Öskrandi staðreynd Bryndís Haraldsdóttir skrifar 1. nóvember 2022 10:01 Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða. Við þessu verðum við að bregðast og það hratt. Í geðheilsustefnunni er markið sett á að 90% barna meti andlega heilsu sína góða, en því miður hefur hún hrakað frá því stefnan var samþykkt. Hver er ástæðan ? Ég ætla ekki að setjast í spámannsætið og segja hvað veldur það er örugglega ekki eitthvað eitt heldur margir samverkandi þættir. Oft er bent á samfélagsmiðla sem óttast er að geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna, það gera þeir örugglega og því er mikilvægt að foreldrar hafi eftirlit með samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Mikil vinna og lífsgæðakapphlaup foreldra er annað sem gjarnan er nefnt. Við Íslendingar höfum löngum verið þekktir fyrir mikla vinnu. En markmið síðustu kjarasamninga var ekki síst að minka þetta álag og stytta vinnutíma. Þetta með lífsgæðakapphlaupið er svo annað fyrirbrigði sem engin getur lagað nema við sjálf. Sumir halda því fram að álag á börn sé of mikið fullur skóladagur, frístundir og heimanám, það vanti einfaldlega tíma til að slaka á og njóta eða láta sér leiðast. Þar hafa samfélagsmiðlar og tæknin tekið völdin, ekkert barn kann lengur að láta sér leiðast eða finna upp á einhverju að gera, við erum öll mötuð af afþreyingu á öllum mögulegum miðlum. Allt bendir þetta til þess að alvöru samskipti vanti, að foreldrar verji minni tíma með börnum sínum. Þar get ég horft í eigin barm eins og eflaust margir foreldrar hvernig tryggjum við samveru og góð samskipti þegar allir hafa sína dagskrá með vinnu, skóla, æfingum, félagslífi og allskonar skyldum. Það þarf heilt þorp Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og velferð þeirra, þeirri ábyrgð verður ekki vísað annað. En samt er það svo að það þarf heilt þorp til að ala upp barn og þess vegna kemur okkur öllum við velferð hvers barns. Skólinn er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og góðir skólar eru grunnur að góðu samfélagi. Menntamálaráðherra hefur boðað allsherjar samráð um nýja heildarlöggjöf í kringum skólanna okkar og er það vel. Íslenskt menntakerfi er að mörgu leyti gott, við höfum góða kennara sem eru án efa allir að gera sitt besta. En íslenska menntakerfið kostar mikla peninga og samkvæmt alþjóðlegum mælingum, t.a.m. Pisa erum við ekki að ná árangri í samræmi við þá fjármuni sem við verjum í fjárfestinguna. Of margir, sérstaklega drengir, geta ekki lesið sér til gagns. Stelpurnar okkar glíma við kvíða. En þau eru auðvitað ekki vandamálið heldur er verkefni okkar að laga þetta, sjá til þess að öllum börnum líði vel og að þau fái eins mikið út úr grunnskólanum og kostur er. Það er því nauðsynlegt að ráðast í úrbætur. Tryggja þarf að kennarar hafi rými og stuðning til að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur með námsefni við hæfi. Kennsluaðferðirnar þurfa að byggja á vísindum og þær þurfa að virka. Ég vil fagna þeirri miklu samfélagsumræðu sem skapast hefur um börnin okkar, skólanna og velferð barna. Heilu sjónvarpsþættirnir, mikil og góð greinaskrif um velferð barna og almenn umræða allt er þetta af hinu góða og mikilvægt. Í haust hóf ég að halda erindi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um skólamál. Ástæðan var ekki síst sú að mér fannst umræða um skólamál lítil sem engin og fyrst og fremst einkennast af fréttum um myglu í skólahúsnæði, kjarasamninga kennara og öðrum rekstar þáttum en lítið sem ekkert um raunverulega starfið sem þar er unnið. Ekkert um kennsluaðferðir og vísindin þar á bakvið, það hefur nú breyst og fagna ég því mjög. Ég vona að á komandi misserum munu eiga sér stað umræða um þessa þætti umræða sem mun leiða okkar til aðgerða sem skila árangri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Börn og uppeldi Sjálfstæðisflokkurinn Heilbrigðismál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Árið 2014 svöruðu 81% barna því svo til að þau mætu andlega heilsu sína góða eða mjög góða í könnun Rannsóknar og greiningar í fyrra voru einungis 57% barna sem töldu svo vera. Þetta er öskrandi staðreynd, 43% barna meta sína andlegu heilsu sína ekki góða. Við þessu verðum við að bregðast og það hratt. Í geðheilsustefnunni er markið sett á að 90% barna meti andlega heilsu sína góða, en því miður hefur hún hrakað frá því stefnan var samþykkt. Hver er ástæðan ? Ég ætla ekki að setjast í spámannsætið og segja hvað veldur það er örugglega ekki eitthvað eitt heldur margir samverkandi þættir. Oft er bent á samfélagsmiðla sem óttast er að geti haft neikvæð áhrif á sjálfsmynd barna, það gera þeir örugglega og því er mikilvægt að foreldrar hafi eftirlit með samfélagsmiðlanotkun barna sinna. Mikil vinna og lífsgæðakapphlaup foreldra er annað sem gjarnan er nefnt. Við Íslendingar höfum löngum verið þekktir fyrir mikla vinnu. En markmið síðustu kjarasamninga var ekki síst að minka þetta álag og stytta vinnutíma. Þetta með lífsgæðakapphlaupið er svo annað fyrirbrigði sem engin getur lagað nema við sjálf. Sumir halda því fram að álag á börn sé of mikið fullur skóladagur, frístundir og heimanám, það vanti einfaldlega tíma til að slaka á og njóta eða láta sér leiðast. Þar hafa samfélagsmiðlar og tæknin tekið völdin, ekkert barn kann lengur að láta sér leiðast eða finna upp á einhverju að gera, við erum öll mötuð af afþreyingu á öllum mögulegum miðlum. Allt bendir þetta til þess að alvöru samskipti vanti, að foreldrar verji minni tíma með börnum sínum. Þar get ég horft í eigin barm eins og eflaust margir foreldrar hvernig tryggjum við samveru og góð samskipti þegar allir hafa sína dagskrá með vinnu, skóla, æfingum, félagslífi og allskonar skyldum. Það þarf heilt þorp Við sem foreldrar berum ábyrgð á börnum okkar og velferð þeirra, þeirri ábyrgð verður ekki vísað annað. En samt er það svo að það þarf heilt þorp til að ala upp barn og þess vegna kemur okkur öllum við velferð hvers barns. Skólinn er okkar mikilvægasta jöfnunartæki og góðir skólar eru grunnur að góðu samfélagi. Menntamálaráðherra hefur boðað allsherjar samráð um nýja heildarlöggjöf í kringum skólanna okkar og er það vel. Íslenskt menntakerfi er að mörgu leyti gott, við höfum góða kennara sem eru án efa allir að gera sitt besta. En íslenska menntakerfið kostar mikla peninga og samkvæmt alþjóðlegum mælingum, t.a.m. Pisa erum við ekki að ná árangri í samræmi við þá fjármuni sem við verjum í fjárfestinguna. Of margir, sérstaklega drengir, geta ekki lesið sér til gagns. Stelpurnar okkar glíma við kvíða. En þau eru auðvitað ekki vandamálið heldur er verkefni okkar að laga þetta, sjá til þess að öllum börnum líði vel og að þau fái eins mikið út úr grunnskólanum og kostur er. Það er því nauðsynlegt að ráðast í úrbætur. Tryggja þarf að kennarar hafi rými og stuðning til að mæta hverjum og einum nemanda þar sem hann er staddur með námsefni við hæfi. Kennsluaðferðirnar þurfa að byggja á vísindum og þær þurfa að virka. Ég vil fagna þeirri miklu samfélagsumræðu sem skapast hefur um börnin okkar, skólanna og velferð barna. Heilu sjónvarpsþættirnir, mikil og góð greinaskrif um velferð barna og almenn umræða allt er þetta af hinu góða og mikilvægt. Í haust hóf ég að halda erindi á vettvangi Sjálfstæðisflokksins um skólamál. Ástæðan var ekki síst sú að mér fannst umræða um skólamál lítil sem engin og fyrst og fremst einkennast af fréttum um myglu í skólahúsnæði, kjarasamninga kennara og öðrum rekstar þáttum en lítið sem ekkert um raunverulega starfið sem þar er unnið. Ekkert um kennsluaðferðir og vísindin þar á bakvið, það hefur nú breyst og fagna ég því mjög. Ég vona að á komandi misserum munu eiga sér stað umræða um þessa þætti umræða sem mun leiða okkar til aðgerða sem skila árangri. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Allsherjar- og menntamálanefndar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun