Telja að orkukreppan geti hraðað orkuskiptunum Kjartan Kjartansson skrifar 27. október 2022 14:08 Vindmyllur fyrir ofan hreinsistöð olíurisana BP í Gelsenkirchen í Þýskalandi. AP/Michael Sohn Hækkandi orkuverð vegna stöðu efnahagsmál og stríðsins í Úkraínu gæti leitt til þess að heimsbyggðin skipti hraðar yfir í endurnýjanlega orkugjafa, að mati Alþjóðaorkumálastofnunarinnar. Hún spáir nú í fyrsta skipti að útlit að losun vegna jarðefnaeldsneytis nái hámarki um miðjan áratuginn. Orkukreppan sem dynur nú á heimsbyggðinni er sögð ámenning um hversu brothætt og ósjálfbært núverandi orkukerfi heimsins er, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um stöðu orkumála sem birtist í dag. Framleiðsla og viðskipti með orku fóru úr skorðum í kórónveiruheimsfaraldrinum en innrás Rússa í Úkraína er sögð hafa skapað algeran glundroða á orkumarkaði. Þannig hafi viðskipti með jarðgas á milli Rússlands og Evrópu stöðvast vegna gagnkvæmra viðskiptaþvingana. Verð á jarðgasi er því í áður óþekktum hæðum og fer reglulega yfir það sem jafngildir um 250 dollara fyrir olíutunnu. Kolaverð er einnig sögulega hátt og olíutunnan fór vel yfir hundrað dollara á tunnu um mitt árið. Verðhækkanir á gasi og kolum eru sagðar skýra 90% af þeim verðhækkunum sem hafa orðið á orku í heiminum. Ríki heims hafa meðal annars brugðist við með því að reyna að tryggja sér orku annars staðar frá en frá Rússlandi, auka eigin framleiðslu á orku með olíu- og kolum, lenga líftíma kjarnorkuvera og setja aukinn kraft í uppbyggingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnir í helmingi meiri fjárfestingu í endurnýjanlegri orku Fatih Birol, forstjóri IEA, segir að okumarkaðir og stefna hafi breyst vegna innrásar Rússa í Úkraínu til langs tíma. „Orkugeirinn er að breytast gríðarlega fyrir framan nefið á okkur. Viðbrögð ríkisstjórna um allan heim gefa fyrirheit um að marka sögulega og afgerandi vatnaskil í átt að hreinni, ódýrari og öruggari orkukerfi,“ segir hann. Stofnun hans áætlar að fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum nemi meira en tveimur biljónum dollara fyrir árið 2030 og verði þannig helmingi meiri en hún er nú. Ef loftslagsmarkmið ríkja heims eiga að nást þurfi þó að tvöfalda þá upphæð. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar að dvína Miðað við núverandi markmið sem ríki hafa sett sér ætti eftirspurn eftir kolum að hjaðna aftur á fáum árum. Jarðgasnotkun nái hámarki fyrir lok þessa áratugs og aukin sala á rafbílum er talin leiða til þess að eftirspurn eftir olíu byrji að fletjast út upp úr miðjum fjórða áratugnum og dvína lítillega um miðja öldina. Heildareftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar þannig að dala stöðugt frá miðjum þessum áratug. Árlegur samdráttur fram á miðja öldina er talin nema um það bil heildarlífstímaframleiðslu stórrar olíulindar. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar miðað við þessa orkusamsetningu heimsins. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að í Parísarsamkomulaginu til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Áætlað er að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 til þess að það markmið geti náðst. „Þessi skýrsla færir sterk efnahagsleg rök fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum sem eru ekki aðeins samkeppnishæfari og ódýrari en jarðefnaeldsneyti heldur hafa þeir reynst seigari andspænis efnahagslegum og landfræðipólitískum kreppum,“ segir Maria Pastukhova, ráðgjafi hjá loftslagsmálahugveitunni E3G, við AP-fréttastofuna. Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Orkukreppan sem dynur nú á heimsbyggðinni er sögð ámenning um hversu brothætt og ósjálfbært núverandi orkukerfi heimsins er, að því er segir í nýrri skýrslu Alþjóðaorkumálastofnunarinnar (IEA) um stöðu orkumála sem birtist í dag. Framleiðsla og viðskipti með orku fóru úr skorðum í kórónveiruheimsfaraldrinum en innrás Rússa í Úkraína er sögð hafa skapað algeran glundroða á orkumarkaði. Þannig hafi viðskipti með jarðgas á milli Rússlands og Evrópu stöðvast vegna gagnkvæmra viðskiptaþvingana. Verð á jarðgasi er því í áður óþekktum hæðum og fer reglulega yfir það sem jafngildir um 250 dollara fyrir olíutunnu. Kolaverð er einnig sögulega hátt og olíutunnan fór vel yfir hundrað dollara á tunnu um mitt árið. Verðhækkanir á gasi og kolum eru sagðar skýra 90% af þeim verðhækkunum sem hafa orðið á orku í heiminum. Ríki heims hafa meðal annars brugðist við með því að reyna að tryggja sér orku annars staðar frá en frá Rússlandi, auka eigin framleiðslu á orku með olíu- og kolum, lenga líftíma kjarnorkuvera og setja aukinn kraft í uppbyggingu á endurnýjanlegum orkugjöfum. Stefnir í helmingi meiri fjárfestingu í endurnýjanlegri orku Fatih Birol, forstjóri IEA, segir að okumarkaðir og stefna hafi breyst vegna innrásar Rússa í Úkraínu til langs tíma. „Orkugeirinn er að breytast gríðarlega fyrir framan nefið á okkur. Viðbrögð ríkisstjórna um allan heim gefa fyrirheit um að marka sögulega og afgerandi vatnaskil í átt að hreinni, ódýrari og öruggari orkukerfi,“ segir hann. Stofnun hans áætlar að fjárfesting í endurnýjanlegum orkugjöfum nemi meira en tveimur biljónum dollara fyrir árið 2030 og verði þannig helmingi meiri en hún er nú. Ef loftslagsmarkmið ríkja heims eiga að nást þurfi þó að tvöfalda þá upphæð. Eftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar að dvína Miðað við núverandi markmið sem ríki hafa sett sér ætti eftirspurn eftir kolum að hjaðna aftur á fáum árum. Jarðgasnotkun nái hámarki fyrir lok þessa áratugs og aukin sala á rafbílum er talin leiða til þess að eftirspurn eftir olíu byrji að fletjast út upp úr miðjum fjórða áratugnum og dvína lítillega um miðja öldina. Heildareftirspurn eftir jarðefnaeldsneyti byrjar þannig að dala stöðugt frá miðjum þessum áratug. Árlegur samdráttur fram á miðja öldina er talin nema um það bil heildarlífstímaframleiðslu stórrar olíulindar. Þrátt fyrir það er útlit fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar miðað við þessa orkusamsetningu heimsins. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að í Parísarsamkomulaginu til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. Áætlað er að draga þurfi úr losun gróðurhúsalofttegunda um 45 prósent fyrir árið 2030 til þess að það markmið geti náðst. „Þessi skýrsla færir sterk efnahagsleg rök fyrir endurnýjanlegum orkugjöfum sem eru ekki aðeins samkeppnishæfari og ódýrari en jarðefnaeldsneyti heldur hafa þeir reynst seigari andspænis efnahagslegum og landfræðipólitískum kreppum,“ segir Maria Pastukhova, ráðgjafi hjá loftslagsmálahugveitunni E3G, við AP-fréttastofuna.
Loftslagsmál Orkumál Orkuskipti Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42