Kroos ætlar að klára ferilinn hjá Real Madrid en veit bara ekki hvenær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2022 14:01 Toni Kroos hefur átt frábær átta ár hjá Real Madrid. Getty/Angel Martinez Toni Kroos hefur ekki ákveðið hvort hann framlengir samning sinn við Real Madrid eða ekki. Það er hins vegar ljóst að hann spilar ekki annars staðar. Þessi 32 ára gamli þýski miðjumaður hefur spilað mjög vel á miðju Real Madrid á þessari leiktíð. „Mér líður mjög vel líkamlega og ég er mjög ánægður,“ sagði Toni Kroos á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid í kvöld. Toni Kroos is Madrid forever pic.twitter.com/XmagLU3PqZ— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2022 „Ég er rólegur yfir samningamálunum. Þetta er frekar fyndið því stundum les ég hluti um mína framtíð sem ég sjálfur veit ekkert um. Ég hef sagt það áður að ég ætla að velta fyrir mér framtíðinni í HM-hléinu. Þá mun ég reyna að taka ákvörðun hvað sé best í stöðunni,“ sagði Kroos. Kroos kom til Real Madrid frá Bayern München árið 2014 og hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með liðinu og spænsku deildina þrisvar. Toni Kroos on his future: I will retire here at Real Madrid, I just don t know when I don t want to play for any other club . #RealMadrid We have arranged a chat with the club in 2023 to discuss about my future, so I will decide next year . pic.twitter.com/UnvxbfoBy1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2022 „Ég hef alltaf sagt að ég fer ekki neitt. Ég mun ekki skipta um lið. Hér mun ég leggja skóna á hilluna,“ sagði Kroos. „Það eina sem er vafi um er að ég veit ekki hvenær. Við sjáum til á næsta ári en bæði ég og félagið erum róleg yfir þessu. Við tölum saman í janúar, febrúar eða að það gæti verið í mars. Ekki vera stressuð yfir þessu því ég er það ekki,“ sagði Kroos. Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira
Þessi 32 ára gamli þýski miðjumaður hefur spilað mjög vel á miðju Real Madrid á þessari leiktíð. „Mér líður mjög vel líkamlega og ég er mjög ánægður,“ sagði Toni Kroos á blaðamannafundi fyrir Meistaradeildarleik Real Madrid í kvöld. Toni Kroos is Madrid forever pic.twitter.com/XmagLU3PqZ— ESPN FC (@ESPNFC) November 1, 2022 „Ég er rólegur yfir samningamálunum. Þetta er frekar fyndið því stundum les ég hluti um mína framtíð sem ég sjálfur veit ekkert um. Ég hef sagt það áður að ég ætla að velta fyrir mér framtíðinni í HM-hléinu. Þá mun ég reyna að taka ákvörðun hvað sé best í stöðunni,“ sagði Kroos. Kroos kom til Real Madrid frá Bayern München árið 2014 og hefur unnið Meistaradeildina fjórum sinnum með liðinu og spænsku deildina þrisvar. Toni Kroos on his future: I will retire here at Real Madrid, I just don t know when I don t want to play for any other club . #RealMadrid We have arranged a chat with the club in 2023 to discuss about my future, so I will decide next year . pic.twitter.com/UnvxbfoBy1— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) November 1, 2022 „Ég hef alltaf sagt að ég fer ekki neitt. Ég mun ekki skipta um lið. Hér mun ég leggja skóna á hilluna,“ sagði Kroos. „Það eina sem er vafi um er að ég veit ekki hvenær. Við sjáum til á næsta ári en bæði ég og félagið erum róleg yfir þessu. Við tölum saman í janúar, febrúar eða að það gæti verið í mars. Ekki vera stressuð yfir þessu því ég er það ekki,“ sagði Kroos.
Spænski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Sjá meira