Segir að margt þurfi að breytast hjá Bayern og að stefnan sé slæm Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. september 2022 07:02 Julian Nagelsmann hefur eðlilega áhyggjur af stöðunni hjá Bayern. Roland Krivec/DeFodi Images via Getty Images Julian Nagelsmann, knattspyrnustjóri þýska stórveldisins Bayern München, var ómyrkur í máli eftir 1-0 tap liðsins gegn Augsburg í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær. Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“ Þýski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Eftir frábæra byrjun á tímabilinu þar sem Bayern vann fyrstu þrjá deildarleiki sína með markatölunni 15-1 hefur litið sem ekkert gengið hjá liðinu heima fyrir. Bayern er án sigurs í seinustu fjórum deildarleikjum þar sem liðið hefur gert þrjú jafntefli og tapað einum. Eftir sigurleikina þrjá leit út fyrir að þýska úrvalsdeildin væri jafnvel búin áður en hún byrjaði, en Bayern situr nú í fjórða sæti deildarinnar með 12 stig, þremur stigum á eftir toppliði Dortmund og gæti misst Union Berlin og Freiburg enn lengra fram úr sér ef liðin vinna í dag. Nagelsmann ræddi vandræði liðsins eftir tapið í gær og sagði þar meðal annars að mikið þurfi að breytast svo Bayern nái sama flugi og í upphafi tímabils. „Ég ætla ekki að taka einhvern einn leikmann út fyrir sviga í dag. Þessi nýja neikvæða stefna sem við erum á er ekki góð,“ sagði Nagelsmann eftir leikinn í gær. „Ég þarf að setjast niður og hugsa um þessi mál. Við sjáum svo til hvert við stefnum eftir það. Ég þarf að hugsa um allt, um sjálfan mig, stöðuna og bara allt.“ Julian Nagelsmann: "I'm not going to single out any player today. The recent negative trend is not good. A lot has to change. I'm going to think, then we'll see how things go on from here - think about everything, about myself, about the situation, everything" pic.twitter.com/zNeCWXtNZU— Bayern & Germany (@iMiaSanMia) September 17, 2022 Nagelsmann hefur einnig verið gagnrýndur fyrir að vera ekki með hreinræktaðan framherja í liðinu, en pólska markamaskínan yfirgaf félagið í sumar. Hann var einmitt spurður út í þaðl eftir leikinn, en segir það ekki skipta máli hvað hann segir um þau mál á þessari stundu. „Hvaða máli skiptir það ef ég segi já eða nei? Ef ég segi nei þá talar fólk um það að ég vilji ekki taka á vandamálinu, en ef ég segi já þá segir fólk að ég sakni Lewandowski. Við vorum með framherja í liðinu í dag í Choupo [Eric Maxim Choupo-Moting], en fyrir utan hann erum við ekki með hefðbundinn framherja.“
Þýski boltinn Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira