Rússar leyfi sér siðleysi í stríðsátökum Árni Sæberg skrifar 17. september 2022 11:44 Friðrik Jónsson er formaður BHM en einnig sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum. Stöð 2/Arnar Gagnárás Úkraínumanna síðustu daga mun engin áhrif hafa á áætlanir Rússa, að sögn Vladímírs Pútíns Rússlandsforseta. Sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum segir bakslags vera að vænta í gagnárásinni og að Rússar komist langt á siðleysi sem þeir leyfa sér í stríðsátökum. Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik. Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Úkraínumenn segjast hafa endurheimt um átta þúsund ferkílómetra svæði í Karkív-héraði í norðausturhluta Úkraínu - en Pútín kveðst ekkert vera að flýta sér. Hernaður Rússa á svæðinu gengi samkvæmt áætlun og þá benti hann á að Rússar hefðu hingað til ekki fullnýtt herafla sinn. Friðrik Jónsson, sérfræðingur í öryggis- og varnarmálum, segir að þrátt fyrir góðan árangur Úkraínumanna í norðri, hafi dregið úr hraða gagnsóknar þeirra og að vænta megi að sú þróun haldi áfram. Rússar séu þó í vanda einnig. „Rússar eiga greinilega í mestu vandræðum með að mæta Úkraínumönnum á vígvellinum beint. Þeir eiga við vandamál að stríða varðandi endurnýjun herafla, það er að segja á fólki og búnaði á jörðu niðri. Viðbrögð þeirra helst eru þá, eins og svo oft áður, að bregðast við með eldflaugum og sprengjuárásum. Það sem þeir eru farnir að gera, og hefur borið á áður, er að ráðast á borgaralega innviði. Sem nú eiginlega merki örvæntingar frekar en góðrar strategíu eða góðrar áætlanagerðar til að mæta sókn Úkraínumannam,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Siðleysi komi Rússum langt Hann segir þó að Rússar eigi fullt inni í stríðinu og þeir geti vel dregið það á langinn. Það sem þeir hafi umfram aðra sé að þeir leyfa sér, það sem Friðrik kallar siðleysi, í sínum stríðum. „Þeir sína ákveðna léttúð gagnvart lögum og reglum stríða. Þetta er það sem þeir hafa möguleika á að gera, að nota stærri og þyngri vopn en vandinn hjá þeim eru kannski ekki endilega vopnin. Það er að skipulagið, strategían, áætlanagerðin, framkvæmdin öll, er einhvern veginn í handaskolum. Við sjáum til dæmis að samhæfing á landher og flugher hefur verið áberandi afleit allt stríðið, að verða sjö mánuði. Þannig að þó þú teljir sprengjurnar, skriðdrekana og flugvélarnar og leggir það saman og segir hér er máttugur herafli, þá í framkvæmdinni, eins og við erum að sjá í Úkraínu, virðist vera einhver vandi í því hvernig stjórnkerfið virkar, hvernig herskipulagið virkar. Herlið þeirra hefur ekki getu til að framkvæma í samræmi við það sem tölfræðin segir okkur,“ segir Friðrik.
Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Tengdar fréttir Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33 Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50 Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Sjá meira
Selenskí kallar Rússa morðingja vegna fjöldagrafa Flestir þeirra sem grafnir hafa verið upp í fjöldagröf sem fannst nærri Izyum í Úkraínu eru óbreyttir borgarar. Minnst eitt líkanna var með bundnar hendur en Úkraínumenn hafa fundið vísbendingar um að íbúar bæjarins og aðrir hafi verið pyntaðir. 16. september 2022 15:33
Fundu fjöldagröf með fjögur hundruð líkum í Izyum Úkraínumenn hafa fundið merki um fjöldagröf í bænum Izyum í norðausturhluta landsins. Gröfina er að finna á landsvæði sem Úkraínumenn náðu nýverið aftur á sitt vald eftir innrás rússneska hersins. 16. september 2022 07:50
Selenskí í Izyum og Rússar sagðir í basli í suðri Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, heimsótti Izyum í Kharkív-hérað í morgun en hersveitir Úkraínu ráku rússneska hermenn þaðan á dögunum í vel heppnaðri gagnsókn. Forsetinn sagði eyðilegginguna mikla en hann hefði séð sambærilega eyðileggingu áður í öðrum bæjum og þorpum sem búið væri að frelsa frá Rússum. 14. september 2022 14:41