Minningarathöfn um Elísabetu í Hallgrímskirkju á sunnudag Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. september 2022 10:29 Athöfnin mun fara fram á ensku. Vísir/Vilhelm Minningarathöfn um Elísabetu II Bretlandsdrottningu, sem lést í síðustu viku, verður haldin næstkomandi sunnudagskvöld í Hallgrímskirkju. Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar. Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Það eru Biskupsstofa, Reykjavíkurprófastsdæmi vestra og Hallgrímskirkja sem standa fyrir athöfninni, sem fer fram klukkan átta að kvöldi sunnudagsins 18. september, í Hallgrímskirkju. Í tilkynningu um athöfnina segir að sérstök tengsl séu á milli kirkjunnar og Ensku biskupakirkjunnar. „Í Hallgrímskirkju hafa enskir jólasöngvar verið sungnir ár hvert síðan skömmu eftir að kórkjallari kirkjunnar var vígður. Í kirkjunni hafa anglíkanskar messur verið haldnar af og til með stuttum hléum, en samfellt frá árinu 2001 einu sinni í mánuði,“ segir þá í tilkynningunni. Uppáhalds sálmar Elísabetar Björn Steinar Sólbergsson, organisti Hallgrímskirkju, mun leika á orgel og söngfólk úr Kór Hallgrímskirkju mun syngja undir stjórn Steinars Loga Helgasonar. Þrír prestar koma til með að þjóna við athöfnina, þau sr. Bjarni Þór Bjarnason, sr. Helga Soffía Konráðsdóttir og sr. Irma Sjöfn Óskarsdóttir. Fólki mun bjóðast að tendra ljós inni í kirkjunni, til minningar um drottninguna. Athöfnin fer fram á ensku, en sálmarnir sem sungnir verða eiga það sammerkt að hafa verið uppáhalds sálmar Elísabetar drottningar. Sendiherra Bretlands á Íslandi, Bryony Mathew, mun sækja athöfnina. „Allir eru hjartanlega velkomnir í Hallgrímskirkju þetta sunnudagskvöld,“ segir í niðurlagi tilkynningarinnar.
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Reykjavík Hallgrímskirkja Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51 Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59 Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Fleiri fréttir Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Sjá meira
Katrín og Meghan heiðruðu drottninguna í minningarathöfninni Katrín prinsessa af Wales og Meghan Markle hertogaynja af Sussex heiðruðu minningu Elísabetar annarrar Bretadrottningar með skartgripavali sínu í minningarathöfn sem fór fram í Westminster Hall í gær. 15. september 2022 07:51
Þriggja kílómetra löng röð eftir að sjá Bretadrottningu Gríðarleg röð hefur myndast í Lundúnum af fólki sem bíður þess að geta séð kistu Elísabetar annarrar Bretadrottningar og vottað henni virðingu sína. Kista drottningarinnar var í gær flutt frá Buckingham höll yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. 15. september 2022 06:59
Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. 14. september 2022 23:30