Árni Þórður útskrifaður af spítala Árni Sæberg skrifar 1. október 2022 08:12 Þeir feðgar hafa ærið tilefni til að fagna í dag, líkt og þeir höfðu við undirritun skjala þegar Árni Þórður keypti sína fyrstu íbúð. Aðsend Árni Þórður Sigurðsson, sonur Sigga storms, er útskrifaður af spítala eftir að hafa legið inni í tæpa tíu mánuði vegna alvarlegrar líffærabilunar. Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira
Sigurður Þ. Ragnarsson, eða Siggi stormur eins og hann er ávallt kallaður, hefur um nokkurra mánaða skeið haldið vinum, vandamönnum og raunar þjóðinni allri vel upplýstum um baráttu sonar síns Árna Þórðar við alvarleg veikindi. Á tímabili var Árna Þórði vart hugað líf en í Fréttablaði dagsins er greint frá þeim gleðitíðindum að Árni Þórður sé nú laus af sjúkrahúsi. Á jóladag í fyrra birti Siggi stormur stuttan pistil á Facebooksíðu sinni þar sem greindi frá því að Árna Þórði hefði verið haldið sofandi í öndunarvél í tæplega viku. Hann sagði jólin það árið ekki vera þeim hjónunum Hólmfríði Þórisdóttur hátíð ljóss, friðar og gleði líkt og þau eiga til að vera. „Ef þið sjáið ykkur fært, viljið og getið sent honum hugheilar bænir um bata, bata handa syni mínum, þá væri ég ykkur óendanlega þakklátur. Það er styrkur að eiga góða vini. Nú þarf ég á ykkur að halda,“ sagði Siggi. Svo virðist sem bataóskir til handa Árna Þórði hafi borið tilætlaðan árangur enda fékk hann á fimmtudag læknabréf þar sem hann var útskrifaður af spítala. Í samtali við Fréttablaðið segir Siggi að fyrir fjölskyldunni sé bati Árna Þórðar hálfgert kraftaverk. Hann segir að á tímabili hafi ekki öllum litist á blikuna. Mun aldrei geta þakkað þeim sem sýndu stuðning Sem áður segir leyfði Siggi stormur fólki að fylgjast með baráttu Árna Þórðar á samfélagsmiðlum. Það segir hann hafa verið sína leið til að takast á við áfallið sem fylgir alvarlegum veikindum sonar. „Ég get aldrei þakkað þeim sem með einum eða öðrum hætti sýndu styrk og góðan hug. Þegar svona kemur upp þá er maður svo aleinn í eyðimörkinni, maður er alveg hjálparlaus því maður kann auðvitað ekkert í læknisfræðum. Getur ekkert gert og þarf að treysta á Guð og lukkuna, góða lækna og hjúkrunarfólk,“ hefur Fréttablaðið eftir honum. Fékk dagsleyfi á þrítugsafmælinu Síðustu fréttirnar sem Siggi flutti af veikindum Árna Þórðar voru gleðifréttir. Í síðustu viku varð hann nefnilega þrítugur og fékk dagsleyfi af spítalanum til þess að verja afmælisdeginum í faðmi fjölskyldunnar. „Árni sér væntanlega fyrir endann á lífsógnandi sjúkdómi í næstu viku. Hann hafði óskað sér að vera laus við spítalann á afmælisdaginn sinn - en þetta er allt að koma,“ sagði Siggi á Facebook við tilefnið og reyndist sannspár.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fleiri fréttir Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Sjá meira