinn ÍST85:2012 hefur reynst öflugt verkfæri í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna. En áður en vottunin er í hendi þurfa fyrirtæki að uppfylla ýmis skilyrði. Ný áskorun fyrir suma Það er alveg ný áskorun fyrir mörg smærri og meðalstór fyrirtæki að í lok árs þurfa öll fyrirtæki með 25–50 í starfi að fara í jafnlaunastaðfestingu og öll með 50 eða fleiri í starfi að jafnaði yfir árið að fara í jafnlaunavottun. Oftar en ekki kemur það í hlut mannauðsstjóra að leiða vottunarferlið. Mannauðsstjórinn hefur ekki endilega reynslu af slíkum verkefnum sem eru nátengd gæðastjórnun og að vinna allt frá grunni er bæði flókið og tímafrekt. Snjallar lausnir hjálpa Það er mikilvægt að nota ekki gamladags aðferðir til þess að leysa ný verkefni og þess vegna hönnuðum við Justly Pay sem nokkurs konar uppsetningarforrit sem í daglegu máli er kallað wizard. Kerfið leiðir þig áfram skref fyrir skref, á traustum stoðum gæðastjórnunarferla, inn í framtíð þar sem við búum til betra samfélag með tækninni. Sá trausti grunnur sem kerfið byggir á er gæðastjórnunarkerfið CCQ. Það er leiðandi kerfi sem er byggt á áralangri reynslu og sérfræðiþekkingu – þekkingu sem segir okkur að verkfærakista gæðastjórnunar geymir réttu tólin til að uppræta launamun kynjanna. Fagrar fyrirætlanir eru eitt, en til að ná settum markmiðum þarf raunhæfa framkvæmdaáætlun, eftirfylgni og skipuleg viðbrögð við frávikum. Þetta er einmitt gæðastjórnun í hnotskurn. Það er eru forréttindi að fá að búa til lausnir sem hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að byggja upp jafnlaunakerfi sem mætir kröfum jafnlaunastaðalsins. Þegar uppsetningarferlinu er lokið fá fyrirtæki og stofnanir gæðaskjöl sem mæta kröfum staðalsins, vefeyðublað til þess að taka á móti og vinna úr erindum er varða jafnlaunakerfið og úttektaráætlun sem er undirstaða þess að fá og viðhalda vottuðu jafnlaunakerfi. Sjálfbærni er markmiðið Það er ákveðið metnaðarmál að öll fyrirtæki og stofnanir eigi að geta áunnið sér jafnlaunavottun án þess að þurfa að fjárfesta í kostnaðarsamri ráðgöf utanaðkomandi sérfræðinga með snjallri tækni. Snjallar lausnir eins og Justly Pay gera umsjónarfólki kerfisins kleift að vera sjálfbær í umsjón og umbótaferlinu sem þarf að fá starfsfólk og stjórnendur með í. Það er skemmtilega vinnan og mannauðsfólk á að hafa tíma til þess að sinna henni en ekki vera að hringsnúast í því að leggja grunn að gæðakerfi í fyrsta sinn nú rétt fyrir jól. Höfundur er forstöðumaður gæða- og innkaupalausna hjá Origo.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun