Nemendur Laugarnesskóla hafa veikst vegna myglu Árni Sæberg skrifar 29. september 2022 12:07 Húsnæði Laugarnesskóla er komið til ára sinna og er farið að bera þess merki. Reykjavíkurborg Lekaskemmda hefur orðið vart í húsnæði Laugarnesskóla með tilheyrandi myglu. Ráðist var í heildarúttekt á skólanum eftir að nemendur og starfsfólk kenndu sér meins vegna myglunnar. Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum. Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Sigríður Heiða Bragadóttir, skólastjóri Laugarnesskóla, greindi foreldrum barna í skólanum frá því við skólasetningu í haust að ráðist yrði í úttekt á skólahúsnæðinu vegna gruns um að lekaskemmdir væru á skólanum. Rétt í þessu sendi hún foreldrum tölvupóst þar sem segir að úttektin hafi leitt í ljós viðamiklar lekaskemmdir. Skemmdir hafi fundist í þremur skólastofum, sem búið er að rýma, og á skrifstofum, í kaffistofum starfsmanna, á bókasafninu og í hluta heimilisfræðistofunnar. Í samtali við Vísi segir Sigríður Heiða að öllum nemendum hafi þegar verið fundnar nýjar kennslustofur innan skólans, sem sé mjög heppilegt þar sem skólinn sé gjörsamlega sprunginn nú þegar. Langt í að ráðist verði í mikilvægar framkvæmdir Í tölvupóstinum til foreldra segir Sigríður Heiða að framkvæmdir séu þegar hafnar en að stærri framkvæmdir á borð við gluggaskipti þurfi að bíða til vors. Í samtali við Vísi segir hún að ástæða biðarinnar sé sú að ekki sé búið að bjóða verkið út og eftir það þurfi svo að panta rúðurnar. Það taki fleiri mánuði. Sigríður Heiða segir að lengi hafi staðið til að laga glugga skólans. Ráðist hafi verið í miklar endurbætur á húsnæðinu árið 2017, sem hafi verið vel unnar, en ekki skipt um glugga þá. Hvers vegna ekki getur hún ekki sagt til um og vísar á eignasvið Reykjavíkurborgar hvað það varðar. Foreldrar hvattir til að tilkynna veikindi Sem áður segir var ráðist í úttekt á húsnæði Laugarnesskóla eftir að nemendur og starfsfólk fór að sýna einkenni vegna myglu. „Ég vil ítreka við ykkur foreldra að láta okkur vita ef þið teljið að börn ykkar sýni einkenni sem má rekja til lekaskemmda og þá látum við skoða þau rými betur,“ segir í lok tölvupósts Sigríðar Heiðu til foreldra nemenda í skólanum.
Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Mygla Deilur um skólahald í Laugardal Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira