Keppa um heimsmeistaratitil í beinni útsendingu úr Elliðaárdal Tinni Sveinsson skrifar 10. október 2022 17:01 Mari Jaersk og aðrir íslenskir keppendur hittust til að taka æfingahlaup í brautinni í Elliðaárdal á dögunum. Gummi St. Næstu helgi keppa fimmtán ofurhlauparar fyrir Íslands hönd í bakgarðshlaupi í Elliðaárdal. Ræst verður á sama tíma í þrjátíu og sjö löndum og hlaupið hring eftir hring þar til aðeins einn hlaupari stendur eftir. Hlaupið verður í beinni útsendingu hér á Vísi. Hlaupið út um allan heim Bakgarðhlaupin hafa vakið mikla athygli hér á landi en nokkur mót hafa verið haldin síðustu misseri. Með þeim vann Ísland sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti landsliða í greininni sem fram fer um næstu helgi. Hlaupið verður samtímis í 37 löndum víða um heim. Vísir verður með beina útsendingu á meðan á keppni stendur. Útsendingin hefst klukkan ellefu á laugardag, klukkutíma áður en hlaupararnir eru ræstir af stað, og stendur allt þar til síðasti Íslendingurinn hefur lokið keppni. Búast má við því að það verði á mánudagsmorgun. Hægt verður að horfa á útsendinguna hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísi. Alls taka 555 af bestu ofurhlaupurum heimsins þátt, 15 í hverju landsliði. Hvert lið hleypur í sínu eigin landi og hefja öll lið keppni á nákvæmlega sama tíma. Þannig að á meðan íslensku keppendurnir hlaupa af stað á hádegi á laugardag fara þeir nýsjálensku af stað þegar klukkan er eitt eftir miðnætti í Nýja-Sjálandi, á sama tíma. Mikill spenningur fyrir Íslandi Fimmtán bestu íslensku hlaupararnir tryggðu sér sæti í landsliðinu út frá árangri í bakgarðshlaupunum sem haldin hafa verið hérlendis. Elísabet Margeirsdóttir er liðsstjóri Íslendinga á mótinu.Vísir/Sigurjón „Við getum ekki beðið eftir helginni og vonum að sem flestir hvetji okkar fólk í íslenska liðinu áfram. Liðið er gríðarlega sterkt og undirbúningur hefur gengið vel,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, liðsstjóri íslenska liðsins. Hún hefur haft veg og vanda af skipulagningu mótsins og er í stöðugu sambandi við skipuleggjendur ytra. „Þau eru ótrúlega spennt fyrir því að fá Ísland í keppnina og við erum í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Til að mynda eru þau eru með stóra útsendingu á YouTube á meðan keppninni stendur þar sem hvert land fyrir sig verður í fókus. Þar var lögð sérstök áhersla á að hafa íslensku umfjöllunina eina af þeim fyrstu þegar keppni hefst.“ Falleg braut í Elliðaárdal Keppnisstaðurinn á Íslandi verður í Elliðaárdal og fer hlaupabrautin um góða stíga dalsins. Eins og sést á myndbandinu í spilaranum hér að neðan er brautin falleg. Klippa: Svona er brautin í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal Svona virkar keppnin Hlaupinn verður 6,7 kílómetra hringur á hverjum klukkutíma í hverju landi. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega áður en sá næsti hefst. Markmið liðsins er að ná sem flestum samanlögðum fjölda hringja á meðan keppnin er enn í gangi. Númer hvers keppanda fer eftir árangri og munu þau einnig keppast um að sigra sinn númeraflokk. Þegar aðeins einn keppandi í íslenska liðinu er eftir og hefur lokið einum hring einn (sigurvegarinn) þá lýkur keppninni á Íslandi. Sigurvegari íslensku keppninnar vinnur sér inn þátttökurétt á Heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum 2023. Íslensku keppendurnir í bakgarðshlaupinu. Mari fremst Íslendinga Mari Jaersk setti Íslandsmetið í vor þegar hún hljóp í 43 klukkustundir, alls 288 kílómetra. Því má búast við því að íslensku keppendurnir hlaupi allt fram á mánudagsmorgun. Hér að neðan má sjá lista yfir íslensku keppendurna í þeirri röð sem þeir tryggðu sér þátttökurétt. Mari Jaersk Þorleifur Þorleifsson Flóki Halldórsson Friðrik Benediktsson Rúnar Sigurðsson Sigurjón Ernir Sturluson Birgir Sævarsson Jón Gunnar Gunnarsson Adam Komorowski Hildur Aðalsteinsdóttir Kolbrún Ósk Jónsdóttir Kristján Skúli Skúlason Rúna Rut Ragnarsdóttir Marlena Radziszewska Örvar Steingrímsson Liðsstjóri: Elísabet Margeirsdóttir Heimsmeistarinn hleypur til þriðjudags Búist er við því að sigurvegarinn á heimsvísu hlaupi í þrjá sólarhringa, eða frá hádegi á laugardag og fram á hádegi á þriðjudag. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir keppnina og lista yfir þau lönd sem taka þátt. Þessi lönd taka þátt Austurríki Ástralía Belgía Bandaríkin Brasilía Bretland Danmörk Ekvador Finnland Frakkland Holland Írland Ísland Ísrael Ítalía Indland Japan Kanada Máritíus Malasía Malta Marokkó Mexíkó Noregur Nýja-Sjáland Spánn Suður-Afríka Sviss Svíþjóð Slóvakía Singapúr Ungverjaland Pakistan Úkraína Venesúela Víetnam Þýskaland Hlaup Reykjavík Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. 19. september 2022 23:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Kynning á keppendum: Ætlar að syngja Phil Collins á meðan á hlaupinu stendur Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 12. október 2022 08:00 Kynning á keppendum: Standa saman en ætla sér þó öll sigur Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Hlaupið út um allan heim Bakgarðhlaupin hafa vakið mikla athygli hér á landi en nokkur mót hafa verið haldin síðustu misseri. Með þeim vann Ísland sér inn þátttökurétt á heimsmeistaramóti landsliða í greininni sem fram fer um næstu helgi. Hlaupið verður samtímis í 37 löndum víða um heim. Vísir verður með beina útsendingu á meðan á keppni stendur. Útsendingin hefst klukkan ellefu á laugardag, klukkutíma áður en hlaupararnir eru ræstir af stað, og stendur allt þar til síðasti Íslendingurinn hefur lokið keppni. Búast má við því að það verði á mánudagsmorgun. Hægt verður að horfa á útsendinguna hér á Vísi og á sjónvarpsstöðinni okkar, Stöð 2 Vísi. Alls taka 555 af bestu ofurhlaupurum heimsins þátt, 15 í hverju landsliði. Hvert lið hleypur í sínu eigin landi og hefja öll lið keppni á nákvæmlega sama tíma. Þannig að á meðan íslensku keppendurnir hlaupa af stað á hádegi á laugardag fara þeir nýsjálensku af stað þegar klukkan er eitt eftir miðnætti í Nýja-Sjálandi, á sama tíma. Mikill spenningur fyrir Íslandi Fimmtán bestu íslensku hlaupararnir tryggðu sér sæti í landsliðinu út frá árangri í bakgarðshlaupunum sem haldin hafa verið hérlendis. Elísabet Margeirsdóttir er liðsstjóri Íslendinga á mótinu.Vísir/Sigurjón „Við getum ekki beðið eftir helginni og vonum að sem flestir hvetji okkar fólk í íslenska liðinu áfram. Liðið er gríðarlega sterkt og undirbúningur hefur gengið vel,“ segir Elísabet Margeirsdóttir, liðsstjóri íslenska liðsins. Hún hefur haft veg og vanda af skipulagningu mótsins og er í stöðugu sambandi við skipuleggjendur ytra. „Þau eru ótrúlega spennt fyrir því að fá Ísland í keppnina og við erum í sérstöku uppáhaldi hjá þeim. Til að mynda eru þau eru með stóra útsendingu á YouTube á meðan keppninni stendur þar sem hvert land fyrir sig verður í fókus. Þar var lögð sérstök áhersla á að hafa íslensku umfjöllunina eina af þeim fyrstu þegar keppni hefst.“ Falleg braut í Elliðaárdal Keppnisstaðurinn á Íslandi verður í Elliðaárdal og fer hlaupabrautin um góða stíga dalsins. Eins og sést á myndbandinu í spilaranum hér að neðan er brautin falleg. Klippa: Svona er brautin í bakgarðshlaupinu í Elliðaárdal Svona virkar keppnin Hlaupinn verður 6,7 kílómetra hringur á hverjum klukkutíma í hverju landi. Allir hringir verða ræstir á heila tímanum og er mikilvægt að koma sér á ráslínu tímanlega áður en sá næsti hefst. Markmið liðsins er að ná sem flestum samanlögðum fjölda hringja á meðan keppnin er enn í gangi. Númer hvers keppanda fer eftir árangri og munu þau einnig keppast um að sigra sinn númeraflokk. Þegar aðeins einn keppandi í íslenska liðinu er eftir og hefur lokið einum hring einn (sigurvegarinn) þá lýkur keppninni á Íslandi. Sigurvegari íslensku keppninnar vinnur sér inn þátttökurétt á Heimsmeistaramóti einstaklinga í bakgarðshlaupum 2023. Íslensku keppendurnir í bakgarðshlaupinu. Mari fremst Íslendinga Mari Jaersk setti Íslandsmetið í vor þegar hún hljóp í 43 klukkustundir, alls 288 kílómetra. Því má búast við því að íslensku keppendurnir hlaupi allt fram á mánudagsmorgun. Hér að neðan má sjá lista yfir íslensku keppendurna í þeirri röð sem þeir tryggðu sér þátttökurétt. Mari Jaersk Þorleifur Þorleifsson Flóki Halldórsson Friðrik Benediktsson Rúnar Sigurðsson Sigurjón Ernir Sturluson Birgir Sævarsson Jón Gunnar Gunnarsson Adam Komorowski Hildur Aðalsteinsdóttir Kolbrún Ósk Jónsdóttir Kristján Skúli Skúlason Rúna Rut Ragnarsdóttir Marlena Radziszewska Örvar Steingrímsson Liðsstjóri: Elísabet Margeirsdóttir Heimsmeistarinn hleypur til þriðjudags Búist er við því að sigurvegarinn á heimsvísu hlaupi í þrjá sólarhringa, eða frá hádegi á laugardag og fram á hádegi á þriðjudag. Hér að neðan má sjá kynningarmyndband fyrir keppnina og lista yfir þau lönd sem taka þátt. Þessi lönd taka þátt Austurríki Ástralía Belgía Bandaríkin Brasilía Bretland Danmörk Ekvador Finnland Frakkland Holland Írland Ísland Ísrael Ítalía Indland Japan Kanada Máritíus Malasía Malta Marokkó Mexíkó Noregur Nýja-Sjáland Spánn Suður-Afríka Sviss Svíþjóð Slóvakía Singapúr Ungverjaland Pakistan Úkraína Venesúela Víetnam Þýskaland
Hlaup Reykjavík Bakgarðshlaup Tengdar fréttir Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. 19. september 2022 23:00 Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32 Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59 Kynning á keppendum: Ætlar að syngja Phil Collins á meðan á hlaupinu stendur Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 12. október 2022 08:00 Kynning á keppendum: Standa saman en ætla sér þó öll sigur Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 13. október 2022 08:01 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bein útsending: Sviss - Ísland | Síðasti leikur fyrir EM Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Russell á ráspól í fyrramálið Andy Murray þjálfar erkióvininn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Sjá meira
Borðaði þrjú kíló af avókadó í þrjátíu klukkutíma hlaupi Sigurvegari Bakgarðs náttúruhlaupa um helgina borðaði um þrjú kíló af Avocado á þeim þrjátíu klukkutímum sem hlaupið stóð yfir. Hann hljóp fjórum sinnum lengra en hann hefur nokkurn tímann gert. 19. september 2022 23:00
Illt alls staðar og vaknaði á gólfinu heima hjá sér Bakgarðshlaup Náttúruhlaupa lauk í nótt þar sem hlaupakonan Mari Jaersk bar sigur úr býtum. Hún segist hafa verið mjög þreytt á tímabili en að það hafi einfaldlega ekki staðið til boða að gefast upp. 2. maí 2022 12:32
Kynning á keppendum: Ekki vera lúser og treystu ferlinu Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 11. október 2022 13:59
Kynning á keppendum: Ætlar að syngja Phil Collins á meðan á hlaupinu stendur Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 12. október 2022 08:00
Kynning á keppendum: Standa saman en ætla sér þó öll sigur Íslensku ofurhlaupararnir sem keppa í heimsmeistaramóti landsliða í bakgarðshlaupi um helgina koma úr ýmsum áttum og búa allir að gríðarlega mikilli hlaupareynslu. 13. október 2022 08:01