Segir lítið gert í „áratugalangri plágu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. september 2022 10:21 Varaformaður umhverfis og skipulagsráðs borgarinnar telur fólk veigra sér við að kaupa rafmagnshjól af ótta við að þeim verði stolið. Lögregla verði að taka málin fastari tökum - þó það væri ekki nema til að leggja baráttunni við loftslagsvandann lið. Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar. Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira
Stuldur á hjóli leikarans Gísla Arnar Garðarssonar fyrir utan Borgarleikhúsið vakti mikla athygli í nýliðinni viku. Slípirokki beitt á lás af dýrustu gerð í fjölmenni, eins og sýnt var í kvöldfréttum Stöðvar 2. Og sambærileg dæmi eru auðvitað mýmörg eins og þekkt er, rafmagns- jafnt sem hefðbundin hjól tekin ófrjálsri hendi. Viðvarandi, áratugalangur vandi. Pawel Bartoszek varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar kallar eftir því að vandinn verði tæklaður á hærra plani en nú er gert. „Hingað til hefur verið litið á þetta fyrst og fremst sem eignatjón. En þau sem lenda í því að hjólinu er stolið vita að bæði tilfinningatjónið og skerðing á ferðafrelsinu er töluvert meiri en svo. Og ég held að þetta hafi þau áhrif að fólk veigri sér við því að kaupa sér dýrari rafmagnshjól sem eru alveg frábær bylting og við þurfum að ýta við. Þannig að ef við ætlum að ná til dæmis árangri í umhverfis- og loftslagsmálum þá er ekkert smámál að koma þessum hlutum í lag,“ segir Pawel. Pawel Bartoszek, varaformaður umhverfis- og skipulagsráðs.Vísir/Egill Leggur til samræmda skráningu Bílafólk lifi ekki í stöðugum ótta um að fararskjótinn verði horfinn í lok dags. Það eigi hjólafólk ekki heldur að gera. Og ýmislegt megi gera til að greiða úr þessu misræmi, segir Pawel. „Til dæmis að hafa einhvers konar samræmda skráningu á nýjum hjólum sem öll nýskráð hjól myndu fara í gegnum, þannig að lögregla myndi til dæmis eiga auðveldara með að finna rétta eigendur hjóla. Við vitum það að það eru mörg hjól sem finna ekki eigendur jafnvel þótt þau rati til lögreglunnar.“ Þegar fararmátar eins og rafskútur séu hins vegar annars vegar gangi hlutirnir hratt fyrir sig - boðum og bönnum komið á innan fárra ára. „En þegar kemur að þessu vandamáli, hjólreiðaþjófnaði, sem hefur verið plága í marga áratugi, þar hefur lítið gerst,“ segir Pawel. Frá stuldi hjóls Gísla Arnar.
Samgöngur Hjólreiðar Skipulag Loftslagsmál Lögreglumál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Sjá meira