Ólöglegar minkagildrur vekja óhug hjá kattaeigendum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 28. október 2022 14:22 Diðrik Stefánsson fjarlægði tvær minkagildrur sem komið hafði verið fyrir við smábátahöfnina. Vísir/Vilhelm Borið hefur á því að ólöglegar minkagildrur séu settar við smábátahöfnina í Reykjavík. Gildrurnar geta reynst hættulegar og segja íbúar á svæðinu heimilisketti hafa komist í gildrurnar og drepist í kjölfarið. Samtökin Villikettir hafa fordæmt notkun þessara gildra en eigandi kattar í nágrenni hafnarinnar segir köttinn sinn hafa fundist í slíkri gildru á svæðinu á dögunum. Sá sem sagður er hafa fjarlægt köttinn úr gildrunni og bera ábyrgð á henni vill ekki greina frá því hvar kötturinn sé niður kominn. Þegar Birta Birgisdóttir lýsti eftir heimiliskettinum sínum Zlatan á dögunum hafði hann ekki komið heim til sín síðan 19. október síðastliðinn. Samkvæmt GPS tæki á ól hans hafði hann verið lengi við smábátahöfnina en svo hafi ólin hætt að senda staðsetningu. Það hafi þó ekki vakið áhyggjur hjá Birtu þar sem ólin hafi áður hætt að senda staðsetningu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa lýst eftir kettinum á miðvikudag og í gærmorgun hafi hún fengið símtal frá manni sem sagðist hafa séð köttinn hennar dauðan í minkagildru við smábátahöfnina. Kötturinn Zlatan nýtur sólarinnar (t.v.) og Birta Birgisdóttir, eigandi hans.Aðsent Birta segir manninn hafa náð sambandi við þann sem beri ábyrgð á gildrunum, sá hafi tekið köttinn og jarðað hann og vilji nú ekki segja henni eða hennar aðstandendum hvar Zlatan sé jarðaður. Hún segir manninn hafa neitað því að hennar köttur hafi verið sá sem lenti í gildrunni. „Zlatan var stór og dýrmætur partur af fjölskyldunni okkar sem var elskaður af öllum sem fengu að kynnast honum. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur og vildi helst alltaf vera í fanginu mínu. Hann tók alltaf á móti mér þegar ég kom heim og þegar að við vorum úti þá fylgdi hann mér hvert sem ég fór. Lífið verður ekki eins án hans og við munum aldrei gleyma honum,“ skrifar Birta. Gildrurnar eigi ekki að vera hættulegar öðrum dýrum og mönnum Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segist Bjarni Pálsson, sérfræðingur á sviði efna, starfsleyfa og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun ekki finna upplýsingar í reglugerðum um refa- og minkaveiðar að minkagildrur séu bannaðar í þéttbýli. Nauðsynlegt sé þó að gæta þess að þær séu lagðar þannig að öðrum dýrum stafi sem minnst hætta af. „Það er klárlega alltaf siðferðisleg skylda að önnur dýr eða börn eða almenningur komist ekki í gildruna og geti ekki slasað sig á henni,“ segir Bjarni. Hann segir reynda minkaveiðimenn ganga frá gildrum á þannig veg að önnur dýr komist ekki í gildrur ætlaðar mink. Hann segir einnig ekki leyfilegt að veiða nein dýr í gildrur hérlendis nema mink. Bjarni nefnir að lífgildrur séu lagðar erlendis þar sem dýr komist í þær án þess að þjást og hægt sé að hleypa þeim út. Vitja þurfi þeirra til þess að tæma þær daglega, þær eru ekki leyfðar hér á landi vegna dýravelferðarsjónarmiða. Hætta sé á því að dýr fari inn í gildruna, komist ekki úr henni ef hennar er ekki vitjað nógu reglulega og verði þá hungrað og þyrst. Bjarki Guðmundsson, meindýraeyðir Reykjavíkurborgar tekur í sama streng og Umhverfisstofnun og segir gildrur sem séu rétt settar upp ekki eiga að vera hættulegar öðrum, dýrum né mönnum. Hann segir Reykjavíkurborg jafnframt ekki vera með gildrur á svæðinu sem um ræðir. „Okkar gildrur eru þannig búnar að við séum meðvitaðir um að við séum í Reykjavík, hér eru hundar, kettir, börn og önnur forvitin augu og hendur,“ segir Bjarki. Gildrur Reykjavíkurborgar séu þannig gerðar að kettir og hundar eigi ekki að geta komist í gildrurnar. Hann segir gildrum ekki vera nógu vel lagt ef önnur dýr eins og kettir komist í þær. „Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri sem eru að leggja gildrur virðist vera, fyrir tíu árum síðan var ég bara einn í þessu. Nú er ég farinn að finna þetta út um allt,“ segir Bjarki. Hann bætir því við að hann taki gildrur sem hann sjái að séu lagðar á óábyrgan máta. Hafi áhyggjur af því að aðilinn sé með kisukirkjugarð einhvers staðar Diðrik Stefánsson, íbúi á svæðinu er einn þeirra sem grunar að kötturinn sinn hafi lent í minkagildru. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa farið á svæðið við smábátahöfnina, hirt tvær gildrur og farið með þær til MAST. Hjá MAST hafi hann fengið það staðfest að að minnsta kosti önnur gildran væri af ólöglegum toga. Köttur Diðriks týndist í lok mars á þessu ári og segir Diðrik hann hafa sótt mikið á svæðið við smábátahöfnina. Diðrik segir gildrurnar sem hann hafi fundið á svæðinu vera í eigu sama aðila og eigi að hafa átt gildruna sem köttur Birtu er sagður hafa lent í. „Ég fór með gildrurnar til MAST áðan, ég er samt með þær enn þá, þeir tóku bara myndir af þeim og skráðu þær. Önnur er kolólögleg og hin er eitthvað svona heimasmíðað kjaftæði og hún er svo öflug að hún tók í sundur nánast kústskaft hjá mér sem ég notaði til að afspenna hana því ég vildi ekki taka af mér puttana á þessu,“ segir Diðrik. Hann segir aðra gildruna hafa legið opna á víðavangi þannig hvaða hundur, köttur eða barn sem er hefði getað farið í hana. Hann hafi fundið gildrurnar við grjótgarðinn við smábátahöfnina án vandkvæða. Diðrik furðar sig á því að ef að maðurinn hafi grafið köttinn, af hverju hann segi Birtu ekki hvar kötturinn sé, af hverju hún megi ekki jarða hann á eigin forsendum. Diðrik grunar að kötturinn sinn hafi lent í minkagildru.Vísir/Vilhelm Helga Óskarsdóttir, meðlimur í stjórn Villikatta í Reykjavík segir aðilum innan félagsins vera mjög brugðið við fréttirnar af gildrunum við smábátahöfnina. „Okkur var búið að gruna lengi að það sé eitthvað í gangi í þessu hverfi af því að það eru kisur búnar að hverfa gjörsamlega sporlaust. Þannig við höfum svo miklar áhyggjur af því að þessi aðili sé bara með kisukirkjugarð einhvers staðar,“ segir Helga. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem samtökin heyri af einhverju þessu líkt segir hún þetta vera í fyrsta skipti sem eitthvað svona alvarlegt komi upp. „Þetta er bara mikið sjokk sko, þetta er bara hræðilegt að einhver skuli bara geta gert svona. Ef hann er að tala um það að hann sé nú bara að gera þetta til að losna við minka, hann ætti nú að átta sig á því að það eru náttúrulega kisur þarna og jafnvel gætu verið hundar sem væru bara eitthvað að vafra með eigandanum sínum,“ segir Helga. Börn og dýr gætu hlotið mikinn skaða af gildrum sem þessum. Hún segir samtökin vona að lögreglan geti gert eitthvað. Yfirlýsingu frá Villiköttum má lesa hér eða neðst í greininni. Uppfært með athugasemd frá MAST klukkan 15:18. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir að málið sé til skoðunar og segir að búið sé að hafa samband við Umhverfisstofnun þar sem málið eigi heima á þeirra borði að hluta til. Hún segir fyrstu mynd af gildru sem hafi borist þeim og Umhverfisstofnun hafa virst af löglegum toga en hún hafi aðeins séð mynd af þessari einu. Henni skilst að fleiri tegundir gildra hafi komið til þeirra. „Í svona málum erum við gjarnan í samráði við Umhverfisstofnun til þess að tryggja að það að þessi tegund gildra hafi verið samþykkt. Ef að svo er ekki að þá fer málið til þeirra en okkar hlið varðar þá velferð dýra og að tryggja að öðrum dýrum sé ekki búin hætta af. Það er það sem kemur fram í velferðarlögunum og að svona tæki og tól valdi ekki óþarfa þjáningu,“ segir Þóra. Mat á því hvort gildrurnar séu ólöglegar eða ekki sé á borði Umhverfisstofnunar. „Það er svo eitt hvort að gildrurnar hafi hlotið samþykki en hitt er notandinn, hvort að hann nái að uppfylla ákvæði laganna um að dýr verði ekki fyrir óþarfa kvölum og limlestingu eins og lögin orða það,“ segir Þóra. Hún segir það að gildra sé lögleg gefi ekki leyfi til þess að hana megi nota á hvaða hátt sem er. Ábyrgðarmaður þurfi að tryggja að önnur dýr komist ekki í gildruna og þó að um mink sé að ræða beri honum að tryggja að hann verði ekki fyrir óþarfa þjáningu og limlestingum. Það sé skýrt í lögum um velferð dýra. Yfirlýsing Villikatta Sú sorglega staða hefur komið upp að innan borgarmarka Reykjavíkur hefur einstaklingur komið fyrir ólöglegum gildrum til að fanga minka og ketti. Því miður hafa nokkrir heimiliskettir farið í þessar gildrur og við fáum aldrei að vita hvað margir vergangs- og villikettir hafa lent í þessum viðbjóðslegum gildrum og dáið kvalarfullum dauðdaga. Félagið Villikettir fordæmir einstaklinga og félagasamtök sem koma fyrir svona gildrum til að losna við ketti og minka en það eru til mannúðlegri leiðir. Félagið Villikettir hefur bjargað fjölmörgum vergangskisum í svipuðum aðstæðum og fundið þeim heimili í gegnum árin. Félagið hefur hefur einnig í gegnum árin náð ótal villikisum, látið gelda og ormahreinsa og þannig fækkað villikisum á mannúðlegan hátt en kisunum er í flestum tilfellum skilað aftur heim til sín eftir heimsókn til dýralæknis. Þær eru þó ekki alltaf velkomnar til baka en þá finnur félagið aðrar lausnir fyrir þær kisur. Flestir vilja þó fá kisurnar „sínar“ til baka því þær halda svæðunum músa- og rottufríum því eins og þjóð veit þá vilja rottur ekki gera hreiður þar sem kisur búa. Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samtökin Villikettir hafa fordæmt notkun þessara gildra en eigandi kattar í nágrenni hafnarinnar segir köttinn sinn hafa fundist í slíkri gildru á svæðinu á dögunum. Sá sem sagður er hafa fjarlægt köttinn úr gildrunni og bera ábyrgð á henni vill ekki greina frá því hvar kötturinn sé niður kominn. Þegar Birta Birgisdóttir lýsti eftir heimiliskettinum sínum Zlatan á dögunum hafði hann ekki komið heim til sín síðan 19. október síðastliðinn. Samkvæmt GPS tæki á ól hans hafði hann verið lengi við smábátahöfnina en svo hafi ólin hætt að senda staðsetningu. Það hafi þó ekki vakið áhyggjur hjá Birtu þar sem ólin hafi áður hætt að senda staðsetningu. Í samtali við fréttastofu segist hún hafa lýst eftir kettinum á miðvikudag og í gærmorgun hafi hún fengið símtal frá manni sem sagðist hafa séð köttinn hennar dauðan í minkagildru við smábátahöfnina. Kötturinn Zlatan nýtur sólarinnar (t.v.) og Birta Birgisdóttir, eigandi hans.Aðsent Birta segir manninn hafa náð sambandi við þann sem beri ábyrgð á gildrunum, sá hafi tekið köttinn og jarðað hann og vilji nú ekki segja henni eða hennar aðstandendum hvar Zlatan sé jarðaður. Hún segir manninn hafa neitað því að hennar köttur hafi verið sá sem lenti í gildrunni. „Zlatan var stór og dýrmætur partur af fjölskyldunni okkar sem var elskaður af öllum sem fengu að kynnast honum. Hann var einstaklega ljúfur og skemmtilegur og vildi helst alltaf vera í fanginu mínu. Hann tók alltaf á móti mér þegar ég kom heim og þegar að við vorum úti þá fylgdi hann mér hvert sem ég fór. Lífið verður ekki eins án hans og við munum aldrei gleyma honum,“ skrifar Birta. Gildrurnar eigi ekki að vera hættulegar öðrum dýrum og mönnum Í skriflegu svari til fréttastofu vegna málsins segist Bjarni Pálsson, sérfræðingur á sviði efna, starfsleyfa og veiðistjórnunar hjá Umhverfisstofnun ekki finna upplýsingar í reglugerðum um refa- og minkaveiðar að minkagildrur séu bannaðar í þéttbýli. Nauðsynlegt sé þó að gæta þess að þær séu lagðar þannig að öðrum dýrum stafi sem minnst hætta af. „Það er klárlega alltaf siðferðisleg skylda að önnur dýr eða börn eða almenningur komist ekki í gildruna og geti ekki slasað sig á henni,“ segir Bjarni. Hann segir reynda minkaveiðimenn ganga frá gildrum á þannig veg að önnur dýr komist ekki í gildrur ætlaðar mink. Hann segir einnig ekki leyfilegt að veiða nein dýr í gildrur hérlendis nema mink. Bjarni nefnir að lífgildrur séu lagðar erlendis þar sem dýr komist í þær án þess að þjást og hægt sé að hleypa þeim út. Vitja þurfi þeirra til þess að tæma þær daglega, þær eru ekki leyfðar hér á landi vegna dýravelferðarsjónarmiða. Hætta sé á því að dýr fari inn í gildruna, komist ekki úr henni ef hennar er ekki vitjað nógu reglulega og verði þá hungrað og þyrst. Bjarki Guðmundsson, meindýraeyðir Reykjavíkurborgar tekur í sama streng og Umhverfisstofnun og segir gildrur sem séu rétt settar upp ekki eiga að vera hættulegar öðrum, dýrum né mönnum. Hann segir Reykjavíkurborg jafnframt ekki vera með gildrur á svæðinu sem um ræðir. „Okkar gildrur eru þannig búnar að við séum meðvitaðir um að við séum í Reykjavík, hér eru hundar, kettir, börn og önnur forvitin augu og hendur,“ segir Bjarki. Gildrur Reykjavíkurborgar séu þannig gerðar að kettir og hundar eigi ekki að geta komist í gildrurnar. Hann segir gildrum ekki vera nógu vel lagt ef önnur dýr eins og kettir komist í þær. „Það eru alltaf að verða fleiri og fleiri sem eru að leggja gildrur virðist vera, fyrir tíu árum síðan var ég bara einn í þessu. Nú er ég farinn að finna þetta út um allt,“ segir Bjarki. Hann