Meiri líkur á eldgosi nú en í fyrra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 11. október 2022 11:11 Úr Grímsvötnum. Myndin er úr safni, tekin í desember á síðasta ári. Vísir/RAX Búist er að fyrstu merki hlaupsins úr Grímsvötnum sjáist á vatnshæðarmælum í Gígjukvísl síðar í dag og að hlaupið nái hámarki á morgun. Meiri líkur eru á eldgosi í framhaldi af hlaupinu nú en fyrir ári. Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“ Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Fyrir um viku sjáist fyrstu merki þess á mælum Veðurstofunnar að íshellan í Grímsvötnum væri farin að síga og síðan þá hefur verið fylgst vel með svæðinu. Í gær var svo greint frá því að mælingar Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands gæfu til kynna að vatn væri farið að streyma úr Grímsvötnum og að von sé á hlaupi í Gígjukvísl. „Við sjáum engin bein merki hlaupsins strax og búumst ekki við því að það sjáist á vatnshæðarmæli okkar í Gígjukvísl alveg strax en það merki sem mun sjást verður mögulega frekar lítið. Þetta er ekki stórt hlaup,“ segir Salomé Jórunn Bernharðsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Fyrstu merki hlaupsins á mælinu í Gígjukvísl sjást væntanlega í dag og hlaupið nær svo hámarki á morgun. Lág vatnsstaða í Grímsstöðum gerir það að verkum að hlaupið verður væntanlega ekki nema um fimmtungur á við síðasta hlaup. „Við höfum sett Grímsvötn á gulan fluglitakóðann okkar og það er vegna þess að það getur verið að þrýstingsléttir sem að verður á kvikuhólfinu þegar að íshellan sígur það getur verið að það virki sem gikkur og komi í rauninni gosi af stað. Það hefur gerst í sögunni en það er alls ekki gefið. Oftar hleypur án þess það gjósi í kjölfarið en við gerum þetta af því það eru auknar líkur í kjölfar hlaupsins.“ Hún segir erfitt að spá fyrir um hvort að það gjósi í framhaldi af þessu hlaupi en ef svo fer þá gerist það dagana og vikuna eftir að hlaupið nær hámarki. „Það hefur náttúrulega ekki gosið síðan 2011 og það hefur orðið aukinn þrýstingur í kvikuhólfinu. Þannig það má vænta þess að það séu meiri líkur heldur en til dæmis í fyrra af því af því þegar það líður meiri tími þá eykst þrýstingurinn. Þannig að við bara bíðum og sjáum hvort að þetta sé nægt.“
Grímsvötn Hlaup Náttúruhamfarir Almannavarnir Skaftárhreppur Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Óvissustig í Grímsvötnum: Von á litlu hlaupi á morgun Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur lýst yfir óvissustigi almannavarna vegna mögulegs jökulshlaups úr Grímsvötnum. 10. október 2022 16:29