„Mótið er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng“ Andri Már Eggertsson skrifar 22. október 2022 22:30 Óskar Hrafn Þorvaldsson. Vísir/Vilhelm Breiðablik komst aftur á sigurbraut eftir 2-5 sigur á Val á Origo-vellinum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks. Var ánægður með sigurinn en furðaði sig á lengd Bestu deildarinnar. „Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum. Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira
„Mér fannst þetta ágætis svar frá síðasta leik. Leikurinn bar þess merki að það var ekkert undir. Við höfum oft spilað betur en það er hægara sagt en gert. Leikmenn eru búnir að vera að í tæpt ár og menn eru orðnir þreyttir. Hungrið er farið, það er búið að tilkynna fullt af leikmönnum í þessari deild að þeir verða ekki áfram í sama liði og margir eru orðnir atvinnulausir. Þetta var bara fínn leikur þótt hann hafi litast af því að það var ekkert undir,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson eftir leik. Valur jafnaði leikinn tvisvar og fannst Óskari hans menn sofna á verðinum. „Menn sofnuðu bara á verðinum. Við vorum ólíkir sjálfum okkur án bolta í fyrri hálfleik. Jafnvel þótt Valur hefur að engu að keppa þá eru þeir með frábæra leikmenn sem refsa sem var saga fyrri hálfleiks.“ „Við vorum fínir í seinni hálfleik en ég hefði viljað sjá meiri hraða í spilinu. Þessi leikur verður minnisvarði um tilgangsleysi þar sem menn hafa æft í ár nánast án þess að fá frí og ég upplifi ekkert hungur og mikla þreytu en það er eins og það er. Við munum klára þetta mót með sæmd.“ Óskar talaði um að mótið væri eins og löng bók og reyndi að koma með lausnir fyrir næsta tímabil. „Það var óheppilegt að spennan í mótinu var ekki mikil. Mögulega gætum við fært bikarinn og fjölgað leikdögum fyrir deildina inn á tímabilinu og þjappa deildinni meira saman. Þá væri hægt að enda mótið fyrr.“ „Það er búið að draga mótið á langinn. Þetta er eins og bók sem er hundrað blaðsíðum of löng. Bókin er fjögur hundruð blaðsíður en hefði átt að vera þrjú hundruðu blaðsíður. Þú hefðir getað komið öllu til skila en ert að teygja lopann upp í fjögur hundruð blaðsíður. Ég er ekki að gagnrýna það að við bættum við leikjum heldur þarf að þjappa þessu betur saman,“ sagði Óskar Hrafn að lokum.
Breiðablik Besta deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Sjá meira