Andri Snær: Frábær reynsla fyrir ungu stelpurnar 8. október 2022 22:33 Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs. Vísir/Hulda Margrét Andri Snær Stefánsson, þjálfari KA/Þórs, er ánægður með að lið hans hafi tekið þátt í Evrópubikar kvenna þrátt fyrir 11 marka tap gegn makedónsku meisturunum í Gjorche Petrov í KA-heimilinu í kvöld. Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu. KA Þór Akureyri Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira
Liðin gerðu 20-20 jafntefli í gærkvöldi þannig að sveiflan er mikil á milli þessara tveggja leikja. Hver er munurinn á frammistöðunni á milli leikja? „Við vorum arfarslakar sóknarlega of lengi í þessum leik. Í fyrri leiknum tókum við kafla þar sem við vorum slakar en þetta var bara alls ekki gott, sérstaklega í fyrri hálfleik, þar sem við vorum með of marga glataða bolta og í raun og veru var þetta ekki alveg boðlegt oft á tíðum ef ég á að vera hreinskilinn en það er fyrst og fremst munurinn; það er of langur kafli þar sem sóknin var í tómu basli.” Þrátt fyrir stórt tap fengu margar ungar stelpur tækifæri á stóru sviði og Andri er mjög ánægður með það. „Það er ástæðan fyrir því að við ákváðum að fara í þetta verkefni, til að láta ungu leikmennina spila og við getum alveg séð það að þetta er frábær reynsla og ég var ánægður með það hvernig ungir leikmenn komu inn af bekknum og síðustu 20 mínúturnar voru mun betri sóknarlega þar sem þær sýndu allavega áræðni að fara á markið og ég er handviss um að það hafi verið hárrétt ákvörður að taka þátt í þessu. Þetta er flott lið sem við vorum að spila á móti og stelpurnar ungu fá mikið út úr því að spila á móti þessu liði. Þær eru í góðu formi makedónsku stelpurnar og hraðar og við bara lærum af þessu.” Hrafnhildur Irma Jónsdóttir og Anna Þyrí Halldórsdóttir voru báðar fluttar á sjúkrahús í gærkvöldi vegna meiðsla sem þær hlutu í fyrri leiknum. Þá er Rut Jónsdóttir frá vegna meiðsla. Andri Snær fór aðeins yfir stöðuna á þessum leikmönnum. „Hrafnhildur Irma er því miður handleggsbrotin og verður lengi frá, þarf í aðgerð. Anna Þyrí er frekar illa tjónuð eftir gærdaginn en það kemur í ljós í hversu langan tíma það verður en við vonumst eftir Rut í næsta leik, hún er að skríða saman, auðvitað munar um þessa leikmenn. Ég er samt rosalega ánægður með það að þessi leikmannahópur gafst aldrei upp í þessu einvígi og við erum að búa til nýtt lið má segja og það tekur tíma en með þessari elju og þessari baráttu munum við áfram bæta okkur,” sagði hann að endingu.
KA Þór Akureyri Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Sjá meira