Líður ekki ósvipað og þegar hann kláraði menntaskóla Árni Sæberg skrifar 28. október 2022 19:04 Logi Einarsson ávarpaði félaga sína í Samfylkingunni í síðasta skipti sem formaður í dag. Vísir/Vilhelm Logi Einarsson hélt sína síðustu ræðu sem formaður Samfylkingarinnar á landsfundi flokksins í dag. Hann sagði að honum liði ekki ósvipað á þeim tímamótum og þegar hann útskrifaðist úr menntaskóla á sínum tíma. Árin sem formaður hafi heilt yfir verið ánægjulega þótt að hann hefði örugglega fengið slaka einkunn í stöku áfanga og stundum verið kallaður inn á beinið. Kristrún Frostadóttir tók formlega við sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa verið kjörin með rúmlega 94 prósent atkvæða en hún var ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur vermt formannsstólinn í sex ár og leitt flokkinn í gegnum stormasamasta tímabil flokksins, að eigin sögn. Í kveðjuræðu sinni sagði hann að honum hefði ásamt öðrum félögum stigið ölduna og skilað vel rekinni hreyfingu með metnað til þess að ná lengra, í þéttu samstarfi við aðra miðjuflokka í stjórnarandstöðu sem hann hafi alla tíð lagt mikla áherslu á. Þá sagði hann að hann hefði verið kallaður útfararstjóri flokksins um tíma en að nú spái ekki nokkur maður flokknum dauða. Gagnrýni nú snúist fremur um það að hann mælist ekki stærri, það sé eðlilegt. Ræðu Loga má lesa í heild sinni hér að neðan: Ég þakka ykkur öllum fyrir að koma og taka þátt í þessum landsfundi - sem ég er sannfærður um að á eftir að verða fjörugur og góður - og við vinnusöm, kraftmikil og skemmtileg - eins og við erum alltaf þegar við tökum okkur til. Okkar bíða fjölmörg verkefni við að þróa og skerpa stefnu Samfylkingarinnar í alls konar málum og við erum að fara að kjósa okkur nýja forystu. En áður en ég vík að því öllu saman langar mig til að tala aðeins um þessa blessuðu dýrategund sem við tilheyrum víst, hinn skyni gædda mann. Mannkynið sker sig í ýmsu umtalsvert frá öðrum tegundum dýraríkisins: Við getum hugsað abstrakt og við eigum mjög auðvelt með að færa þekkingu milli kynslóða - við getum lært af reynslunni og séð fyrir afleiðingar gerða okkar. Þetta hefur fært okkur mikla yfirburði yfir aðrar tegundir. Hæfileiki okkar til hugsunar og til að finna tæknilausnir er slíkur að stundum er eins og okkur séu allir vegir færir. Samt hefur einmitt þessi hæfileiki komið okkur sem tegund og öllu lífríki jarðar á ystu nöf. Við getum þó enn snúið taflinu við og nýtt þekkingu okkar og tækni til að draga úr sóun og misskiptingu og minnka vistsporið. En það krefst mikillar stefnufestu og enn meira alþjóðlegs samstarfs en áður hefur þekkst. Fyrir hvoru tveggja verður Samfylkingin að berjast af alefli, því annars getur allt farið á versta veg. Ég er sannfærður um það, kæru félagar, að andspænis þessum risavöxnu vandamálum sé aðeins eitt svar sem dugi, og það sé jafnaðarstefnan. Hún er í eðli sínu hófsöm og skynsamleg - hefur að leiðarljósi mannúð og virðingu fyrir réttindum einstaklinganna: Vill nýta hugvit og framtak einstaklinga - en þannig það nýtist í almannaþágu. Það er í eðli jafnaðarstefnunnar að vinna saman og mæta verkefnum dagsins og öðru fólki með jafnaðargeði. Við sem höfum jafnaðarstefnuna að leiðarljósi leitum sífellt að jafnvæginu milli þess að láta annað fólk koma okkur við - þykja vænt um annað fólk og sýna því umhyggju – og svo hins að vera ekki að skipta okkur af því sem okkur kemur ekki við - leyfa öðru fólki að ráða því sjálft hvernig það kýs að haga lífi sínu - þó manni líki ekki endilega val þess - svo fremi sem það skaði ekki aðra. Við stöndum vörð um rétt fólks til að vera til og þroskast og dafna á eigin forsendum – en við stöndum ekki vörð um rétt fólks til að beita ofbeldi, smána og særa aðra. Ýmsir eiga það til að hæðast að flokkum eins og Samfylkingunni, sem hafa meðal annars gert loftlags- og mannréttindarmálum hátt undir höfði og kalla það ímyndarstjórnmál. Láta þá eins og mannréttindi og lofslagsmál séu á einhvern hátt ekki raunveruleg úrlausnarefni fyrir alvöru stjórnmálamenn. Ekkert er fjær sanni. Þetta eru ekki jaðarmál eða afmarkaðir málaflokkar, heldur verða að vera meginþráðurinn í öllum hinum pólitíska vefnaði. Loftslagsmálin snúast um bráðavanda sem þarf að bregðast við með sameiginlegu átaki alls mannkyns - og verður að móta allan hugsunarhátt til ókominnar framtíðar. En mannréttindamálin er barátta sem alltaf hefur fylgt samfélagi manna og lýkur aldrei þó hún taki vissulega stöðugt á sig nýjar birtingarmyndir. Kæru félagar. Við sem aðhyllumst jafnaðarstefnu viljum að einstaklingar geti notið sín og hæfileika sinna í atvinnulífinu, í skapandi greinum, í íþróttum eða á öðrum sambærilegum vettvangi. En við lítum ekki á ríkið - opinberar stofnanir sem reknar eru fyrir almannafé og í almannaþágu - sem ógn við framtak einstaklinganna. Ríkið er samlag sem við höfum gert með okkur kringum sameiginleg verkefni í þágu allra. Einstaklingsframtakið og hið opinbera geta vel þrifist saman. Hlutverk hins opinbera er að halda uppi þjónustustigi við almenning og þekkingarstigi sem nýtist í almannaþágu en á ekki bara að vera auðsuppspretta á markaði. Þá sást líka vel í kóvid, hvaða hlutverki ríkið þarf að gegna þegar áföll ríða yfir og markaðsbrestur verður. Hugmyndir um hinn alvitra markað hafa aldrei staðist próf veruleikans. En við ætlumst heldur ekki til þess að öll framleiðslutæki og allt atvinnulíf sé á hendi hins opinbera. Þarna þarf jafnvægi að ríkja. Við viljum ekki bara sjá öflugt atvinnulíf sem getur haldið uppi góðum lífskjörum og séð fólki fyrir gefandi og skemmtilegri vinnu. Heldur teljum við líka að grundvallarforsenda þess að svo megi verða sé öflug og samhent verkalýðshreyfing sem stendur vörð um hagsmuni launafólks - hvort sem það birtist í launaumslaginu, lífeyrisréttindunum, lánakjörum, húsnæði, endurmenntun, aðbúnaði á vinnustað eða vöruverðinu – með öðrum orðum lífskjörin í víðum skilningi þess orðs. Þar stöndum við í Samfylkingunni með íslensku launafólki. Þetta sjáum við til dæmis á þeim þingmálum sem flokkurinn hefur lagt fram á þessu þingi og mörg undanfarin þing. Við höfum lagt fram mál um að íslenska þjóðin fái sjálf að velja um það hvort haldið skuli áfram viðræðum um fulla aðild að ESB - sem er bæði risastórt kjaramál og mál sem snýst hreinlega um stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna á viðsjárverðum tímum. Við höfum lagt fram tillögur um margháttaðar mótvægisaðgerðir til að verja tekjulága hópa fyrir verðbólgu, við höfum lagt fram mál um réttlæti í sjávarútvegi, um bætt kjör barnafjölskyldna, lífskjör aldraðra og öryrkja, um raforkuöryggi og greiðar samgöngur, heilbrigðisþjónustu og réttlát græn umskipti. Og, við höfum haldið lífinu í stjórnarskrárferlinu sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hratt af stað. Og svona má telja áfram og áfram. Við höfum verið óþreytandi við að leggja fram mál sem sýna fram á það hvernig við ætlum að stjórna landinu þegar við tökum við lyklunum í stjórnarráðinu. – Og ég er stoltur af okkar stefnu, áherslum og fólki. Á meðan hafa komið fram frá ríkisstjórninni mál um að setja upp lokaðar búðir fyrir hælisleitendur og hætta svo við það - koma til móts við sveitafélög vegna kostnaðar við málefni fatlaðra og hætta svo við það – þannig má telja áfram og áfram. Það eina sem þessi ríkisstjórn virðist hafa komið í verk er salan á Íslandsbanka í hendur sérvalinna vildarvina á sérkjörum - sem gefur okkur merkilega innsýn í valdakerfi og fjármálaumsýslu Sjálfstæðisflokksins, sem heldur um fjármálin í þessari ríkisstjórn. Rauði þráðurinn í öllum okkar tillögum og verkum er kjarni jafnaðarstefnunnar. Samfylkingin er nefnilega flokkur jafnaðarfólks. Auðvitað er ekki allt jafnaðarfólk landsins innan okkar raða, en þau eru hins vegar öll velkomin. Samfylkingin á að vera staður þar sem við sameinumst um að berjast fyrir grunngildum jafnaðarstefnunnar; frelsi, jafnrétti og samstöðu. Við viljum að öll séu frjáls, jafnrétthá - og sýni hver öðrum virðingu og vinarþel. Til að vinna saman að þessum gildum - að auka jöfnuð og réttlæti og bæta lífskjör - þurfum við ekki endilega að vera sammála um smátt og stórt. Við þurfum ekki að líta öll eins út – alls ekki – og við getum komið úr ólíkum hornum þjóðlífsins, haldið með ólíkum íþróttaliðum, hlustað á ólíka músík eða aðhyllst ólíka tómstundaiðju. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum í okkar röðum, ólíkum aldri og kyni og þar fram eftir götunum. Og við eigum að virða ólíka eiginleika hvert annars um leið og við finnum kraftinn í því sem sameinar okkur. Og hvað er það? Jú það er þessi brennandi löngun til þess að bæta samfélagið, bæta kjör þeirra sem búa við fátækt, bæta tækifæri fólks til að mennta sig, bæta möguleika fólks til að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið og jafna aðstöðu fólks. Eyða því ranglæti að örfáir útvaldir geti rakað til sín auði vegna þess að þeir hafa sérstakan aðgang að nýtingu auðlinda sem þjóðin á öll. Þetta er ekki flókið, kæru vinnir. Það sem sameinar okkur eru hugsjónir. Við höfum að sjálfsögðu ólíkar hugmyndir um það hvernig best verði starfað í anda þeirra hugsjóna og við tökumst á um það. En við eigum alltaf að gera það af virðingu og vináttu. Og gleymum því ekki að við störfum í flokki sem hefur stefnu sem er stærri en hvert og eitt okkar, var til á undan okkur öllum og mun lifa okkur öll. Það var þetta sem dró mig að Samfylkingunni að sínum tíma. Hugsjónirnar. En líka jarðsambandið sem þessar hugsjónir hafa hjá okkur. Og ekki síst fjölbreytileikinn í okkar röðum. Hér starfar verkafólk við hlið kennara, heilbrigðisstarfsfólk við hlið verkfræðinga, sjómenn við hlið forritara, ungt fólk við hlið roskinna, háskólaborgarar, atvinnurekendur, listamenn, iðnaðarmenn – og svona er hægt að telja endalaust upp, því að við endurspeglum íslenskt samfélag og erum þverskurður af íslensku samfélagi, og við eigum okkur djúpar rætur í þjóðlífinu. Við erum nefnilega flest komin af því stritandi alþýðufólki, sjómönnum, bændum og vinnufólki - körlum og konum - sem lifðu og störfuðu við ótrúlega óblíðar aðstæður en lögðu líka miklar fórnir á sig til þess að koma börnum sínum til mennta. En einmitt þessi fjölbreytileiki krefst þess líka af okkur - eins og ég hef margoft nefnt á þessum vettvangi - að við sýnum hvert öðru umburðarlyndi og leggjum okkur virkilega fram um að koma vel fram við hvert annað. Þegar ég tók stökkið úr sveitarstjórnarmálum og bauð mig fram til Alþingis 2016 óraði mig ekki fyrir því að verða hálmstráið sem hélt Samfylkingunni inni á þingi - hvað þá verða formaður allrar hreyfingarinnar. En sú varð samt raunin og ég er þakklátur fyrir bæði gefandi og skemmtileg ár – þótt stundum hafi tekið á inn á milli. Þegar ég tók við formennsku var sjálfsmynd flokksins í molum, ágreiningur hafði tætt flokkinn í sundur og fjárhagurinn mjög erfiður að loknum kosningum. En með sameiginlegu átaki tókst að sætta sjónarmið, finna taktinn og rétta úr kútnum. þá kom svo sannarlega í ljós að við erum raunveruleg fjöldahreyfing full af hæfileikaríku og hjartahlýju fólki - hvort sem það er í grasrót, hópi starfsmanna eða kjörinna fulltrúa. Öllu þessu fólki langar mig að þakka sérstaklega fyrir samstarfið og hafa trú á að við gætum þetta. Og þetta hafa sannarlega verið viðburðarík sex ár. Ég hef þrisvar komið nærri stjórnarmyndunum en gat ekki sætt mig við að leyfa Sjálfstæðismönnum að stjórna efnahagsstefnunni. Öll skiptin reyndum við að leiða saman félagshyggjuöflin, en þegar á reyndi höfðum við ekki styrkinn til þess og áhugi þeirra flokka sem kenna sig við félagshyggju á tyllidögum reyndist ekki nógu mikill. Ég hef því stýrt flokknum í stjórnarandstöðu og í því hlutverki höfum við verið beitt og málefnaleg. Bent á það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur neitunarvald í öllum umbótamálum og sýnt fram á það hvernig við myndum fara að í raunverulegri félagshyggjustjórn þar sem jafnaðarstefnan væri lögð til grundvallar. Og þó að við höfum ekki setið í ríkisstjórn eru áhrifin sem við höfum haft óumdeilanleg. Aðhald snýst um fleira en að stöðva mál; við verðum líka að vera fær um að leiða mál til betri vegar og það hefur okkur sannarlega tekist, bæði í smærri og stærri málum. Nærtækast að nefna aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við COVID. En við höfum líka þurft að stöðva mál s.s. ómanneskjuleg áform stjórnvalda varðandi flóttafólk . Loks höfum við lagt fram fjölda mála þar sem jafnaðarstefnan hefur alltaf verið rauði þráðurinn. Það má nefna hækkun örorku og ellilífeyris - sem miðar skammarlega hægt - þingsályktun um grænan samfélagssáttmála sem samþykkt var að senda til ríkisstjórnarinnar. Gríðarlega mikilvægt mál til að tryggja góð lífsskilyrði komandi kynslóða. Svo eru líka mál þar sem greinilega hefur verið horft til við ríkisstjórnarborðið, þó vissulega hafi ríkisstjórnin talið rétt að sitja sín fingraför á þau. Má þar nefna lengingu fæðingarorlofs, sem orðið er að lögum en einnig aðgerðaráætlun í húsnæðismálum og sérstakar aðgerðir í þágu almennings vegna Kovid. Fylgið sem við höfðum lengst af í skoðanakönnunum á síðasta kjörtímabili - um 20% á tímabili - minnkaði í pólitískri ládeyðu eftir COVID og eldgos, þegar öryggisþörf almennings réði för. Innanflokksátök skutu líka aftur upp kollinum með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fylgið úr skoðanakönnunum skilaði sér því ekki nema að litlum hluta í þingkosningunum síðustu, sem urðu okkur – og mér auðvitað mikil persónulega vonbrigði. Og þar sem Samfylkingin á að vera kjölfestuflokkur - valkostur þeirra sem vilja ný vinnubrögð og nýja sýn - er bæði eðlilegt og skynsamlegt að flokkurinn kjósi sér nú nýja forystu sem tekur við keflinu, svo að við getum komið flokknum okkar á þann stað þar sem við viljum sjá hann – í ríkisstjórn. En ég kveð samt nokkuð sáttur – Ég var kallaður útfararstjóri flokksins á sínum tíma en engin spáir flokknum dauða nú, heldur snýst gagnrýnin nú fremur um að við séum ekki enn stærri – Það er eðlilegt! Og nú er ég ásamt öðrum félögum – sem stigu ölduna með mér gegnum versta storm í sögu flokksins - að skila vel rekinni hreyfingu með metnað til þess að ná lengra, í þéttu samstarfi við aðra miðjuflokka í stjórnarandstöðu sem ég hef alla tíð lagt mikla áherslu á. Kæru félagar, við þessi kaflaskil líður mér kannski ekki ósvipað og þegar ég kláraði Menntaskólann: Heilt yfir hafa þetta verið skemmtileg ár. Fékk örugglega slaka einkunn í stöku áfanga og var stundum kallaður inn á beinið en lærði samt heilmargt, sem hefur nýst mér í framhaldinu. En það sem stóð uppúr og kenndi mér kannski allra mest var félagsskapurinn - maður minn! Og eins og þá, þegar maður hlakkaði til háskólanáms og nýrra ævintýra, tekur nú við nýr og áhugaverður tími í mínu lífi, þar sem ég fæ að takast á við stjórnmál sem óbreyttur þingmaður. Áfram ætla ég að berjast af öllum kröftum fyrir hugsjónum jafnaðarstefnunnar og ég mun styðja nýja forystu með ráðum og dáð. Því eitt af því sem ég hef lært af formannstíð minni er að forysta flokksins þarf öflugt aðhald en hún þarf líka öflugan stuðning almennra flokksmanna. Við skulum því, kæru vinir, fylkja okkur öll á bakvið þau sem við treystum til þess að leiða flokkinn! Og nú segi ég: Takk kæru félagar - takk fyrir mig. Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kristrún Frostadóttir tók formlega við sem formaður Samfylkingarinnar eftir að hafa verið kjörin með rúmlega 94 prósent atkvæða en hún var ein í framboði til formanns. Logi Einarsson hefur vermt formannsstólinn í sex ár og leitt flokkinn í gegnum stormasamasta tímabil flokksins, að eigin sögn. Í kveðjuræðu sinni sagði hann að honum hefði ásamt öðrum félögum stigið ölduna og skilað vel rekinni hreyfingu með metnað til þess að ná lengra, í þéttu samstarfi við aðra miðjuflokka í stjórnarandstöðu sem hann hafi alla tíð lagt mikla áherslu á. Þá sagði hann að hann hefði verið kallaður útfararstjóri flokksins um tíma en að nú spái ekki nokkur maður flokknum dauða. Gagnrýni nú snúist fremur um það að hann mælist ekki stærri, það sé eðlilegt. Ræðu Loga má lesa í heild sinni hér að neðan: Ég þakka ykkur öllum fyrir að koma og taka þátt í þessum landsfundi - sem ég er sannfærður um að á eftir að verða fjörugur og góður - og við vinnusöm, kraftmikil og skemmtileg - eins og við erum alltaf þegar við tökum okkur til. Okkar bíða fjölmörg verkefni við að þróa og skerpa stefnu Samfylkingarinnar í alls konar málum