Drep-fyndin kynferðisleg áreitni Sveinn Waage skrifar 23. september 2022 08:01 Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Sveinn Waage Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Að gefnu tilefni. Eins dásamlegur og Húmorinn er í lífinu er hann einnig ótrúlega öflugt tól til varnar áreitni, áföllum og sjokki. Þetta styðja ítrekaðar rannsóknir og dæmi. Við setjum fyrir okkur „Húmor-skjöld“ eins og Kapteinn Ameríka í Marvel-myndunum, þegar hætta steðjar að. Sótsvartur húmor getur virkað sem súrefni á kæfandi skurðstofunni og margir hermenn og aðrir undir ómanneskjulegu álagi hafs lýst því hvernig húmorinn var síðasta hálmstráið til að halda sönsum. Til að lifa hreinlega af. Kraftur og virkni húmors er líklega hvergi eins velkomin og í þeim hræðilegu aðstæðum og hjá langveiku fólki þar sem vísindin hafa sýnt okkur mátt og megin Húmors í bata. En húmorinn metur ekki erfiðar eða hættulegar aðstæður áður en hann mætir á svæðið. Hann velur ekki úr. Við upplifum sjokk, sorg, hættu, hræðslu… Húmornum er sama. Hann birtist bara og stundum ekki þegar þörfin kallar. Sérlega vandaður og góður maður sem ég þekki , vinnur í sálgæslu. Hann er þessi ofur-manneskja sem sest niður með fólki sem reynir að komast í gegnum verstu aðstæður á heimilum landsins; svik, ofbeldi, misnotkun… Ég mun aldrei gleyma því hvernig hann lýsti því að, ef að glitti aðeins í húmor á milli aðila í viðtalsmeðferðinni, jafnvel ekki fyrr enn á 4-5 viðtali þá hugsanlega átti þetta fólk VON á lausn og bata. Annars var það ekki eins líklegt. Hérna er talað af reynslu. Dýrmætri reynslu. Húmorinn getur því hjálpað í erfiðum aðstæðum en við þekkjum kannski betur, ef að betur er gáð, hvernig hann sprettur fram þegar við lendum skyndilega í vondum aðstæðum. Þegar við lendum í áreitni sem kemur okkur í opna skjöldu. Þegar við lendum í kynferðislegu áreiti, dónaskap, ofbeldi. “Nei bíddu nei nei nei hvað ertu að gera!?“ segir konan hlægjandi með hjartað í buxunum. „Ha ha ha þú ert nú algjör!?”, segir annar sem er stórlega misboðið yfir orðum eða hegðun gagnvart sér. Það eru því líklega versta möguleika afsökun og/eða réttlæting á léttvægi áreitis og ofbeldi að þolandinn hafi brosað eða hlegið. „Já það var bara gert grín að öllu samanׅ“ – „Svo hlógum við að þessu” – „Allir sáu að þetta var bara grín” (því sumt fólk hló). Fólk grípur í Húmor-skjöldinn til að verja sig, EKKI til að samþykkja nokkurn skapaðan hlut. Höfundur og flytjandi fyrirlestursins „Húmor Virkar” sem var upphaflega námskeið í HR.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun