Horfðist í augu við eigin fordóma um Veru við gerð myndarinnar Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. september 2022 15:49 Rainer Frimmel, Vera Gemma og Tizza Covi. Getty/Stefania D'Alessandro Tizza Covi og Rainer Frimmel verða viðstödd sýningunni á Veru á RIFF í næstu viku. Eins og fram hefur komið hér á Vísi er verðlaunamyndin Vera opnunarmynd hátíðarinnar í ár. Leikstjóraparið hefur unnið saman að kvikmyndaframleiðslu frá árinu 1996 og stofnuðu saman Vento Film fyrirtækið árið 2002. Þau eiga að baki fjölda verðlaunaðra heimildarmynda og kvikmynda í fullri lengd og það á einnig við um nýju myndina þeirra Veru. Myndin hlaut tvenn verðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau Tizza og Rainer heimsækja Ísland, þau hafa tvisvar áður komið á RIFF og eru löngu orðin hluti af RIFF-fjölskyldunni. Vera fjallar um Veru Gemma sem leikur sjálfa sig í myndinni og var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína. Hún hefur sérstakt útlit eftir fjölmargar lýtaaðgerðir. Það er einmitt útlit hennar sem er kveikjan að hugmyndinni um að gera mynd um Veru Gemma, dóttur hins gullfallega Giuliano Gemma, eins þekktasta spagettívestraleikara allra tíma. Vera Gemma með verðlaunastyttu sína í Feneyjum.Getty/y Elisabetta A. Villa Leitin að sannleikanum Tizza segist hafa verið full fordóma gagnvart Veru þegar hún hitti hana í fyrsta skipti. „En þegar ég kynntist henni betur skipti ég algerlega um skoðun og furðaði mig á því að ég skyldi hafa dæmt hana svona hart. Í því liggur hugmyndin að myndinni, að láta áhorfendur falla í sömu gildru og ég gerði og sannfæra þá svo um að þeirra fyrstu viðbrögð væru fordómar.“ Það er erfitt að átta sig á því hvort myndin Vera sé sönn saga eða skáldskapur. Reiner segir að þau leiti alltaf einhvers sannleika og að kvikmyndagerð sé kjörin leið til að tjá þessa sannleiksleit. „Þar sem Tizza skrifar handritin fyrir söguhetjurnar gerir það okkur kleift að taka mikið af persónulegri sögu þeirra inn, sem aftur gerir leikarana og leikkonurnar svo ekta og sanna. Þeir gegna sínu hlutverki og hreyfa sig í skálduðu umhverfi. Kvikmyndapersónan Vera er innblásin og leikin af Veru Gemma, en á endanum er hún skálduð persóna. Í verkum okkar blandast raunveruleiki og skáldskapur alltaf svo mikið saman að á endanum vitum við ekki lengur sjálf hvað er satt og hvað við höfum fundið upp,” segir Rainer. Rainer Frimmel og Tizza Covi.Getty/Stefania D'Alessandro Sjálfsprottinn húmor Þegar titilpersóna leikur sjálfa sig í mynd kemur ósjálfrátt upp sú hugsun hvort ekki sé erfitt að leikstýra einhverjum til að leika sjálfan sig? Tizza segir að munurinn á því að manneskja leiki sjálfa sig eða eitthvað annað hlutverk sé að leikararnir viti í raun hvernig þau eigi að hreyfa sig og haga sér og hvað hlutverkið snýst um því þau sæki það í raunveruleikann. „Þetta hjálpar mikið þegar kemur að spuna. Þá geta leikararnir svo auðveldlega samsamað sig hlutverki sínu. Það þýðir líka að við krefjumst mikils af þeim. Þeir geta ekki falið sig á bak við persónu heldur verða að vera sannir sjálfum sér,“ segir Tizza. Með því að taka upp í réttri tímaröð sé leikurunum gert auðveldara með að setja sig inn í söguna. Myndin fjallar um afleiðingar óraunhæfra fegurðarviðmiða, frændhyggli og erfiðleika Veru við að þróa sjálfsmynd sína og líf óháð frægu foreldri. Þrátt fyrir það er myndin alls ekki þung og erfið heldur þvert á móti má finna glaðlegt andrúm. Rimmel segir að sá hæfileiki Veru, að geta gert grín að því undarlega sem kemur fyrir hana, án þess að missa depurð sína og einlægni, sé einstakur. Húmor hennar sé hluti af samspili spuna og handrits en það er hinn sjálfsprottni húmor Veru sem virki best. RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vera opnar RIFF í ár Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum. 13. september 2022 10:44 Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08 The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Leikstjóraparið hefur unnið saman að kvikmyndaframleiðslu frá árinu 1996 og stofnuðu saman Vento Film fyrirtækið árið 2002. Þau eiga að baki fjölda verðlaunaðra heimildarmynda og kvikmynda í fullri lengd og það á einnig við um nýju myndina þeirra Veru. Myndin hlaut tvenn verðlaun á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þau Tizza og Rainer heimsækja Ísland, þau hafa tvisvar áður komið á RIFF og eru löngu orðin hluti af RIFF-fjölskyldunni. Vera fjallar um Veru Gemma sem leikur sjálfa sig í myndinni og var verðlaunuð fyrir frammistöðu sína. Hún hefur sérstakt útlit eftir fjölmargar lýtaaðgerðir. Það er einmitt útlit hennar sem er kveikjan að hugmyndinni um að gera mynd um Veru Gemma, dóttur hins gullfallega Giuliano Gemma, eins þekktasta spagettívestraleikara allra tíma. Vera Gemma með verðlaunastyttu sína í Feneyjum.Getty/y Elisabetta A. Villa Leitin að sannleikanum Tizza segist hafa verið full fordóma gagnvart Veru þegar hún hitti hana í fyrsta skipti. „En þegar ég kynntist henni betur skipti ég algerlega um skoðun og furðaði mig á því að ég skyldi hafa dæmt hana svona hart. Í því liggur hugmyndin að myndinni, að láta áhorfendur falla í sömu gildru og ég gerði og sannfæra þá svo um að þeirra fyrstu viðbrögð væru fordómar.“ Það er erfitt að átta sig á því hvort myndin Vera sé sönn saga eða skáldskapur. Reiner segir að þau leiti alltaf einhvers sannleika og að kvikmyndagerð sé kjörin leið til að tjá þessa sannleiksleit. „Þar sem Tizza skrifar handritin fyrir söguhetjurnar gerir það okkur kleift að taka mikið af persónulegri sögu þeirra inn, sem aftur gerir leikarana og leikkonurnar svo ekta og sanna. Þeir gegna sínu hlutverki og hreyfa sig í skálduðu umhverfi. Kvikmyndapersónan Vera er innblásin og leikin af Veru Gemma, en á endanum er hún skálduð persóna. Í verkum okkar blandast raunveruleiki og skáldskapur alltaf svo mikið saman að á endanum vitum við ekki lengur sjálf hvað er satt og hvað við höfum fundið upp,” segir Rainer. Rainer Frimmel og Tizza Covi.Getty/Stefania D'Alessandro Sjálfsprottinn húmor Þegar titilpersóna leikur sjálfa sig í mynd kemur ósjálfrátt upp sú hugsun hvort ekki sé erfitt að leikstýra einhverjum til að leika sjálfan sig? Tizza segir að munurinn á því að manneskja leiki sjálfa sig eða eitthvað annað hlutverk sé að leikararnir viti í raun hvernig þau eigi að hreyfa sig og haga sér og hvað hlutverkið snýst um því þau sæki það í raunveruleikann. „Þetta hjálpar mikið þegar kemur að spuna. Þá geta leikararnir svo auðveldlega samsamað sig hlutverki sínu. Það þýðir líka að við krefjumst mikils af þeim. Þeir geta ekki falið sig á bak við persónu heldur verða að vera sannir sjálfum sér,“ segir Tizza. Með því að taka upp í réttri tímaröð sé leikurunum gert auðveldara með að setja sig inn í söguna. Myndin fjallar um afleiðingar óraunhæfra fegurðarviðmiða, frændhyggli og erfiðleika Veru við að þróa sjálfsmynd sína og líf óháð frægu foreldri. Þrátt fyrir það er myndin alls ekki þung og erfið heldur þvert á móti má finna glaðlegt andrúm. Rimmel segir að sá hæfileiki Veru, að geta gert grín að því undarlega sem kemur fyrir hana, án þess að missa depurð sína og einlægni, sé einstakur. Húmor hennar sé hluti af samspili spuna og handrits en það er hinn sjálfsprottni húmor Veru sem virki best.
RIFF Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Vera opnar RIFF í ár Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum. 13. september 2022 10:44 Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08 The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Húðrútína Birtu Abiba Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Lífið Barry Keoghan leikur Bítil Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Vera opnar RIFF í ár Verðlaunamyndin Vera er opnunarmynd RIFF í ár. Vera Gemma leikur sjálfa sig í titilhlutverki myndarinnar en hún hlaut um helgina verðlaun sem besta leikkonan á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum, elstu kvikmyndahátíð í heiminum. 13. september 2022 10:44
Hin spænska Rossy de Palma heiðursgestur RIFF í ár Nú hefur verið tilkynnt að hin skrautlega Rossy de Palma er heiðursgestur RIFF í ár og hátíðin beinir sérstöku kastljósi að spænskri kvikmyndagerð. RIFF fer fram 29. september til 9. október. 17. ágúst 2022 14:08
The Truman Show sýnd í Sundhöllinni Sundbíóið í gömlu innilauginni í Sundhöll Reykjavíkur hefur sannarlega unnið sér fastan sess sem einn af vinsælustu sérviðburðum RIFF. Í ár hefur verið ákveðið að sýna kvikmyndina The Truman Show á hátíðinni. 19. ágúst 2022 10:30