Í kjölfar #metoo Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 29. september 2022 10:30 Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir MeToo Kynferðisofbeldi Vinstri græn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist á síðustu árum í málefnum tengdum kynferðislegu og kynbundu ofbeldi. Umræðan hefur opnast til muna, ekki hvað síst í tengslum við #metoo byltinguna og hefur aukist jafnt á opinberum sem öðrum vettvangi. Það hefur einnig leitt til þess að fleiri leita sér aðstoðar en áður, sem er mjög jákvæð þróun Vitað er að þær samfélagslegu aðstæður sem skapast í stríði, hamförum eða efnahagsþrengingum auka á tíðni kynbundins ofbeldis. Þá skapast líka þær aðstæður að aðgengi að heilbrigðiskerfi og ýmiss konar nauðsynlegri þjónustu skerðist. Íslensk stjórnvöld brugðust hratt og vel við þegar kórónuveirufaraldur geisaði hér og í nýútkominni skýrslu UN Women og Þróunarsamvinnustofnunar Sameinuðu Þjóðanna um viðbragðsáætlanir ríkja heimsins við COVID-19 faraldrinum er sérstaklega fjallað um hversu vel til tókst með úrræði íslenskra stjórnvalda fyrir þolendur kynbundins ofbeldis. Meðal aðgerða sem ráðist var í var að auka fjármagn til frjálsra félagasamtaka og stofnana sem halda úti þjónustu fyrir þolendur kynferðisofbeldis. Ný rannsókn Háskóla Íslands á kynferðislegri áreitni í garð kvenna sem er einstök á heimsvísu sýnir að 30 prósent kvenna hafa upplifað kynferðislegt ofbeldi eða áreiti á vinnustað sínum. Af þeim voru konur í störfum fyrir hið opinbera, hinsegin konur og konur í vaktavinnu líklegastar til að verða fyrir ofbeldi eða áreiti. Í nýútkominni skýrslu lögreglu um fjölda kynferðisbrota á fyrstu sex mánuðum ársins kemur fram að nauðgunum hafi fjölgað um 28 prósent frá því á síðasta ári. Þó svo að stjórnvöld séu meðvituð um að sofna ekki á verðinum í þessum málaflokki og leggja sig fram svo eftir er tekið, er ljóst að betur má ef duga skal. Þetta eru algerlega óviðundandi niðurstöður. Ég ætla að leyfa mér að vona að skýringin á þessari aukningu sé að vegna umræðu og aðgerða stjórnvalda leiti fleiri til lögreglu og kæri nauðganir og önnur kynferðisbrot – en ekki að brotunum sé að fjölga. Þegar öllu er á botninn hvolft er eina leiðin til að uppræta kynferðislegt ofbeldi og áreitni að ofbeldismenn breyti hegðun sinni. Það hljótum við öll að vera sammála um. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun