Skiptir hamingja, gleði og vellíðan máli í vinnunni? Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 19. september 2022 08:00 Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Ef hamingja, gleði og vellíðan í lífinu skiptir máli þá JÁ! Öll, eða flest öll, erum við að gera okkar besta til að fara í gegnum lífið með þessi markmið að leiðarljósi, að upplifa hamingju, gleði og vellíðan. Satt best að segja gætum við eytt öllum okkar tíma í að ná þessum markmiðun, en er það raunhæft? Megum við eiga okkar skítadaga? Eigum við alltaf að brosa framan í heiminn þegar við mögulega viljum það ekki? Hafið þið leitt hugann að því að um það bil 70% af árinu (=260 dagar/ári) erum við á vinnustaðnum okkar (fyrir börn og ungmenni þá er vinnustaðurinn leik- eða grunnskóli). „Já sæll“ gæti einhver sagt núna! Það ætti því að vera nokkuð ljóst að þegar við sjáum þessa tölu, 70%, að við ættum að einbeita okkur að því að vera hamingjusöm og njóta þess sem við erum að gera, líka í vinnunni. Hinsvegar, þá eigum við það til að einbeita okkur að kvarti og kveini frekar en að reyna að laga það sem aflaga er í vinnunni þegar við erum ekki hamingjusöm. Kannist þið við að telja niður dagana þangað til að sumar- eða jólafríið byrjar eða á mánudegi strax farin að bíða eftir næstu helgi? Af mörgum ástæðum þá skiptir hamingja, gleði og vellíðan í vinnu miklu máli. Byrjum á þér lesandi góður, þetta hefur áhrif á þig, svo á allt fólkið í kringum þig og síðan á miklu stærra plani. Ánægt starfsfólk = ánægð teymi = ánægðir viðskiptavinir = ánægðir eigendur = ánægt starfsfólk. Þetta er ekkert annað en hringrás! Rannsóknir skóla eins og Harvard University og The University of Warwick hafa sýnt fram á að ánægt starfsfólk (hamingjusamt/líður vel í vinnu) hefur mikla yfirburði fram yfir það starfsfólk sem er óánægt (óhamingjusamt/líður illa í vinnu). Starfsfólk sem er ánægt/ hamingjusamt/líður vel í vinnu er afkastameira, sveigjanlegra, meira skapandi, gerir viðskiptavini ánægðari og vinnur betur með vinnufélögum sínum. Ennfremur þá hefur hringrásin útbreidd áhrif, við gætum kallað hana „þjónustu-hagnaðar keðjuna“. Það tapar enginn í svona aðstæðum; hamingja, gleði og vellíðan skiptir máli fyrir ÞIG og ÞITT fyrirtæki. Hamingja, gleði og vellíðan starfsfólks helst á jákvæðan hátt í hendur við frammistöðu fyrirtækja. En hver á að sjá um þetta hamingjudót? Byrjum á því að þetta hefst allt hjá einstaklingnum, hamingja, gleði og vellíðan krefst ákvörðunar og innri vinnu til þess að ná árangri. Hamingja er huglæg eins og samkennd, seigla og góð samskipti. Þetta þýðir að það er engin formúla til að auka hamingju, gleði og vellíðan því þetta er mjög einstaklingsbundið. Það sem hentar einum hentar kannski ekki öðrum því sumt hefur meiri áhrif á tilfinningalegt ástand heldur en rökrétt. Öll leitumst við eftir ákveðnum hlutum í lífinu, hvort sem er í persónulegum tilgangi eða í vinnu. Öll höfum við væntingar til þess lífs sem við viljum lifa, hvort sem þær eru félagslegar eða fjárhagslegar. Ef væntingar til lífsins eru á skjön við veruleikann þá strögglum við, við að vera hamingjusöm. Daniel T. Gilbert og Timothy D. Watson frá University of Virgina komu með þessa skilgreiningu á þessari eilífu hamingjuleit: „Flest af því sem við höldum að geri okkur hamingjusöm, gerir okkur ekki eins hamingjusöm og við höldum!“ Vikuna 19. – 25. september 2022 verður alþjóðleg hamingjuvika í vinnu (e. International Week of Happiness at Work). Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu beinir athyglinni að umræðuefninu hamingja, gleði og vellíðan í vinnu og er kjörið tækifæri fyrir fyrirtæki til að bjóða upp á fyrirlestra, kynningar og fleira þessu tengdu. Alþjóðleg hamingjuvika í vinnu er ekki í eigu neins og ekki neinar reglur um hvað má og hvað má ekki. Hamingjuvikan er hugsuð sem sjálfbær vika þ.e. fyrirtæki geta tekið þátt af áhuga, eigin frumkvæði og á sinn hátt. Ákvörðun um þátttöku og hvort viðburðir eru opnir eða lokaðir eru algjörlega fyrirtækisins en auðvitað er gaman fyrir okkur hin ef okkur er veitt innsýn í hvað er einstakt við starfsmannastefnu fyrirækisins, ásamt að kynnast því hvað önnur fyrirtæki eru að gera. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu á að vera regla en ekki undantekning. Með þessu er ég ekki að segja að starfsfólk eigi að vera valhoppandi hamingjusamt alla daga í vinnunni eða að ábyrgðin sé öll fyrirtækisins. Hamingja, gleði og vellíðan í vinnu er sameiginleg ábyrgð. Höfundur er „Chief Happiness Officer“.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar