Kross 6. umferðar: Svarthvítur Hafnarfjörður og Essin þrjú á Selfossi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. október 2022 10:01 FH-ingar taka sigurhring eftir sigurinn á Haukum. vísir/hulda margrét Sjötta umferð Olís-deildar karla í handbolta fór fram í síðustu viku. Hverjir áttu góðan dag og hverjir slæman? Hverjir þurfa að hafa áhyggjur og hvað sagði tölfræðin? Vísir fer yfir umferðina á léttum og gagnrýnum nótum. FH vann Hauka í dramatískum Hafnarfjarðarslag, Fram neitar að tapa á nýja heimavellinum og náði í stig gegn Gróttu þrátt fyrir að fjórum mörkum undir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, Afturelding varð fyrst liða til að vinna ÍBV, Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að vinna Hörð og Selfoss og Valur unnu tíu marka sigra á KA og ÍR. Umfjöllun og viðtöl úr 6. umferð Olís-deildar karla FH 27-26 Haukar Valur 35-25 ÍR Selfoss 34-24 KA Fram 29-29 Grótta Afturelding 31-26 ÍBV Stjarnan 28-25 Hörður Góð umferð fyrir ... Segðu aaaaaa.vísir/hulda margrét FH-inga FH vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið sótti Gróttu heim í 5. umferð. Í síðustu umferð unnu FH-ingar svo Hauka og lituðu Hafnarfjörðinn svartan og hvítan. Birgir Már Birgisson skoraði 26. mark FH og Phil Döhler tryggði heimamönnum svo sigurinn með því að verja frá Andra Má Rúnarssyni í lokasókn gestanna. Nýju mennirnir hjá FH voru góðir; Einar Bragi Aðalsteinsson var hriklega öflugur í vörninni og Jóhannes Berg Andrason átti sinn besta leik á tímabilinu. Til að toppa allt sneri Ágúst Birgisson aftur í lið FH og spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu. FH-ingar eru í 7. sæti deildarinnar með sex stig og virðast vera búnir að finna taktinn eftir erfiða byrjun í vetur. Vilius Rasimas Litáíski landsliðsmarkvörðurinn, reyndar virðist allir landsliðsmarkverðir Litáens, fyrr og síðar, hafa spilað á Íslandi, átti stórleik þegar Selfoss rústaði KA. Vilius varði átján skot, eða 48,6 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann reyndist KA-mönnum sérstaklega erfiður í dauðafærunum og varði fjögur af sex skotum þeirra af línu og fjögur af sjö úr hornum. Selfyssingar eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð og líta mun betur út en í upphafi móts. Vilius er á sínu þriðja tímabili hjá Selfossi og hefur heldur betur reynst þeim vínrauðu vel. Birki Benediktsson Þriðja liðið sem er á uppleið eftir strembna byrjun á tímabilinu er Afturelding. Mosfellingar unnu Eyjamenn með fimm marka mun á laugardaginn en þetta var fyrsta tap ÍBV í vetur. Afturelding hefur hins vegar unnið þrjá leiki í röð. Margir spiluðu vel fyrir þá rauðu í leiknum, þar á meðal Birkir. Hann er ennþá góður, það hefur ekkert breyst, en bara alltof oft meiddur. En Birkir sýndi allar sínar bestu hliðar gegn ÍBV og skoraði sex mörk. Hann nýtti fyrstu sex skotin sín og klikkaði bara á einu skoti í leiknum. Þá var hann öflugur að vanda í vörninni. Með Birki heilan og í stuði eru Mosfellingar til alls líklegir. Slæm umferð fyrir ... Stefán Huldar Stefánsson reynir að fela sig eftir tap Hauka í Kaplakrika.vísir/hulda margrét Hauka Þeir rauðu byrjuðu afleitlega í Hafnarfjarðarslagnum og eftir fimm mínútna leik var Rúnari Sigtryggssyni nóg boðið og tók leikhlé. Leikurinn jafnaðist eftir það og Haukar hefðu allt eins getað farið með stig úr Kaplakrika. En lokasókn þeirra var slæm og niðurstaðan því núll stig. Haukar hafa tapað tveimur leikjum í röð, reyndar bara með tveimur mörkum samtals, og sitja í 8. sæti deildarinnar með fimm stig. Uppskeran á Ásvöllum er því ekki beint blómleg og það vantar miklu betri takt í Haukaliðið, sérstaklega í sókninni. Guðmundur Bragi Ástþórsson átti til að mynda mjög erfitt uppdráttar gegn FH og klikkaði á átta af tólf skotum sínum. Róbert Gunnarsson Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leik Fram og Gróttu benti ekkert til annars en Seltirningar yrðu fyrstir til að fara tvö stig úr Úlfarsárdalnum, enda fjórum mörkum yfir. En á þessum rúmu tveimur mínútum fór allt til fjandans hjá Gróttu og Fram jafnaði í 29-29 á mettíma. Leikmenn Gróttu fóru illa að ráði sínu gegn maður á mann vörn Fram og þá var Róbert full lengi að taka leikhlé og skilaði græna spjaldinu ekki inn fyrr en Fram var búið að jafna. Lokasókn Gróttu var svo algjört þrot þar sem ringulreiðin réði ríkjum. Þetta var ekki ósvipað lokasókninni í leiknum gegn Selfossi. Seltirningar gætu hæglega verið með tveimur stigum meira en þeir eru með ef þeir hefðu bara framkvæmt þessar sóknir vel. Allt þetta skiptir máli þegar uppi er staðið. Eyjamenn ÍBV var eina ósigraða lið deildarinnar fyrir leikinn í Mosfellsbænum á laugardaginn. En þar féll vígið og það sannfærandi. Fyrir leikinn var ÍBV búið að skora tæp 38 mörk að meðaltali í leik en gegn Aftureldingu urðu þau aðeins 26. Eyjamenn fóru sérstaklega illa að ráði sínu á lokakafla fyrri hálfleiks sem þeir töpuðu 8-2. Nær allar sóknirnar á þeim tíma enduðu með erfiðu skoti Rúnars Kárasonar og Mosfellingar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. ÍBV var sjö mörkum undir í hálfleik og það bil reyndist of breitt fyrir Eyjaliðið að brúa. Sigtryggur Daði Rúnarsson var ekki með ÍBV í leiknum og liðið verður að venjast því að vera án hans því hann hefur verið sendur í lánsvist til Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard í Austurríki út árið. Nú þurfa menn á borð við Arnór Viðarsson og Danjál Ragnarsson að taka við kyndlinum og halda honum á lofti, allavega fram til áramóta. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur KA fór ekki í neina frægðarför á Selfoss og sneri aftur til Akureyrar með tíu marka tap á bakinu. Sóknarleikur KA-manna er annað hvort mjög góður eða afleitur og gegn Selfyssingurinn sýndu þeir síðarnefndu hliðina. KA tapaði boltanum fimmtán sinnum og skotnýting liðsins var aðeins 47,1 prósent. Þeir gulu og bláu hafa bara unnið ÍR og Hörð og einungis náð í fimm stig í fyrstu sex umferðunum. En svo er spurning hverju stuðningsmenn KA hafa heimtingu á. Liðið er veikara en á síðasta tímabili og verður að finna einhverjar leiðir til að þreyja þorrann þangað til Ólafur Gústafsson kemur aftur. Besti ungi leikmaðurinn Sigurður Snær Sigurjónsson. Sigurður hver? er eðlilegt að spyrja enda hafði þessi átján ára strákur varla spilað neitt áður en hann byrjaði inni á gegn KA. En það var ekki að sjá á frammistöðu hans. Sigurður spilaði dúndurvel í vinstra horninu og skoraði sex mörk úr átta skotum. Handboltinn er í blóði Sigurðar en hann er sonur Sigurjóns Bjarnasonar sem lék með frábæru liði Selfoss í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Föðurbróðir hans er svo 21 marks maðurinn Gústaf Bjarnason. Gaman verður að sjá hvort Sigurður nær sömu handboltahæðum og þeir bræður. Tölfræði sem stakk í augun Gróttu gekk erfiðlega að koma sér í opin færi gegn Fram og treysti talsvert á skot fyrir utan. Alls komu 65 prósent skota Seltirninga fyrir utan en til samanburðar voru aðeins fjögur prósent skota þeirra úr hornum. En skotnýtingin fyrir utan var samt mjög fín, eða 56 prósent og markverðir Fram vörðu aðeins 31 prósent skota sem komu að utan. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Ólafur Ægir Ólafsson (Haukar) - 7,24 Magnús Óli Magnússon (Valur) - 8,46 Vilius Rasimas (Selfoss) - 9,34 Luka Vukicevic (Fram) - 9,27 Hergeir Grímsson (Stjarnan) - 8,16 Handboltarokk umferðarinnar Eins og í öðrum undirgreinum rokksins er sterk púngfýla af handboltarokkinu. En inn á milli er lyktin ekki jafn sterk, meðal annars af Evanescence sem sló í gegn með laginu „Bring Me to Life“ fyrir tæpum tuttugu. Hérna er mikil dramatík, mikið emó, ýktir augnskuggar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3YxaaGgTQYM">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 7. umferð Olís-deildar karla út.hsí Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar hættir að jaskast á Agli Egill Magnússon, leikmaður FH, spilaði meiddur í upphafi tímabilsins og á endanum ákváð þjálfarateymi liðsins að segja stopp. 24. október 2022 13:30 „Held að hann komi pirraður til Íslands“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. 24. október 2022 08:31 Hannes fær Sigtrygg lánaðan: „Held við séum allir að græða“ Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til Alpha Hard í Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við Vísi eftir tapið fyrir Aftureldingu, 31-26, í dag. 22. október 2022 18:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
FH vann Hauka í dramatískum Hafnarfjarðarslag, Fram neitar að tapa á nýja heimavellinum og náði í stig gegn Gróttu þrátt fyrir að fjórum mörkum undir þegar rúmar tvær mínútur voru eftir, Afturelding varð fyrst liða til að vinna ÍBV, Stjarnan komst aftur á sigurbraut með því að vinna Hörð og Selfoss og Valur unnu tíu marka sigra á KA og ÍR. Umfjöllun og viðtöl úr 6. umferð Olís-deildar karla FH 27-26 Haukar Valur 35-25 ÍR Selfoss 34-24 KA Fram 29-29 Grótta Afturelding 31-26 ÍBV Stjarnan 28-25 Hörður Góð umferð fyrir ... Segðu aaaaaa.vísir/hulda margrét FH-inga FH vann sinn fyrsta sigur á tímabilinu þegar liðið sótti Gróttu heim í 5. umferð. Í síðustu umferð unnu FH-ingar svo Hauka og lituðu Hafnarfjörðinn svartan og hvítan. Birgir Már Birgisson skoraði 26. mark FH og Phil Döhler tryggði heimamönnum svo sigurinn með því að verja frá Andra Má Rúnarssyni í lokasókn gestanna. Nýju mennirnir hjá FH voru góðir; Einar Bragi Aðalsteinsson var hriklega öflugur í vörninni og Jóhannes Berg Andrason átti sinn besta leik á tímabilinu. Til að toppa allt sneri Ágúst Birgisson aftur í lið FH og spilaði sinn fyrsta leik á tímabilinu. FH-ingar eru í 7. sæti deildarinnar með sex stig og virðast vera búnir að finna taktinn eftir erfiða byrjun í vetur. Vilius Rasimas Litáíski landsliðsmarkvörðurinn, reyndar virðist allir landsliðsmarkverðir Litáens, fyrr og síðar, hafa spilað á Íslandi, átti stórleik þegar Selfoss rústaði KA. Vilius varði átján skot, eða 48,6 prósent þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann reyndist KA-mönnum sérstaklega erfiður í dauðafærunum og varði fjögur af sex skotum þeirra af línu og fjögur af sjö úr hornum. Selfyssingar eru komnir upp í 5. sæti deildarinnar eftir tvo sigra í röð og líta mun betur út en í upphafi móts. Vilius er á sínu þriðja tímabili hjá Selfossi og hefur heldur betur reynst þeim vínrauðu vel. Birki Benediktsson Þriðja liðið sem er á uppleið eftir strembna byrjun á tímabilinu er Afturelding. Mosfellingar unnu Eyjamenn með fimm marka mun á laugardaginn en þetta var fyrsta tap ÍBV í vetur. Afturelding hefur hins vegar unnið þrjá leiki í röð. Margir spiluðu vel fyrir þá rauðu í leiknum, þar á meðal Birkir. Hann er ennþá góður, það hefur ekkert breyst, en bara alltof oft meiddur. En Birkir sýndi allar sínar bestu hliðar gegn ÍBV og skoraði sex mörk. Hann nýtti fyrstu sex skotin sín og klikkaði bara á einu skoti í leiknum. Þá var hann öflugur að vanda í vörninni. Með Birki heilan og í stuði eru Mosfellingar til alls líklegir. Slæm umferð fyrir ... Stefán Huldar Stefánsson reynir að fela sig eftir tap Hauka í Kaplakrika.vísir/hulda margrét Hauka Þeir rauðu byrjuðu afleitlega í Hafnarfjarðarslagnum og eftir fimm mínútna leik var Rúnari Sigtryggssyni nóg boðið og tók leikhlé. Leikurinn jafnaðist eftir það og Haukar hefðu allt eins getað farið með stig úr Kaplakrika. En lokasókn þeirra var slæm og niðurstaðan því núll stig. Haukar hafa tapað tveimur leikjum í röð, reyndar bara með tveimur mörkum samtals, og sitja í 8. sæti deildarinnar með fimm stig. Uppskeran á Ásvöllum er því ekki beint blómleg og það vantar miklu betri takt í Haukaliðið, sérstaklega í sókninni. Guðmundur Bragi Ástþórsson átti til að mynda mjög erfitt uppdráttar gegn FH og klikkaði á átta af tólf skotum sínum. Róbert Gunnarsson Þegar rúmar tvær mínútur voru eftir af leik Fram og Gróttu benti ekkert til annars en Seltirningar yrðu fyrstir til að fara tvö stig úr Úlfarsárdalnum, enda fjórum mörkum yfir. En á þessum rúmu tveimur mínútum fór allt til fjandans hjá Gróttu og Fram jafnaði í 29-29 á mettíma. Leikmenn Gróttu fóru illa að ráði sínu gegn maður á mann vörn Fram og þá var Róbert full lengi að taka leikhlé og skilaði græna spjaldinu ekki inn fyrr en Fram var búið að jafna. Lokasókn Gróttu var svo algjört þrot þar sem ringulreiðin réði ríkjum. Þetta var ekki ósvipað lokasókninni í leiknum gegn Selfossi. Seltirningar gætu hæglega verið með tveimur stigum meira en þeir eru með ef þeir hefðu bara framkvæmt þessar sóknir vel. Allt þetta skiptir máli þegar uppi er staðið. Eyjamenn ÍBV var eina ósigraða lið deildarinnar fyrir leikinn í Mosfellsbænum á laugardaginn. En þar féll vígið og það sannfærandi. Fyrir leikinn var ÍBV búið að skora tæp 38 mörk að meðaltali í leik en gegn Aftureldingu urðu þau aðeins 26. Eyjamenn fóru sérstaklega illa að ráði sínu á lokakafla fyrri hálfleiks sem þeir töpuðu 8-2. Nær allar sóknirnar á þeim tíma enduðu með erfiðu skoti Rúnars Kárasonar og Mosfellingar refsuðu með mörkum úr hraðaupphlaupum. ÍBV var sjö mörkum undir í hálfleik og það bil reyndist of breitt fyrir Eyjaliðið að brúa. Sigtryggur Daði Rúnarsson var ekki með ÍBV í leiknum og liðið verður að venjast því að vera án hans því hann hefur verið sendur í lánsvist til Hannesar Jóns Jónssonar í Alpla Hard í Austurríki út árið. Nú þurfa menn á borð við Arnór Viðarsson og Danjál Ragnarsson að taka við kyndlinum og halda honum á lofti, allavega fram til áramóta. Fokk, við þurfum að hafa áhyggjur KA fór ekki í neina frægðarför á Selfoss og sneri aftur til Akureyrar með tíu marka tap á bakinu. Sóknarleikur KA-manna er annað hvort mjög góður eða afleitur og gegn Selfyssingurinn sýndu þeir síðarnefndu hliðina. KA tapaði boltanum fimmtán sinnum og skotnýting liðsins var aðeins 47,1 prósent. Þeir gulu og bláu hafa bara unnið ÍR og Hörð og einungis náð í fimm stig í fyrstu sex umferðunum. En svo er spurning hverju stuðningsmenn KA hafa heimtingu á. Liðið er veikara en á síðasta tímabili og verður að finna einhverjar leiðir til að þreyja þorrann þangað til Ólafur Gústafsson kemur aftur. Besti ungi leikmaðurinn Sigurður Snær Sigurjónsson. Sigurður hver? er eðlilegt að spyrja enda hafði þessi átján ára strákur varla spilað neitt áður en hann byrjaði inni á gegn KA. En það var ekki að sjá á frammistöðu hans. Sigurður spilaði dúndurvel í vinstra horninu og skoraði sex mörk úr átta skotum. Handboltinn er í blóði Sigurðar en hann er sonur Sigurjóns Bjarnasonar sem lék með frábæru liði Selfoss í upphafi 10. áratugar síðustu aldar. Föðurbróðir hans er svo 21 marks maðurinn Gústaf Bjarnason. Gaman verður að sjá hvort Sigurður nær sömu handboltahæðum og þeir bræður. Tölfræði sem stakk í augun Gróttu gekk erfiðlega að koma sér í opin færi gegn Fram og treysti talsvert á skot fyrir utan. Alls komu 65 prósent skota Seltirninga fyrir utan en til samanburðar voru aðeins fjögur prósent skota þeirra úr hornum. En skotnýtingin fyrir utan var samt mjög fín, eða 56 prósent og markverðir Fram vörðu aðeins 31 prósent skota sem komu að utan. Menn leiksins samkvæmt HB Statz Ólafur Ægir Ólafsson (Haukar) - 7,24 Magnús Óli Magnússon (Valur) - 8,46 Vilius Rasimas (Selfoss) - 9,34 Luka Vukicevic (Fram) - 9,27 Hergeir Grímsson (Stjarnan) - 8,16 Handboltarokk umferðarinnar Eins og í öðrum undirgreinum rokksins er sterk púngfýla af handboltarokkinu. En inn á milli er lyktin ekki jafn sterk, meðal annars af Evanescence sem sló í gegn með laginu „Bring Me to Life“ fyrir tæpum tuttugu. Hérna er mikil dramatík, mikið emó, ýktir augnskuggar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=3YxaaGgTQYM">watch on YouTube</a> Næsta umferð Svona lítur 7. umferð Olís-deildar karla út.hsí
Olís-deild karla Tengdar fréttir FH-ingar hættir að jaskast á Agli Egill Magnússon, leikmaður FH, spilaði meiddur í upphafi tímabilsins og á endanum ákváð þjálfarateymi liðsins að segja stopp. 24. október 2022 13:30 „Held að hann komi pirraður til Íslands“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. 24. október 2022 08:31 Hannes fær Sigtrygg lánaðan: „Held við séum allir að græða“ Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til Alpha Hard í Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við Vísi eftir tapið fyrir Aftureldingu, 31-26, í dag. 22. október 2022 18:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Fleiri fréttir Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Sjá meira
FH-ingar hættir að jaskast á Agli Egill Magnússon, leikmaður FH, spilaði meiddur í upphafi tímabilsins og á endanum ákváð þjálfarateymi liðsins að segja stopp. 24. október 2022 13:30
„Held að hann komi pirraður til Íslands“ Landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson er spenntur fyrir stóru verkefni með Val en liðið spilar á næstu mánuðum tíu leiki í Evrópudeildinni í handbolta. 24. október 2022 08:31
Hannes fær Sigtrygg lánaðan: „Held við séum allir að græða“ Sigtryggur Daði Rúnarsson, leikmaður ÍBV, hefur verið lánaður til Alpha Hard í Austurríki sem Hannes Jón Jónsson stýrir. Erlingur Richardsson, þjálfari ÍBV, staðfesti þetta við Vísi eftir tapið fyrir Aftureldingu, 31-26, í dag. 22. október 2022 18:30