bætir því við að hann taki gildrur sem hann sjái að séu lagðar á óábyrgan máta. Hafi áhyggjur af því að aðilinn sé með kisukirkjugarð einhvers staðar Diðrik Stefánsson, íbúi á svæðinu er einn þeirra sem grunar að kötturinn sinn hafi lent í minkagildru. Í samtali við fréttastofu segist hann hafa farið á svæðið við smábátahöfnina, hirt tvær gildrur og farið með þær til MAST. Hjá MAST hafi hann fengið það staðfest að að minnsta kosti önnur gildran væri af ólöglegum toga. Köttur Diðriks týndist í lok mars á þessu ári og segir Diðrik hann hafa sótt mikið á svæðið við smábátahöfnina. Diðrik segir gildrurnar sem hann hafi fundið á svæðinu vera í eigu sama aðila og eigi að hafa átt gildruna sem köttur Birtu er sagður hafa lent í. „Ég fór með gildrurnar til MAST áðan, ég er samt með þær enn þá, þeir tóku bara myndir af þeim og skráðu þær. Önnur er kolólögleg og hin er eitthvað svona heimasmíðað kjaftæði og hún er svo öflug að hún tók í sundur nánast kústskaft hjá mér sem ég notaði til að afspenna hana því ég vildi ekki taka af mér puttana á þessu,“ segir Diðrik. Hann segir aðra gildruna hafa legið opna á víðavangi þannig hvaða hundur, köttur eða barn sem er hefði getað farið í hana. Hann hafi fundið gildrurnar við grjótgarðinn við smábátahöfnina án vandkvæða. Diðrik furðar sig á því að ef að maðurinn hafi grafið köttinn, af hverju hann segi Birtu ekki hvar kötturinn sé, af hverju hún megi ekki jarða hann á eigin forsendum. Diðrik grunar að kötturinn sinn hafi lent í minkagildru.Vísir/Vilhelm Helga Óskarsdóttir, meðlimur í stjórn Villikatta í Reykjavík segir aðilum innan félagsins vera mjög brugðið við fréttirnar af gildrunum við smábátahöfnina. „Okkur var búið að gruna lengi að það sé eitthvað í gangi í þessu hverfi af því að það eru kisur búnar að hverfa gjörsamlega sporlaust. Þannig við höfum svo miklar áhyggjur af því að þessi aðili sé bara með kisukirkjugarð einhvers staðar,“ segir Helga. Aðspurð hvort þetta sé í fyrsta skipti sem samtökin heyri af einhverju þessu líkt segir hún þetta vera í fyrsta skipti sem eitthvað svona alvarlegt komi upp. „Þetta er bara mikið sjokk sko, þetta er bara hræðilegt að einhver skuli bara geta gert svona. Ef hann er að tala um það að hann sé nú bara að gera þetta til að losna við minka, hann ætti nú að átta sig á því að það eru náttúrulega kisur þarna og jafnvel gætu verið hundar sem væru bara eitthvað að vafra með eigandanum sínum,“ segir Helga. Börn og dýr gætu hlotið mikinn skaða af gildrum sem þessum. Hún segir samtökin vona að lögreglan geti gert eitthvað. Yfirlýsingu frá Villiköttum má lesa hér eða neðst í greininni. Uppfært með athugasemd frá MAST klukkan 15:18. Þóra Jóhanna Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir hjá Matvælastofnun staðfestir að málið sé til skoðunar og segir að búið sé að hafa samband við Umhverfisstofnun þar sem málið eigi heima á þeirra borði að hluta til. Hún segir fyrstu mynd af gildru sem hafi borist þeim og Umhverfisstofnun hafa virst af löglegum toga en hún hafi aðeins séð mynd af þessari einu. Henni skilst að fleiri tegundir gildra hafi komið til þeirra. „Í svona málum erum við gjarnan í samráði við Umhverfisstofnun til þess að tryggja að það að þessi tegund gildra hafi verið samþykkt. Ef að svo er ekki að þá fer málið til þeirra en okkar hlið varðar þá velferð dýra og að tryggja að öðrum dýrum sé ekki búin hætta af. Það er það sem kemur fram í velferðarlögunum og að svona tæki og tól valdi ekki óþarfa þjáningu,“ segir Þóra. Mat á því hvort gildrurnar séu ólöglegar eða ekki sé á borði Umhverfisstofnunar. „Það er svo eitt hvort að gildrurnar hafi hlotið samþykki en hitt er notandinn, hvort að hann nái að uppfylla ákvæði laganna um að dýr verði ekki fyrir óþarfa kvölum og limlestingu eins og lögin orða það,“ segir Þóra. Hún segir það að gildra sé lögleg gefi ekki leyfi til þess að hana megi nota á hvaða hátt sem er. Ábyrgðarmaður þurfi að tryggja að önnur dýr komist ekki í gildruna og þó að um mink sé að ræða beri honum að tryggja að hann verði ekki fyrir óþarfa þjáningu og limlestingum. Það sé skýrt í lögum um velferð dýra. Yfirlýsing Villikatta Sú sorglega staða hefur komið upp að innan borgarmarka Reykjavíkur hefur einstaklingur komið fyrir ólöglegum gildrum til að fanga minka og ketti. Því miður hafa nokkrir heimiliskettir farið í þessar gildrur og við fáum aldrei að vita hvað margir vergangs- og villikettir hafa lent í þessum viðbjóðslegum gildrum og dáið kvalarfullum dauðdaga. Félagið Villikettir fordæmir einstaklinga og félagasamtök sem koma fyrir svona gildrum til að losna við ketti og minka en það eru til mannúðlegri leiðir. Félagið Villikettir hefur bjargað fjölmörgum vergangskisum í svipuðum aðstæðum og fundið þeim heimili í gegnum árin. Félagið hefur hefur einnig í gegnum árin náð ótal villikisum, látið gelda og ormahreinsa og þannig fækkað villikisum á mannúðlegan hátt en kisunum er í flestum tilfellum skilað aftur heim til sín eftir heimsókn til dýralæknis. Þær eru þó ekki alltaf velkomnar til baka en þá finnur félagið aðrar lausnir fyrir þær kisur. Flestir vilja þó fá kisurnar „sínar“ til baka því þær halda svæðunum músa- og rottufríum því eins og þjóð veit þá vilja rottur ekki gera hreiður þar sem kisur búa.
Yfirlýsing Villikatta Sú sorglega staða hefur komið upp að innan borgarmarka Reykjavíkur hefur einstaklingur komið fyrir ólöglegum gildrum til að fanga minka og ketti. Því miður hafa nokkrir heimiliskettir farið í þessar gildrur og við fáum aldrei að vita hvað margir vergangs- og villikettir hafa lent í þessum viðbjóðslegum gildrum og dáið kvalarfullum dauðdaga. Félagið Villikettir fordæmir einstaklinga og félagasamtök sem koma fyrir svona gildrum til að losna við ketti og minka en það eru til mannúðlegri leiðir. Félagið Villikettir hefur bjargað fjölmörgum vergangskisum í svipuðum aðstæðum og fundið þeim heimili í gegnum árin. Félagið hefur hefur einnig í gegnum árin náð ótal villikisum, látið gelda og ormahreinsa og þannig fækkað villikisum á mannúðlegan hátt en kisunum er í flestum tilfellum skilað aftur heim til sín eftir heimsókn til dýralæknis. Þær eru þó ekki alltaf velkomnar til baka en þá finnur félagið aðrar lausnir fyrir þær kisur. Flestir vilja þó fá kisurnar „sínar“ til baka því þær halda svæðunum músa- og rottufríum því eins og þjóð veit þá vilja rottur ekki gera hreiður þar sem kisur búa.
Dýr Dýraheilbrigði Reykjavík Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira