Segir hundinn ekki hafa ráðist á neinn Bjarki Sigurðsson skrifar 27. september 2022 21:31 Katarzyna segir hundinn af ljúfan. Vísir/Vilhelm Eigandi hundsins á Akureyri sem fjallað var um á Vísi í gær segir hann ekki hafa bitið neinn heldur einungis hlaupið í átt að stúlku með annan hund í bandi. Hundurinn sé aldrei skilinn einn eftir úti. Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna. Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Í gær var fjallað um hund á Akureyri sem sagður var hafa glefsað í unga stelpu. Nágranni eiganda hundsins sagði hundinn vera bundinn úti í garði heilu og hálfu dagana einn og yfirgefinn. „Hann hefur verið að gera okkur lífið mjög leitt. Svo best sem ég veit hefur þetta ekki orðið svona slæmt áður - að hann hafi ráðist að börnum - en hann er mjög árásargjarn á aðra hunda og geltir hérna daginn út og daginn inn,“ sagði Halldóra Kr. Larsen, nágranni eigandans, í samtali við fréttastofu. Eigandi hundsins ræddi við fréttastofu fyrr í kvöld og segist hafa átt hundinn í þrjú ár. Aldrei hafi verið neitt vesen fyrr en í maí á þessu ári þegar Halldóra og kærasti hennar fóru að kvarta yfir hundinum. „Það var skrifað til Akureyrarbæjar og sagðar sögur. MAST kom og athugaði hver staðan væri á hundinum og þeir sögðu að það væri allt í fína lagi. Hundurinn var aldrei einn úti, það var alltaf einhver heima og hurðin opin. Hann var bara úti. Hann var aldrei einn skilinn eftir,“ segir Katarzyna Anna Jablonska, eigandi hundsins, í samtali við fréttastofu. Til að sýna fram á að hundurinn væri ekki neinum til ama safnaði Katarzyna undirskriftum íbúa fjölbýlishússins sem hún býr í. Allir íbúar hússins skrifuðu undir blaðið, nema Halldóra, kærasti hennar og ein önnur kona. „Hundurinn æsir sig stundum við aðra hunda, alls ekki alla samt. Hleypur að þeim og geltir en bítur hvorki einn né neinn. Það eru alltaf fullt af börnum í garðinum og stundum koma krakkarnir og vilja fá að fara að labba með hundinn. Hún bítur aldrei og er ekkert árásargjörn. Þegar lögreglan kom og spurði hvað kom nákvæmlega fyrir þá vissi ég ekkert og var í áfalli,“ segir Katarzyna. Vissi ekkert þegar bankað var á hurðina Hún segir hundinn hafa hlaupið að stelpu sem var með annan hund í bandi og vill meina að hundurinn hafi aldrei gert neitt við stelpuna. „Fyrst þegar kærasti Halldóru kom og bankaði hjá henni öskraði hann á hana. Ég varð hrædd og hann spurði hvers vegna hundurinn væri enn þá hérna. Þá kom Halldóra og sagði að hundurinn væri að bíta. Þau sjálf höfðu ekki séð atvikið og ekki ég heldur,“ segir Katarzyna. Hún hefði viljað að Halldóra hefði komið til hennar og rætt við hana í staðinn fyrir að byrja á því að fara með málið til bæjaryfirvalda og MAST. „Þetta kemur út eins og að hundurinn sé eitthvað skrímsli en fólkið í blokkinni veit að þessi hundur æsir sig ekki. Hann er frekar lítill í sér og myndi aldrei ráðast á börnin,“ segir Katarzyna.
Hundar Dýr Gæludýr Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira