Shevchenko afhenti Lewandowski úkraínskt fyrirliðaband fyrir HM Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 10:01 Markamaskínurnar Sheva og Lewa sameinast í baráttunni gegn innrás Rússa í Úkraínu. Joosep Martinson/Getty Images for Laureus Robert Lewandowski, framherji og fyrirliði pólska karlalandsliðsins í fótbolta, mun bera fyrirliðaband í úkraínsku fánalitunum á komandi heimsmeistaramóti sem fer fram í Katar. Úkraínsk goðsögn afhenti honum bandið. Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira
Shevchenko er goðsögn í úkraínskum fótbolta og er á meðal allra bestu fótboltamanna í sögu þjóðarinnar. Hann átti sín bestu ár með AC Milan frá 1999 til 2006 en hann hlaut Gullboltann (Ballon d'Or) sem besti leikmaður heims árið 2004. Hann skoraði 48 mörk í 111 landsleikjum fyrir Úkraínu frá 1995 til 2012 og var landsliðsþjálfari frá 2016 þar til í fyrra. Hann afhenti Robert Lewandowski fyrirliðaband í fánalitum Úkraínu er pólska landsliðið kom saman fyrir yfirstandandi landsleikjahlé og mun Lewandowski bera bandið á HM í vetur. „Þetta er táknræn athöfn. Við þökkum Roberti og Pólverjum fyrir allt sem þið gerið fyrir okkur. Ég vil sjá Robert senda skilaboð með því að bera bandið á HM,“ er haft eftir Shevchenko í pólskum fjölmiðlum en Pólverjar hafa sýnt Úkraínu mikinn stuðning eftir innrás Rússa í landið síðasta vetur. Lewandowski talaði á svipuðum nótum: „Að bera úkraínska armbandið, líkt og ég gerði eftir að innrásin hófst, sendir skýr skilaboð, að sýna heiminum að þetta stríð er raunverulega að eiga sér stað. Íþróttamenn eiga ekki að vera feimnir við að tala um það. Ég vil þakka pólsku þjóðinni fyrir að hjálpa Úkraínu,“. Pólland er í C-riðli heimsmeistaramótsins ásamt Argentínu, Mexíkó og Sádi-Arabíu. Liðið hefur leik gegn Mexíkó þann 22. nóvember.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Pólland HM 2022 í Katar Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Fleiri fréttir Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Sjá meira