Fótboltabullur beita sér fyrir lýðræði í Brasilíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 08:15 Fótboltaáhugamenn í Brasilíu tóku til sinna ráða. Þeir vildu alls ekki missa af leik síns liðs. Getty/Pedro Vilela Fótboltabullur hafa oftast ekki góða ímynd á sér enda vanir að búa til meiri vandræði en leysa þau. Það átti þó ekki við í Brasilíu í þessari viku í kjölfar ólgu eftir Forsetakosningar í landinu. Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum. Brasilía Fótbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira
Vandamál sköpuðust víða um Brasilíu þar sem tapsárir öfgahægri stuðningsmenn fráfarandi forseta, Jair Bolsonaro, settu upp vegatálma til að mótmæla niðurstöðum kosninganna. Luiz Inácio Lula da Silva var kosinn forseti en hinn brasilíski Trump, Jair Bolsonaro, neitar að viðurkenna úrslitin. Kemur kannski fáum á óvart með þeim viðbrögðum. We are for democracy : Brazil football fans clear pro-Bolsonaro blockades https://t.co/n15dVsgEHA— The Guardian (@guardian) November 2, 2022 Öfgahægrimenn Bolsonaro halda því fram að kosningarsvindl hafi ráðið því að þeirra maður missti Forsetaembætti. Þeirra svar við því var að trufla umferð út um allt land með því að setja upp vegatálma og búa með því til alls kyns vandræði, tafir og ólgu í þjóðfélaginu. Hæstiréttur í Brasilíu úrskurðaði að lögreglan yrði að sjá til þess að vegirnir haldist opnir en myndbönd sýna suma lögreglumenn taka þátt í mótmælunum. Torcedores do Atlético Mineiro desfazem bloqueio e liberam acesso na BR 381, próximo de Belo Horizonte. Eles receberam apoio de caminhoneiros que estavam presos no engarrafamento. pic.twitter.com/VvVsJLtkOA— Renato Souza (@reporterenato) November 1, 2022 Lögreglan náði að opna marga vegi en alls ekki alla. Þeir fengu aftur á móti hjálp úr óvæntri átt. Brasilíska blaðið O Globo segir frá því að minnsta kosti fjórar sveitir af öfgastuðningsmannasveitum brasilískra fótboltafélaga hafi brotið sér leið í gegnum vegatálma útsendara Bolsonaro. Brasilísku bullurnar vildu alls ekki missa af útileikjum sinna liða og tóku því til sinna ráða. Tvö dæmi um slíkt voru meðal annars nefnd í greininni. Stuðningsmenn Atlético Mineiro opnuðu veginn á milli Belo Horizonte og Sao Paulo og stuðningsmenn Corinthians opnuðu veginn frá Sao Paulo til Rio. Atlético Mineiro átti útileik á móti Sao Paulo og lið Corinthians átti útileik á móti Flamengo á Maracana leikvanginum.
Brasilía Fótbolti Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Handbolti Fleiri fréttir Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Sjá meira