Skildi ríginn þegar Hörður liðsstjóri mætti með kaffið Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2022 13:32 Það verða átök í kvöld þegar Hafnarfjarðarliðin mætast í Kaplakrika. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þó að „hatur“ sé sennilega fullsterkt orð þá er grunnt á því góða á milli FH og Hauka sem í kvöld berjast um montréttinn í Olís-deild karla í handbolta í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15. Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Tveir menn sem þekkja vel til rígsins á milli Hafnarfjarðarliðanna ræddu um slaginn í Handkastinu í dag, þeir Björgvin Páll Gústavsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan. „Ég fattaði hvað þetta skiptir miklu máli þegar Hörður [Davíð Harðarson] liðsstjóri mætti alltaf með kaffi. Haukakaffi í klefann, til að við drykkjum ekki kaffi hjá FH,“ sagði Björgvin Páll sem í dag er markvörður Vals en varði mark Hauka í þrjú tímabil. „Ákveðin typpakeppni“ „Það er skemmtilegur rígur. Hann má alveg vera meiri, það má halda honum meira á lofti og hafa aðeins meiri læti, og vonandi byrjar það upp á nýtt í kvöld. Alvöru læti frá fyrstu mínútu. Það hefur ekki alltaf verið þannig en það var þannig þegar ég var þarna. Þetta er partur af samfélaginu, ákveðin typpakeppni, rautt eða hvítt. Menn þurfa að sýna það innan vallar að þeir séu að berjast fyrir félagið sitt. Félagið FH er í almennri krísu en er að rísa í fótboltanum og ég held að það muni rísa líka í handboltanum á næstu misserum, en það er Haukanna að stoppa það,“ sagði Björgvin. Hægt er að hlusta á Handkastið hér að neðan en umræða um leiki 6. umferðar Olís-deildarinnar hefst eftir 32 mínútur og 40 sekúndur. Ásgeir tók undir það að leikir Hafnarfjarðarliðanna væru ekki eins og aðrir leikir. „Hatur er of sterkt orð en það fer djúpt í taugarnar á Haukamönnum ef að það er tapað, og talað um að Haukar séu verri en FH. Það fer alveg í mínar fínustu. En ég á fullt af frábærum vinum í FH og ætla ekki að hætta að taka í höndina á þeim. En það er eitthvað extra þarna,“ sagði Ásgeir. 6. umferð Olísdeildar karla hefst í kvöld:FH - Haukar kl. 19:30, Kaplakriki.Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport.Miðasala í Stubbur App.#handbolti #olisdeildin pic.twitter.com/QSa4CNPnzd— HSÍ (@HSI_Iceland) October 20, 2022 Segja má að bæði Hafnarfjarðarliðin hafi valdið vissum vonbrigðum það sem af er leiktíð en Haukar eru með 5 stig eftir 5 leiki og FH stigi minna, eftir að hafa aðeins unnið einn af fyrstu fimm leikjum sínum. „Þetta er ákveðinn tímapunktur fyrir bæði lið. Þau eru á stað sem þau vilja ekki vera á í deildinni. Þau vilja vera í toppbaráttunni og þessi leikur sker svolítið úr um það hvort liðanna tekur það skref. Þetta verður þungt tap fyrir liðið sem tapar, og það bætir enn í þetta hatur hvað það er mikið undir,“ sagði Björgvin. Leikur FH og Hauka hefst klukkan 19.30 í kvöld en bein útsending á Stöð 2 Sport 4 hefst klukkan 19.15.
Olís-deild karla FH Haukar Handbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira