Almenningssamgöngur eru lífæð til framtíðar fyrir samfélagið allt Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar 12. október 2022 07:31 Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara Dögg Svanhildardóttir Sveitarstjórnarmál Strætó Borgarlína Garðabær Viðreisn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kýs ég frjálshyggju og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Sjá meira
Betri almenningssamgöngur er eitt af stóru sameiginlegu verkefnum ríkis og sveitarfélaga. Borgarlínan er handan við hornið og verkefnið farið að raungerast í ýmsum framkvæmdum sem hafnar eru sem tilheyra verkefninu Betri samgöngur. Á sama tíma erum við í stórkostlegum vandræðum með rekstur Strætó sem ekki stendur undir sér rekstrarlega. Rekstur Strætó mun reyndar aldrei standa undir sér og ekki á að gera ráð fyrir að hann geri það, enda er reksturinn í eðli sínu ekki til þess fallinn. Sveitarfélögin þurfa því að standa undir kostnaði og bera ábyrgðina á öllum rekstri með takmarkaðri aðkomu ríkisins. Á eyrinni gerist það með þeim hætti að þegar illa gengur þá gengst hvert og eitt sveitarfélag á höfuðborgarsvæðinu undir þá ábyrgð og hafa ekki val um annað en að leggja meira fé inn í reksturinn en til stóð. Við þurfum val og að bregðast við loftslagsvá Við erum öll sammála um mikilvægi þess að við höfum val um samgöngumáta og Strætó er lykill að slíku vali. Almenningssamgöngur eru líka mikilvægt jafnréttistæki. Þetta vitum við og teljum sjálfsagt mál. Það sem skiptir þó öllu máli er að það er lífsnauðsynlegt að við sameinumst um góðar og öruggar almenningssamgöngur til framtíðar og að við leitum allra leiða til þess að svo megi verða með skynsamlegum hætti. Ekki síst vegna umhverfisáhrifa og til þess að bregðast við loftslagsvánni með raunverulegum hætti. Einn af þeim lykilþáttum í leitinni að bestu leiðinni er að taka til endurskoðunar rekstrarform Strætó. Í dag er Strætó rekið undir byggðasamlagi þar sem öll sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu eru ábyrg og stýra rekstri í gegnum stjórn skipuð bæjarfulltrúum í meirihluta bæjarstjórna og eigendavettvangs sem skipaður er bæjarstjórum og borgarstjóra hverju sinni. Hvað eiga sveitarfélög að reka? Það getur verið skynsamlegt að sveitarfélög komi sér saman um hvaða leiðir Strætó á að aka og hvaða þjónustu Strætó á að veita. En við hljótum að setja spurningamerki við það að sveitarfélög reki þvottastöð og verkstæði til að þjónusta Strætó. Það er eitthvað óendanlega skakkt við þá stöðu í stóra samhenginu þegar sveitarfélög berast í bökkum við að standa undir grunnþjónustu. Hér þarf að taka til hendinni og taka nýjar ákvarðanir. Við í Viðreisn teljum útvistun slíkrar þjónustu mjög mikilvæga og skynsamlega ekki síst vegna samkeppnissjónarmiða sem um leið leiðir til þess að rekstur hlýtur samkeppnislögmálum en ekki þeirri einföldu leið að þegar vantar pening að þá stökkvi sveitarfélögin til eins og ekkert sé eðlilegra. Það skiptir máli að við stillum okkur af og finnum bestu leiðina til að styðja við almenningssamgöngur þ.e. Strætó sem er og verður ein megin stoð Borgarlínu. Þjónusta Strætó má ekki dragast saman á sama tíma og við erum að byggja upp framtíðar samgöngumáta, Borgarlínu. Því verðum við að einbeita okkur að því að bæta aðgengi að almenningssamgöngum en ekki að veikja það. Þannig er hægt að styðja við að fleiri nýti sér þann ferðamáta. Staðreyndirnar tala sínu máli. Við munum ekki hafa nægt landsvæði undir ótakmarkaða bílafjölgun eða dreifðari byggð til lengri tíma. Þétting byggðar og betri almenningssamgöngur er það sem við eigum öll að sameinast um að styðja við og finna bestu leiðirnar til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. NIðurskurður á þjónustu og stopulli ferðir er ekki rétta leiðin þegar ákvörðun hefur verið tekin um að standa með almenningssamgöngum. Höfundur er bæjarfulltrúi og oddviti Viðreisnar í Garðabæ.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun