Lotumeðferð við kvíða - framtíðin í kvíðameðferð? Ásmundur Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2022 12:31 Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Skólaforðun: Rangnefni sem þarfnast nýrrar nálgunar Rakel Norðfjörð Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Viska bendir á ójöfnuð kynslóðanna Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun Að kjósa í roki, hríð og nístingskulda Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Hvernig gerðist þetta? Tryggvi Hjaltason skrifar Skoðun Borgum rétta vexti - Landsbankinn verði banki allra landsmanna Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Gleymdu leikskólabörnin Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Tími fyrir breytingar – Nú er tækifærið Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ölvunarakstur á Arnarnesbrú Anna Linda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Flokknum er sama um þig Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan í Reykjavík er efnahagslegt vandamál Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Virði en ekki byrði Hulda Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Vanrækt barn er besti ráðherrann Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar Skoðun Úr öskunni í eldinn á laugardaginn? Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Skuggaspil valdsins Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Viltu að barnabörnin þín verði fátækir leiguliðar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Nýtt upphaf – í þjónustu við þjóðina Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á hvert annað og breytum þessu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Kæru landsmenn – þetta er ekki lengur boðlegt Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun XL niðurskurður – hugsum stórt! Arnar Þór Jónsson,Kári Allansson skrifar Skoðun Blórabögglar og gylliboð frá vinstri Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Hvað kjósa foreldrar ósýnilegra barna? Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Heimskasta þjóð í heimi? Sverrir Björnsson skrifar Skoðun Jöfnum leikinn á laugardaginn Björgvin G. Sigurðsson skrifar Skoðun ADHD, fjórir stafir og hvað svo? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skattagleði á kostnað ferðaþjónustunnar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Börnin heim Hanna Katrín Friðriksson skrifar Sjá meira
Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Skoðun Frjálsar handfæraveiðar - Opið svar til Strandveiðifélags Íslands Álfheiður Eymarsdóttir skrifar
Skoðun Ofbeldisvarnir og alhliða kynfræðsla alla skólagönguna! Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar
Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – svarið fyrir fjölskyldur og ungt fólk Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar
Skoðun Fjárfestum í vellíðan – því hver króna skilar sér margfalt til baka Theodór Ingi Ólafsson skrifar