og við erum að fara að kjósa okkur nýja forystu. En áður en ég vík að því öllu saman langar mig til að tala aðeins um þessa blessuðu dýrategund sem við tilheyrum víst, hinn skyni gædda mann. Mannkynið sker sig í ýmsu umtalsvert frá öðrum tegundum dýraríkisins: Við getum hugsað abstrakt og við eigum mjög auðvelt með að færa þekkingu milli kynslóða - við getum lært af reynslunni og séð fyrir afleiðingar gerða okkar. Þetta hefur fært okkur mikla yfirburði yfir aðrar tegundir. Hæfileiki okkar til hugsunar og til að finna tæknilausnir er slíkur að stundum er eins og okkur séu allir vegir færir. Samt hefur einmitt þessi hæfileiki komið okkur sem tegund og öllu lífríki jarðar á ystu nöf. Við getum þó enn snúið taflinu við og nýtt þekkingu okkar og tækni til að draga úr sóun og misskiptingu og minnka vistsporið. En það krefst mikillar stefnufestu og enn meira alþjóðlegs samstarfs en áður hefur þekkst. Fyrir hvoru tveggja verður Samfylkingin að berjast af alefli, því annars getur allt farið á versta veg. Ég er sannfærður um það, kæru félagar, að andspænis þessum risavöxnu vandamálum sé aðeins eitt svar sem dugi, og það sé jafnaðarstefnan. Hún er í eðli sínu hófsöm og skynsamleg - hefur að leiðarljósi mannúð og virðingu fyrir réttindum einstaklinganna: Vill nýta hugvit og framtak einstaklinga - en þannig það nýtist í almannaþágu. Það er í eðli jafnaðarstefnunnar að vinna saman og mæta verkefnum dagsins og öðru fólki með jafnaðargeði. Við sem höfum jafnaðarstefnuna að leiðarljósi leitum sífellt að jafnvæginu milli þess að láta annað fólk koma okkur við - þykja vænt um annað fólk og sýna því umhyggju – og svo hins að vera ekki að skipta okkur af því sem okkur kemur ekki við - leyfa öðru fólki að ráða því sjálft hvernig það kýs að haga lífi sínu - þó manni líki ekki endilega val þess - svo fremi sem það skaði ekki aðra. Við stöndum vörð um rétt fólks til að vera til og þroskast og dafna á eigin forsendum – en við stöndum ekki vörð um rétt fólks til að beita ofbeldi, smána og særa aðra. Ýmsir eiga það til að hæðast að flokkum eins og Samfylkingunni, sem hafa meðal annars gert loftlags- og mannréttindarmálum hátt undir höfði og kalla það ímyndarstjórnmál. Láta þá eins og mannréttindi og lofslagsmál séu á einhvern hátt ekki raunveruleg úrlausnarefni fyrir alvöru stjórnmálamenn. Ekkert er fjær sanni. Þetta eru ekki jaðarmál eða afmarkaðir málaflokkar, heldur verða að vera meginþráðurinn í öllum hinum pólitíska vefnaði. Loftslagsmálin snúast um bráðavanda sem þarf að bregðast við með sameiginlegu átaki alls mannkyns - og verður að móta allan hugsunarhátt til ókominnar framtíðar. En mannréttindamálin er barátta sem alltaf hefur fylgt samfélagi manna og lýkur aldrei þó hún taki vissulega stöðugt á sig nýjar birtingarmyndir. Kæru félagar. Við sem aðhyllumst jafnaðarstefnu viljum að einstaklingar geti notið sín og hæfileika sinna í atvinnulífinu, í skapandi greinum, í íþróttum eða á öðrum sambærilegum vettvangi. En við lítum ekki á ríkið - opinberar stofnanir sem reknar eru fyrir almannafé og í almannaþágu - sem ógn við framtak einstaklinganna. Ríkið er samlag sem við höfum gert með okkur kringum sameiginleg verkefni í þágu allra. Einstaklingsframtakið og hið opinbera geta vel þrifist saman. Hlutverk hins opinbera er að halda uppi þjónustustigi við almenning og þekkingarstigi sem nýtist í almannaþágu en á ekki bara að vera auðsuppspretta á markaði. Þá sást líka vel í kóvid, hvaða hlutverki ríkið þarf að gegna þegar áföll ríða yfir og markaðsbrestur verður. Hugmyndir um hinn alvitra markað hafa aldrei staðist próf veruleikans. En við ætlumst heldur ekki til þess að öll framleiðslutæki og allt atvinnulíf sé á hendi hins opinbera. Þarna þarf jafnvægi að ríkja. Við viljum ekki bara sjá öflugt atvinnulíf sem getur haldið uppi góðum lífskjörum og séð fólki fyrir gefandi og skemmtilegri vinnu. Heldur teljum við líka að grundvallarforsenda þess að svo megi verða sé öflug og samhent verkalýðshreyfing sem stendur vörð um hagsmuni launafólks - hvort sem það birtist í launaumslaginu, lífeyrisréttindunum, lánakjörum, húsnæði, endurmenntun, aðbúnaði á vinnustað eða vöruverðinu – með öðrum orðum lífskjörin í víðum skilningi þess orðs. Þar stöndum við í Samfylkingunni með íslensku launafólki. Þetta sjáum við til dæmis á þeim þingmálum sem flokkurinn hefur lagt fram á þessu þingi og mörg undanfarin þing. Við höfum lagt fram mál um að íslenska þjóðin fái sjálf að velja um það hvort haldið skuli áfram viðræðum um fulla aðild að ESB - sem er bæði risastórt kjaramál og mál sem snýst hreinlega um stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna á viðsjárverðum tímum. Við höfum lagt fram tillögur um margháttaðar mótvægisaðgerðir til að verja tekjulága hópa fyrir verðbólgu, við höfum lagt fram mál um réttlæti í sjávarútvegi, um bætt kjör barnafjölskyldna, lífskjör aldraðra og öryrkja, um raforkuöryggi og greiðar samgöngur, heilbrigðisþjónustu og réttlát græn umskipti. Og, við höfum haldið lífinu í stjórnarskrárferlinu sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hratt af stað. Og svona má telja áfram og áfram. Við höfum verið óþreytandi við að leggja fram mál sem sýna fram á það hvernig við ætlum að stjórna landinu þegar við tökum við lyklunum í stjórnarráðinu. – Og ég er stoltur af okkar stefnu, áherslum og fólki. Á meðan hafa komið fram frá ríkisstjórninni mál um að setja upp lokaðar búðir fyrir hælisleitendur og hætta svo við það - koma til móts við sveitafélög vegna kostnaðar við málefni fatlaðra og hætta svo við það – þannig má telja áfram og áfram. Það eina sem þessi ríkisstjórn virðist hafa komið í verk er salan á Íslandsbanka í hendur sérvalinna vildarvina á sérkjörum - sem gefur okkur merkilega innsýn í valdakerfi og fjármálaumsýslu Sjálfstæðisflokksins, sem heldur um fjármálin í þessari ríkisstjórn. Rauði þráðurinn í öllum okkar tillögum og verkum er kjarni jafnaðarstefnunnar. Samfylkingin er nefnilega flokkur jafnaðarfólks. Auðvitað er ekki allt jafnaðarfólk landsins innan okkar raða, en þau eru hins vegar öll velkomin. Samfylkingin á að vera staður þar sem við sameinumst um að berjast fyrir grunngildum jafnaðarstefnunnar; frelsi, jafnrétti og samstöðu. Við viljum að öll séu frjáls, jafnrétthá - og sýni hver öðrum virðingu og vinarþel. Til að vinna saman að þessum gildum - að auka jöfnuð og réttlæti og bæta lífskjör - þurfum við ekki endilega að vera sammála um smátt og stórt. Við þurfum ekki að líta öll eins út – alls ekki – og við getum komið úr ólíkum hornum þjóðlífsins, haldið með ólíkum íþróttaliðum, hlustað á ólíka músík eða aðhyllst ólíka tómstundaiðju. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum í okkar röðum, ólíkum aldri og kyni og þar fram eftir götunum. Og við eigum að virða ólíka eiginleika hvert annars um leið og við finnum kraftinn í því sem sameinar okkur. Og hvað er það? Jú það er þessi brennandi löngun til þess að bæta samfélagið, bæta kjör þeirra sem búa við fátækt, bæta tækifæri fólks til að mennta sig, bæta möguleika fólks til að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið og jafna aðstöðu fólks. Eyða því ranglæti að örfáir útvaldir geti rakað til sín auði vegna þess að þeir hafa sérstakan aðgang að nýtingu auðlinda sem þjóðin á öll. Þetta er ekki flókið, kæru vinnir. Það sem sameinar okkur eru hugsjónir. Við höfum að sjálfsögðu ólíkar hugmyndir um það hvernig best verði starfað í anda þeirra hugsjóna og við tökumst á um það. En við eigum alltaf að gera það af virðingu og vináttu. Og gleymum því ekki að við störfum í flokki sem hefur stefnu sem er stærri en hvert og eitt okkar, var til á undan okkur öllum og mun lifa okkur öll. Það var þetta sem dró mig að Samfylkingunni að sínum tíma. Hugsjónirnar. En líka jarðsambandið sem þessar hugsjónir hafa hjá okkur. Og ekki síst fjölbreytileikinn í okkar röðum. Hér starfar verkafólk við hlið kennara, heilbrigðisstarfsfólk við hlið verkfræðinga, sjómenn við hlið forritara, ungt fólk við hlið roskinna, háskólaborgarar, atvinnurekendur, listamenn, iðnaðarmenn – og svona er hægt að telja endalaust upp, því að við endurspeglum íslenskt samfélag og erum þverskurður af íslensku samfélagi, og við eigum okkur djúpar rætur í þjóðlífinu. Við erum nefnilega flest komin af því stritandi alþýðufólki, sjómönnum, bændum og vinnufólki - körlum og konum - sem lifðu og störfuðu við ótrúlega óblíðar aðstæður en lögðu líka miklar fórnir á sig til þess að koma börnum sínum til mennta. En einmitt þessi fjölbreytileiki krefst þess líka af okkur - eins og ég hef margoft nefnt á þessum vettvangi - að við sýnum hvert öðru umburðarlyndi og leggjum okkur virkilega fram um að koma vel fram við hvert annað. Þegar ég tók stökkið úr sveitarstjórnarmálum og bauð mig fram til Alþingis 2016 óraði mig ekki fyrir því að verða hálmstráið sem hélt Samfylkingunni inni á þingi - hvað þá verða formaður allrar hreyfingarinnar. En sú varð samt raunin og ég er þakklátur fyrir bæði gefandi og skemmtileg ár – þótt stundum hafi tekið á inn á milli. Þegar ég tók við formennsku var sjálfsmynd flokksins í molum, ágreiningur hafði tætt flokkinn í sundur og fjárhagurinn mjög erfiður að loknum kosningum. En með sameiginlegu átaki tókst að sætta sjónarmið, finna taktinn og rétta úr kútnum. þá kom svo sannarlega í ljós að við erum raunveruleg fjöldahreyfing full af hæfileikaríku og hjartahlýju fólki - hvort sem það er í grasrót, hópi starfsmanna eða kjörinna fulltrúa. Öllu þessu fólki langar mig að þakka sérstaklega fyrir samstarfið og hafa trú á að við gætum þetta. Og þetta hafa sannarlega verið viðburðarík sex ár. Ég hef þrisvar komið nærri stjórnarmyndunum en gat ekki sætt mig við að leyfa Sjálfstæðismönnum að stjórna efnahagsstefnunni. Öll skiptin reyndum við að leiða saman félagshyggjuöflin, en þegar á reyndi höfðum við ekki styrkinn til þess og áhugi þeirra flokka sem kenna sig við félagshyggju á tyllidögum reyndist ekki nógu mikill. Ég hef því stýrt flokknum í stjórnarandstöðu og í því hlutverki höfum við verið beitt og málefnaleg. Bent á það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur neitunarvald í öllum umbótamálum og sýnt fram á það hvernig við myndum fara að í raunverulegri félagshyggjustjórn þar sem jafnaðarstefnan væri lögð til grundvallar. Og þó að við höfum ekki setið í ríkisstjórn eru áhrifin sem við höfum haft óumdeilanleg. Aðhald snýst um fleira en að stöðva mál; við verðum líka að vera fær um að leiða mál til betri vegar og það hefur okkur sannarlega tekist, bæði í smærri og stærri málum. Nærtækast að nefna aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við COVID. En við höfum líka þurft að stöðva mál s.s. ómanneskjuleg áform stjórnvalda varðandi flóttafólk . Loks höfum við lagt fram fjölda mála þar sem jafnaðarstefnan hefur alltaf verið rauði þráðurinn. Það má nefna hækkun örorku og ellilífeyris - sem miðar skammarlega hægt - þingsályktun um grænan samfélagssáttmála sem samþykkt var að senda til ríkisstjórnarinnar. Gríðarlega mikilvægt mál til að tryggja góð lífsskilyrði komandi kynslóða. Svo eru líka mál þar sem greinilega hefur verið horft til við ríkisstjórnarborðið, þó vissulega hafi ríkisstjórnin talið rétt að sitja sín fingraför á þau. Má þar nefna lengingu fæðingarorlofs, sem orðið er að lögum en einnig aðgerðaráætlun í húsnæðismálum og sérstakar aðgerðir í þágu almennings vegna Kovid. Fylgið sem við höfðum lengst af í skoðanakönnunum á síðasta kjörtímabili - um 20% á tímabili - minnkaði í pólitískri ládeyðu eftir COVID og eldgos, þegar öryggisþörf almennings réði för. Innanflokksátök skutu líka aftur upp kollinum með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fylgið úr skoðanakönnunum skilaði sér því ekki nema að litlum hluta í þingkosningunum síðustu, sem urðu okkur – og mér auðvitað mikil persónulega vonbrigði. Og þar sem Samfylkingin á að vera kjölfestuflokkur - valkostur þeirra sem vilja ný vinnubrögð og nýja sýn - er bæði eðlilegt og skynsamlegt að flokkurinn kjósi sér nú nýja forystu sem tekur við keflinu, svo að við getum komið flokknum okkar á þann stað þar sem við viljum sjá hann – í ríkisstjórn. En ég kveð samt nokkuð sáttur – Ég var kallaður útfararstjóri flokksins á sínum tíma en engin spáir flokknum dauða nú, heldur snýst gagnrýnin nú fremur um að við séum ekki enn stærri – Það er eðlilegt! Og nú er ég ásamt öðrum félögum – sem stigu ölduna með mér gegnum versta storm í sögu flokksins - að skila vel rekinni hreyfingu með metnað til þess að ná lengra, í þéttu samstarfi við aðra miðjuflokka í stjórnarandstöðu sem ég hef alla tíð lagt mikla áherslu á. Kæru félagar, við þessi kaflaskil líður mér kannski ekki ósvipað og þegar ég kláraði Menntaskólann: Heilt yfir hafa þetta verið skemmtileg ár. Fékk örugglega slaka einkunn í stöku áfanga og var stundum kallaður inn á beinið en lærði samt heilmargt, sem hefur nýst mér í framhaldinu. En það sem stóð uppúr og kenndi mér kannski allra mest var félagsskapurinn - maður minn! Og eins og þá, þegar maður hlakkaði til háskólanáms og nýrra ævintýra, tekur nú við nýr og áhugaverður tími í mínu lífi, þar sem ég fæ að takast á við stjórnmál sem óbreyttur þingmaður. Áfram ætla ég að berjast af öllum kröftum fyrir hugsjónum jafnaðarstefnunnar og ég mun styðja nýja forystu með ráðum og dáð. Því eitt af því sem ég hef lært af formannstíð minni er að forysta flokksins þarf öflugt aðhald en hún þarf líka öflugan stuðning almennra flokksmanna. Við skulum því, kæru vinir, fylkja okkur öll á bakvið þau sem við treystum til þess að leiða flokkinn! Og nú segi ég: Takk kæru félagar - takk fyrir mig.
Ég þakka ykkur öllum fyrir að koma og taka þátt í þessum landsfundi - sem ég er sannfærður um að á eftir að verða fjörugur og góður - og við vinnusöm, kraftmikil og skemmtileg - eins og við erum alltaf þegar við tökum okkur til. Okkar bíða fjölmörg verkefni við að þróa og skerpa stefnu Samfylkingarinnar í alls konar málum og við erum að fara að kjósa okkur nýja forystu. En áður en ég vík að því öllu saman langar mig til að tala aðeins um þessa blessuðu dýrategund sem við tilheyrum víst, hinn skyni gædda mann. Mannkynið sker sig í ýmsu umtalsvert frá öðrum tegundum dýraríkisins: Við getum hugsað abstrakt og við eigum mjög auðvelt með að færa þekkingu milli kynslóða - við getum lært af reynslunni og séð fyrir afleiðingar gerða okkar. Þetta hefur fært okkur mikla yfirburði yfir aðrar tegundir. Hæfileiki okkar til hugsunar og til að finna tæknilausnir er slíkur að stundum er eins og okkur séu allir vegir færir. Samt hefur einmitt þessi hæfileiki komið okkur sem tegund og öllu lífríki jarðar á ystu nöf. Við getum þó enn snúið taflinu við og nýtt þekkingu okkar og tækni til að draga úr sóun og misskiptingu og minnka vistsporið. En það krefst mikillar stefnufestu og enn meira alþjóðlegs samstarfs en áður hefur þekkst. Fyrir hvoru tveggja verður Samfylkingin að berjast af alefli, því annars getur allt farið á versta veg. Ég er sannfærður um það, kæru félagar, að andspænis þessum risavöxnu vandamálum sé aðeins eitt svar sem dugi, og það sé jafnaðarstefnan. Hún er í eðli sínu hófsöm og skynsamleg - hefur að leiðarljósi mannúð og virðingu fyrir réttindum einstaklinganna: Vill nýta hugvit og framtak einstaklinga - en þannig það nýtist í almannaþágu. Það er í eðli jafnaðarstefnunnar að vinna saman og mæta verkefnum dagsins og öðru fólki með jafnaðargeði. Við sem höfum jafnaðarstefnuna að leiðarljósi leitum sífellt að jafnvæginu milli þess að láta annað fólk koma okkur við - þykja vænt um annað fólk og sýna því umhyggju – og svo hins að vera ekki að skipta okkur af því sem okkur kemur ekki við - leyfa öðru fólki að ráða því sjálft hvernig það kýs að haga lífi sínu - þó manni líki ekki endilega val þess - svo fremi sem það skaði ekki aðra. Við stöndum vörð um rétt fólks til að vera til og þroskast og dafna á eigin forsendum – en við stöndum ekki vörð um rétt fólks til að beita ofbeldi, smána og særa aðra. Ýmsir eiga það til að hæðast að flokkum eins og Samfylkingunni, sem hafa meðal annars gert loftlags- og mannréttindarmálum hátt undir höfði og kalla það ímyndarstjórnmál. Láta þá eins og mannréttindi og lofslagsmál séu á einhvern hátt ekki raunveruleg úrlausnarefni fyrir alvöru stjórnmálamenn. Ekkert er fjær sanni. Þetta eru ekki jaðarmál eða afmarkaðir málaflokkar, heldur verða að vera meginþráðurinn í öllum hinum pólitíska vefnaði. Loftslagsmálin snúast um bráðavanda sem þarf að bregðast við með sameiginlegu átaki alls mannkyns - og verður að móta allan hugsunarhátt til ókominnar framtíðar. En mannréttindamálin er barátta sem alltaf hefur fylgt samfélagi manna og lýkur aldrei þó hún taki vissulega stöðugt á sig nýjar birtingarmyndir. Kæru félagar. Við sem aðhyllumst jafnaðarstefnu viljum að einstaklingar geti notið sín og hæfileika sinna í atvinnulífinu, í skapandi greinum, í íþróttum eða á öðrum sambærilegum vettvangi. En við lítum ekki á ríkið - opinberar stofnanir sem reknar eru fyrir almannafé og í almannaþágu - sem ógn við framtak einstaklinganna. Ríkið er samlag sem við höfum gert með okkur kringum sameiginleg verkefni í þágu allra. Einstaklingsframtakið og hið opinbera geta vel þrifist saman. Hlutverk hins opinbera er að halda uppi þjónustustigi við almenning og þekkingarstigi sem nýtist í almannaþágu en á ekki bara að vera auðsuppspretta á markaði. Þá sást líka vel í kóvid, hvaða hlutverki ríkið þarf að gegna þegar áföll ríða yfir og markaðsbrestur verður. Hugmyndir um hinn alvitra markað hafa aldrei staðist próf veruleikans. En við ætlumst heldur ekki til þess að öll framleiðslutæki og allt atvinnulíf sé á hendi hins opinbera. Þarna þarf jafnvægi að ríkja. Við viljum ekki bara sjá öflugt atvinnulíf sem getur haldið uppi góðum lífskjörum og séð fólki fyrir gefandi og skemmtilegri vinnu. Heldur teljum við líka að grundvallarforsenda þess að svo megi verða sé öflug og samhent verkalýðshreyfing sem stendur vörð um hagsmuni launafólks - hvort sem það birtist í launaumslaginu, lífeyrisréttindunum, lánakjörum, húsnæði, endurmenntun, aðbúnaði á vinnustað eða vöruverðinu – með öðrum orðum lífskjörin í víðum skilningi þess orðs. Þar stöndum við í Samfylkingunni með íslensku launafólki. Þetta sjáum við til dæmis á þeim þingmálum sem flokkurinn hefur lagt fram á þessu þingi og mörg undanfarin þing. Við höfum lagt fram mál um að íslenska þjóðin fái sjálf að velja um það hvort haldið skuli áfram viðræðum um fulla aðild að ESB - sem er bæði risastórt kjaramál og mál sem snýst hreinlega um stöðu Íslendinga í samfélagi þjóðanna á viðsjárverðum tímum. Við höfum lagt fram tillögur um margháttaðar mótvægisaðgerðir til að verja tekjulága hópa fyrir verðbólgu, við höfum lagt fram mál um réttlæti í sjávarútvegi, um bætt kjör barnafjölskyldna, lífskjör aldraðra og öryrkja, um raforkuöryggi og greiðar samgöngur, heilbrigðisþjónustu og réttlát græn umskipti. Og, við höfum haldið lífinu í stjórnarskrárferlinu sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir hratt af stað. Og svona má telja áfram og áfram. Við höfum verið óþreytandi við að leggja fram mál sem sýna fram á það hvernig við ætlum að stjórna landinu þegar við tökum við lyklunum í stjórnarráðinu. – Og ég er stoltur af okkar stefnu, áherslum og fólki. Á meðan hafa komið fram frá ríkisstjórninni mál um að setja upp lokaðar búðir fyrir hælisleitendur og hætta svo við það - koma til móts við sveitafélög vegna kostnaðar við málefni fatlaðra og hætta svo við það – þannig má telja áfram og áfram. Það eina sem þessi ríkisstjórn virðist hafa komið í verk er salan á Íslandsbanka í hendur sérvalinna vildarvina á sérkjörum - sem gefur okkur merkilega innsýn í valdakerfi og fjármálaumsýslu Sjálfstæðisflokksins, sem heldur um fjármálin í þessari ríkisstjórn. Rauði þráðurinn í öllum okkar tillögum og verkum er kjarni jafnaðarstefnunnar. Samfylkingin er nefnilega flokkur jafnaðarfólks. Auðvitað er ekki allt jafnaðarfólk landsins innan okkar raða, en þau eru hins vegar öll velkomin. Samfylkingin á að vera staður þar sem við sameinumst um að berjast fyrir grunngildum jafnaðarstefnunnar; frelsi, jafnrétti og samstöðu. Við viljum að öll séu frjáls, jafnrétthá - og sýni hver öðrum virðingu og vinarþel. Til að vinna saman að þessum gildum - að auka jöfnuð og réttlæti og bæta lífskjör - þurfum við ekki endilega að vera sammála um smátt og stórt. Við þurfum ekki að líta öll eins út – alls ekki – og við getum komið úr ólíkum hornum þjóðlífsins, haldið með ólíkum íþróttaliðum, hlustað á ólíka músík eða aðhyllst ólíka tómstundaiðju. Við eigum að fagna fjölbreytileikanum í okkar röðum, ólíkum aldri og kyni og þar fram eftir götunum. Og við eigum að virða ólíka eiginleika hvert annars um leið og við finnum kraftinn í því sem sameinar okkur. Og hvað er það? Jú það er þessi brennandi löngun til þess að bæta samfélagið, bæta kjör þeirra sem búa við fátækt, bæta tækifæri fólks til að mennta sig, bæta möguleika fólks til að koma sér og sínum þaki yfir höfuðið og jafna aðstöðu fólks. Eyða því ranglæti að örfáir útvaldir geti rakað til sín auði vegna þess að þeir hafa sérstakan aðgang að nýtingu auðlinda sem þjóðin á öll. Þetta er ekki flókið, kæru vinnir. Það sem sameinar okkur eru hugsjónir. Við höfum að sjálfsögðu ólíkar hugmyndir um það hvernig best verði starfað í anda þeirra hugsjóna og við tökumst á um það. En við eigum alltaf að gera það af virðingu og vináttu. Og gleymum því ekki að við störfum í flokki sem hefur stefnu sem er stærri en hvert og eitt okkar, var til á undan okkur öllum og mun lifa okkur öll. Það var þetta sem dró mig að Samfylkingunni að sínum tíma. Hugsjónirnar. En líka jarðsambandið sem þessar hugsjónir hafa hjá okkur. Og ekki síst fjölbreytileikinn í okkar röðum. Hér starfar verkafólk við hlið kennara, heilbrigðisstarfsfólk við hlið verkfræðinga, sjómenn við hlið forritara, ungt fólk við hlið roskinna, háskólaborgarar, atvinnurekendur, listamenn, iðnaðarmenn – og svona er hægt að telja endalaust upp, því að við endurspeglum íslenskt samfélag og erum þverskurður af íslensku samfélagi, og við eigum okkur djúpar rætur í þjóðlífinu. Við erum nefnilega flest komin af því stritandi alþýðufólki, sjómönnum, bændum og vinnufólki - körlum og konum - sem lifðu og störfuðu við ótrúlega óblíðar aðstæður en lögðu líka miklar fórnir á sig til þess að koma börnum sínum til mennta. En einmitt þessi fjölbreytileiki krefst þess líka af okkur - eins og ég hef margoft nefnt á þessum vettvangi - að við sýnum hvert öðru umburðarlyndi og leggjum okkur virkilega fram um að koma vel fram við hvert annað. Þegar ég tók stökkið úr sveitarstjórnarmálum og bauð mig fram til Alþingis 2016 óraði mig ekki fyrir því að verða hálmstráið sem hélt Samfylkingunni inni á þingi - hvað þá verða formaður allrar hreyfingarinnar. En sú varð samt raunin og ég er þakklátur fyrir bæði gefandi og skemmtileg ár – þótt stundum hafi tekið á inn á milli. Þegar ég tók við formennsku var sjálfsmynd flokksins í molum, ágreiningur hafði tætt flokkinn í sundur og fjárhagurinn mjög erfiður að loknum kosningum. En með sameiginlegu átaki tókst að sætta sjónarmið, finna taktinn og rétta úr kútnum. þá kom svo sannarlega í ljós að við erum raunveruleg fjöldahreyfing full af hæfileikaríku og hjartahlýju fólki - hvort sem það er í grasrót, hópi starfsmanna eða kjörinna fulltrúa. Öllu þessu fólki langar mig að þakka sérstaklega fyrir samstarfið og hafa trú á að við gætum þetta. Og þetta hafa sannarlega verið viðburðarík sex ár. Ég hef þrisvar komið nærri stjórnarmyndunum en gat ekki sætt mig við að leyfa Sjálfstæðismönnum að stjórna efnahagsstefnunni. Öll skiptin reyndum við að leiða saman félagshyggjuöflin, en þegar á reyndi höfðum við ekki styrkinn til þess og áhugi þeirra flokka sem kenna sig við félagshyggju á tyllidögum reyndist ekki nógu mikill. Ég hef því stýrt flokknum í stjórnarandstöðu og í því hlutverki höfum við verið beitt og málefnaleg. Bent á það hvernig Sjálfstæðisflokkurinn hefur neitunarvald í öllum umbótamálum og sýnt fram á það hvernig við myndum fara að í raunverulegri félagshyggjustjórn þar sem jafnaðarstefnan væri lögð til grundvallar. Og þó að við höfum ekki setið í ríkisstjórn eru áhrifin sem við höfum haft óumdeilanleg. Aðhald snýst um fleira en að stöðva mál; við verðum líka að vera fær um að leiða mál til betri vegar og það hefur okkur sannarlega tekist, bæði í smærri og stærri málum. Nærtækast að nefna aðgerðir ríkisstjórnarinnar í tengslum við COVID. En við höfum líka þurft að stöðva mál s.s. ómanneskjuleg áform stjórnvalda varðandi flóttafólk . Loks höfum við lagt fram fjölda mála þar sem jafnaðarstefnan hefur alltaf verið rauði þráðurinn. Það má nefna hækkun örorku og ellilífeyris - sem miðar skammarlega hægt - þingsályktun um grænan samfélagssáttmála sem samþykkt var að senda til ríkisstjórnarinnar. Gríðarlega mikilvægt mál til að tryggja góð lífsskilyrði komandi kynslóða. Svo eru líka mál þar sem greinilega hefur verið horft til við ríkisstjórnarborðið, þó vissulega hafi ríkisstjórnin talið rétt að sitja sín fingraför á þau. Má þar nefna lengingu fæðingarorlofs, sem orðið er að lögum en einnig aðgerðaráætlun í húsnæðismálum og sérstakar aðgerðir í þágu almennings vegna Kovid. Fylgið sem við höfðum lengst af í skoðanakönnunum á síðasta kjörtímabili - um 20% á tímabili - minnkaði í pólitískri ládeyðu eftir COVID og eldgos, þegar öryggisþörf almennings réði för. Innanflokksátök skutu líka aftur upp kollinum með fyrirsjáanlegum afleiðingum. Fylgið úr skoðanakönnunum skilaði sér því ekki nema að litlum hluta í þingkosningunum síðustu, sem urðu okkur – og mér auðvitað mikil persónulega vonbrigði. Og þar sem Samfylkingin á að vera kjölfestuflokkur - valkostur þeirra sem vilja ný vinnubrögð og nýja sýn - er bæði eðlilegt og skynsamlegt að flokkurinn kjósi sér nú nýja forystu sem tekur við keflinu, svo að við getum komið flokknum okkar á þann stað þar sem við viljum sjá hann – í ríkisstjórn. En ég kveð samt nokkuð sáttur – Ég var kallaður útfararstjóri flokksins á sínum tíma en engin spáir flokknum dauða nú, heldur snýst gagnrýnin nú fremur um að við séum ekki enn stærri – Það er eðlilegt! Og nú er ég ásamt öðrum félögum – sem stigu ölduna með mér gegnum versta storm í sögu flokksins - að skila vel rekinni hreyfingu með metnað til þess að ná lengra, í þéttu samstarfi við aðra miðjuflokka í stjórnarandstöðu sem ég hef alla tíð lagt mikla áherslu á. Kæru félagar, við þessi kaflaskil líður mér kannski ekki ósvipað og þegar ég kláraði Menntaskólann: Heilt yfir hafa þetta verið skemmtileg ár. Fékk örugglega slaka einkunn í stöku áfanga og var stundum kallaður inn á beinið en lærði samt heilmargt, sem hefur nýst mér í framhaldinu. En það sem stóð uppúr og kenndi mér kannski allra mest var félagsskapurinn - maður minn! Og eins og þá, þegar maður hlakkaði til háskólanáms og nýrra ævintýra, tekur nú við nýr og áhugaverður tími í mínu lífi, þar sem ég fæ að takast á við stjórnmál sem óbreyttur þingmaður. Áfram ætla ég að berjast af öllum kröftum fyrir hugsjónum jafnaðarstefnunnar og ég mun styðja nýja forystu með ráðum og dáð. Því eitt af því sem ég hef lært af formannstíð minni er að forysta flokksins þarf öflugt aðhald en hún þarf líka öflugan stuðning almennra flokksmanna. Við skulum því, kæru vinir, fylkja okkur öll á bakvið þau sem við treystum til þess að leiða flokkinn! Og nú segi ég: Takk kæru félagar - takk fyrir mig.
Samfylkingin Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira