Trampólínin á leiðinni inn og vetrardekkin á leið undir björgunarsveitarjeppana Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. september 2022 19:59 Björgunarsveitir eru í startholunum fyrir morgundaginn. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Austurlandi eru byrjaðir á að undirbúa sig undir ofsaveður sem von er á á morgun. Trampólínum í görðum hefur snarfækkað í dag, að minnsta kosti í Neskaupstað. Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“ Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
Veðurviðvaranir eru í gildi fyrir allt landið næsta sólarhringinn. Búist er að versta veðrið verði á Austfjörðum, þar sem hin sjaldgæfa rauða veðurviðvörun er í gildi frá hádegi á morgun fram á kvöld. Eins og kom fram á Vísi fyrr í kvöld má búast við að meðalvindur á sunnanverðum Austfjörðum verði allt að 33 metrar á sekúndu. Vindhraði í hviðum getur orðið töluvert meiri. Miklar líkur eru taldar á foktjóni, grjótfoki og tjóni á lausamunum Björgunarsveitir standa að venju vaktina og á Austurlandi er undirbúningurinn þegar hafinn. „Sveitir hafa verið að skella jeppunum á vetrardekk og huga að óveðursbúnaði, hefðbundnum. Það sem menn hafa áhyggjur hérna niðri á fjörðum er foktjón. Það sem maður er að vona að menn meðtaki þessar spár og komi trampólínum og garðhúsgögnum í skjól,“ segir Sveinn Halldór Oddsson Zoëga, formaður svæðisstjórnar björgunarsveita á Austurlandi, í samtali við Vísi. Sú svæðisstjórn vaktar svæðið frá Djúpavogi að Vopnafirði. Von er á norðan eða norðaustanátt, sem Austfirðingar þekkja að getur verið skæð. „Já, þetta er slæm átt á einverjum stöðum að minnsta kosti. Það verður oft byljótt og þá er fjandinn laus,“ segir Sveinn Halldór. Flestir líklega ennþá á sumardekkjum Sem fyrr segir er rauð viðvörun í gildi fyrir Austfirði. Viðvörunin er appelsínugul fyrir Austurland að Glettingi sem og Norðurland eysta. Þar hafa menn áhyggjur af því að það muni snjóa á fjallvegum. „Það eru vissar áhyggjur að þetta gæti verið erfitt á fjöllunum, Möðrudalsöræfum og eins útlit fyrir að það verði lokað yfir Fagradalinn og yfir Fjarðarheiði og mögulega norður úr, yfir Möðrudalsöræfin,“ segir Sveinn sem bendir á að flestir séu ennþá á sumardekkjum, enda er þessi fyrsta haustlægð haustsins óvenju snemma á ferðinni. Íbúar og ferðalangar á svæðunum sem talið er að veðrið verði hvað verst eru hvattir til að vera lítið á ferðinni á morgun. Trampólin og aðrir lausamunir eiga að vera á góðum stað. Svona er staðan í veðurviðvörunardeildinni á morgun.Veðurstofan „Það er lykilatriði. Svo er auðvitað bara eins og vanalega, byggingarsvæðin og lausamunir úti við.“ Sveinn, sem búsettur er í Neskaupstað, segist hafa tekið eftir því í dag að Norðfirðingar hafi byrjað að undirbúa sig undir hvellinn. „Jájá, það hefur snarfækkað trampólinum í görðum finnst mér. Svo eru menn að koma þeim ferðahýsum sem enn eru utandyra í var. Menn virðast nú hafa, einhverjir, meðtekið skilaboðin. Menn þekkja þessi veður hér og vita hvað þau geta verið skæð.“
Veður Samgöngur Björgunarsveitir Fjarðabyggð Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir „Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12 Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Sjá meira
„Með því ljótara sem maður sér“ Búast má við ofsaveðri á Austfjörðum á morgun. Líklegt er að ekkert ferðaveður verði á stórum hluta landsins vegna lægðar sem mun draga heimskautaloft yfir landið. Viðbragsaðilar víða um land eru á tánum vegna veðurspárinnar. Íslendingar eru beðnir um að koma skilaboðum um veðrið á morgun til erlendra ferðamanna hér á landi. 24. september 2022 18:12
Óvissu- og hættustig almannavarna virkjuð vegna veðurs Rauð viðvörun hefur verið gefin út fyrir Austfirði. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Suðausturlandi. Gul viðvörun á við höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland að Glettingi og miðhálendi. 24. september 2022 16:27