Elsti starfandi barnaskóli landsins 170 ára Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 22. október 2022 21:04 Skólinn er elsti starfandi barnaskóli á Íslandi, 170 ára takk fyrir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það var mikið um dýrðir í Barnaskólanum á Eyrarbakka- og Stokkseyri í dag því skólinn fagnar 170 afmæli en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins. Afmælisdagurinn er þó ekki fyrr en 25. október en þann dag 1852 var skólinn stofnaður fyrir samskot almennings í héraðinu. Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Forseti Íslands var heiðursgestur á afmælishátíð dagsins, sem fór fram í skólanum á Stokkseyri. Stutt ávörp voru haldin, auk skemmti og tónlistaratriða og konurnar í Kvenfélagi Stokkseyrar sáu um veitingar dagsins.Í dag eru 125 nemendur í skólanum og 50 starfsmenn. Starfið gengur mjög vel þrátt fyrir áföll eins og myglu í skólahúsnæðinu á Eyrarbakka og heimsfaraldur. Skólastjórinn er stoltur af því að vera skólastjóri elsta starfandi barnaskóla landsins. Nemendur skólans sungu og spiluðu og skemmtu þannig gestum í tilefni af 170 ára afmælinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Já, þetta er ábyrgðarstarf og staða, sem ég tek mjög alvarlega og það er mér mjög mikið í mun að fólkinu hérna líði vel. Ég er bæði stolt og ofsalega auðmjúk . Við erum í stöðugri skólaþróun og við erum að nýta tæknina í kennslu,“ segir Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri. Fjöldi fólks mætti í 170 ára afmælið í dag.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og þú ert með frábæra nemendur og frábært starfsfólk eða hvað? „Já, það besta, alveg það besta, allir leggja sig fram.“ Guðrún Björg Aðalsteinsdóttir, skólastjóri Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forseti Íslands hélt létta og skemmtilega ræðu í tilefni dagsins og endaði á þessum orðum. „Í lok þessarar ræðu telst mér til að ég hafi flutt um eitt hundrað orð á mínútu. Hæfni náð en ekki viðmiði þrjú er ég hræddur um, en ég lofa að reyna að gera betur næst þegar ég kem og verð með ykkur og tala miklu hraðar og fæ miklu betri einkunn,“ sagði Guðni og uppskar mikinn hlátur. Hr. Guðni Th. og Fjóla Kristinsdóttir, bæjarstjóri í Árborg voru ánægð með daginn og afmælisdagskrána en þau fluttu bæði ávarp.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skóla - og menntamál Grunnskólar Tímamót Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira