Jón Axel búinn að skrifa undir: Gaman að mæta Keflavík í fyrsta leik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. október 2022 15:30 Jón Axel Guðmundsson og Ingibergur Jónasson handsala samninginn, í húsakynnum Grindavíkinga í dag. UMFG Íslenski landsliðsmaðurinn Jón Axel Guðmundsson spilar með Grindavík í Subway-deild karla í körfubolta í vetur en þetta var endanlega ljóst eftir að hann skrifaði undir samning þess efnis við Körfuknattleiksdeild Grindavíkur í dag. Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð. Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Jón Axel hafði sent inn félagsskipti en það átti eftir að ganga frá samningnum sem er núna í höfn samkvæmt tilkynningu frá Körfuknattleiksdeild Grindvíkinga. Þar segir að samningurinn gildi út leiktíðina. Fyrsti leikur Jóns Axels verður á móti Keflavík annað kvöld en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 20.15. Alltaf gott að koma heim „Mér líður bara mjög vel. Það er alltaf gott að koma heim og fá að spila fyrir svona góðan klúbb eins og Grindavík. Ég er með mjög góða tilfinningu fyrir þessu,“ sagði Jón Axel Guðmundsson í viðtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. Landsliðsmaðurinn stefnir áfram á það að komast aftur út í atvinnumennsku. „Hugurinn leitar að sjálfsögðu alltaf út og það er alltaf markmiðið hjá öllum körfuboltamönnum. Það er því alltaf markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér,“ sagði Jón Axel. Alvöru áskorun í fyrsta leik „Ég er mjög spenntur persónulega að spila, það er langt síðan ég spilaði hérna síðast og það hefur líka mikið breyst síðan ég var á Íslandi. Ég er mjög spenntur og það er gaman að fá Keflavík í fyrsta leik. Það er alvöru áskorun og því er mjög mikil spenna fyrir fimmtudeginum,“ sagði Jón Axel. Jón Axel er ekki viss um hvort hann klári tímabilið með Grindavík. „Á þessum tímapunkti er ég ekki kominn svo langt. Markmiðið er eins og ég sagði að komast út en það kemur bara þegar það kemur,“ sagði Jón Axel eins og sjá má hér fyrir neðan. Klippa: Jón Axel: Mjög spenntur og gaman að fá Keflavik í fyrsta leik Gríðarlegur liðstyrkur Jón Axel hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár og er gríðarlegur liðstyrkur fyrir liðið. Það er heldur ekki verra að Grindavíkurhjartað slær í þessum frábæra alhliða leikmanni. Það verður jafnframt fyrsti keppnisleikur Jóns Axels með Grindavík síðan 23. mars 2016 eða í 2402 daga. Á síðasta tímabili sínu með Grindavík, 2015-16, ekki enn orðinn tvítugur, þá var Jón Axel með 16,8 stig, 8,0 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í 22 deildarleikjum. Klippa: Jón Axel í Grindavík Yngri bróðir hans í liðinu Jón Axel heldur upp á 26 ára afmælið seinna í þessum mánuði en hann er uppalinn í Grindavík og yngsti bróðir hans, Bragi, er í leikmannahópi liðsins. Jón hefur undanfarin ár spilað sem atvinnumaður í Evrópu en þar á undan lék hann við góðan orðstír í fjögur ár með Davidson í bandaríska háskólaboltanum. Hjá Davidson varð Jón fyrsti leikmaðurinn í bandaríska háskólaboltanum frá 1993 sem náði 1500 stigum, 700 fráköstum, 500 stoðsendingum, 200 þristum og 150 stolnum boltum á háskólaferlinum. Hann var með 13,3 stig, 6,1 fráköst og 4,4 stoðsendingar að meðaltali í leik á fjórum árum í skólanum en á besta tímabili sínu með Davidson (2018-19) þá var hann með 16,9 stig, 7,3 fráköst og 4,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Eftir að Jón Axel kláraði háskólaferil sinn hefur hann spilað í Þýskalandi og á Ítalíu. Hann lék síðast með Crailsheim Merlins í Þýskalandi á síðustu leiktíð.
Subway-deild karla UMF Grindavík Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira