Hundruð þúsundir stúlkna undir 18 ára giftar á ári hverju Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 22. október 2022 14:00 Unglingsstúlkur í Mistrato í Kólumbíu. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint. Kaveh Kazemi/Getty Images Yfir 400.000 stúlkubörn og unglingar giftast í Kólumbíu á ári hverju. Yfirgnæfandi meirihluti þeirra er beittur andlegu og líkamlegu ofbeldi í hjónabandinu. Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi. Kólumbía Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Í Kólumbíu mega börn giftast þegar við 14 ára aldur, með samþykki foreldra sinna. Og miðað við opinberar tölur þá leggur drjúgur hópur foreldra þar í landi blessun sína yfir slíkt, ár hvert. Giftast áður en þær verða kynþroska 20% allra unglingsstúlkna á aldrinum 15 – 19 ára giftust á árinu 2020. Og tvö prósent allra barna yngri en 14 ára gerðu það líka. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna. Þetta þýðir að 375.000 unglingsstúlkur á aldrinum 15-19 ára og 32.000 börn yngri en 14 ára giftust það árið. Og hið síðarnefnda er með öllu ólöglegt. Margar þessara stúlkubarna eru ekki einu sinni orðnar kynþroska þegar þeim er stefnt upp að altarinu. Í Kólumbíu búa 48 milljónir manna, þannig að hér er um að ræða tæplega 1% þjóðarinnar á ári hverju. Í skýrslunni kemur fram að ástandið hafi lítið sem ekkert breyst í landinu undanfarinn aldarfjórðung. Fimm önnur lönd eða sjálfstjórnarsvæði í Suður-Ameríku heimila að börn niður í 14 ára aldur megi ganga í hjónaband; Angvilla, Argentína, Kúba, Gvæjana og Sankti Kitts og Nevis. Börn frá 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn Á síðustu 14 árum hafa verið lögð fram sjö lagafrumvörp í kólumbíska þinginu til að afnema þessa lagaheimild, en þau hafa aldrei fengið afgreiðslu. Og þrátt fyrir að talað sé um að hjónavígslan sé framkvæmd með samþykki beggja aðila, er engum blöðum um það að fletta, segir Unicef, að verið sé að beita hundruð þúsunda barna ofbeldi í skjóli laganna. Talið er að 650 milljónir kvenna undir 18 ára séu giftar í heiminum, 60 milljónir þeirra búa í Suður-Ameríku og Karíbahafinu. Á síðasta áratug fæddu unglingsstúlkur í Kólumbíu, 18 ára og yngri, rúmlega eina og hálfa milljón barna, tæpur þriðjungur unglingsmæðranna voru einstæðar. Börn á aldrinum 10 til 14 ára eignuðust 66.000 börn á sama tíma. Menntun er lykillinn Í skýrslu Unicef segir að lykillinn að því að draga úr þessum barnagiftingum sé menntun. Verði tryggt að allar stúlkur ljúki grunnnámi til 15 ára aldurs, megi draga úr þeim um allt að 64 af hundraði. Rannsóknir hafa sýnt að þær stúlkur sem giftist svo kornungar verði fyrir mun meira ofbeldi en aðrar konur. 64% prósent þeirra hafa orðið fyrir andlegu ofbeldi og 32% fyrir líkamlegu ofbeldi.
Kólumbía Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Innlent Á sér langa sögu eldfimra ummæla Innlent Sigurður beðinn um að fjarlægja Framsóknarnælu Innlent Þyrlan kölluð út vegna rútuslyss Innlent Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Nú þarf maður bara að treysta þjóðinni“ Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira