Þegar lækningin er verri en sjúkdómurinn Jón Ingi Hákonarson skrifar 3. nóvember 2022 11:00 Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Ingi Hákonarson ÍL-sjóður Mest lesið Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Skoðun Lækkum álögur á fólk og fyrirtæki á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Tæknitröll í heilbrigðiskerfið Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Valdeflandi endurhæfing Hugarafls styrkt í sessi Auður Axelsdóttir skrifar Skoðun Ert þú að velja milli Samfylkingar og Viðreisnar? Sigurrós Elddís Huldudóttir skrifar Skoðun Kjósum breytingar – Kjósum Pírata Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Þreyttur á vók? Símon Vestarr skrifar Skoðun Áskorun í minnkandi heimi Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný nálgun í heilbrigðismálum – bréf frá einstakling með ADHD Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson skrifar Skoðun Einkaframtakinu þarf að fylgja ábyrgð Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Vindorkuver? Ekki svona, ekki núna! Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin 2 - lofað upp í ermina á sér Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri til breytinga með Samfylkingunni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hvernig getur þú stutt þjóðarmorð? Ingólfur Gíslason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa vitað af 200 milljarða gati Íbúðalánasjóðs frá 2013 í það minnsta. Þá var tekin ákvörðun um að gera ekki neitt. Þá var ákveðið að þetta yrði vandamál annarrar ríkisstjórnar. Það þýðir að gefin voru út þau skilmerkilegu skilaboð að ríkið hygðist standa sig sem ábyrgðaraðili á útgefnum skuldabréfum sjóðsins. Bréfin hafa síðan gengið kaupum og sölum á markaði. Það að ábyrgðaraðili lánasafnsins íhugi það áratug seinna að koma sér undan þessum skyldum sínum er ein versta ákvörðun sem tekin hefur verið í íslenskri pólitík. Að telja okkur trú um að verið sé að spara þjóðinni hátt í fimmtíu milljarða er í besta falli arfaslakur brandari, í versta falli álitshnekkir og skemmdarverk á íslenskum fjármálamarkaði sem mun kosta Íslendinga mun meira en fimmtíu milljarða. Það skiptir máli að horfa fórnarkostnaðinn. Í þessu tilviki mun traust á skuldabréfaútgáfu ríkisins minnka með lakari lánakjörum. Hver ætti að treysta ríkisvaldi sem breytir leikreglum í hálfleik sér í vil? Þannig haga sér bara ríki sem við viljum ekki nefna í sömu andrá og Ísland. Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að semja um það að lækka höfuðstól eigna sinna, slíkt væri lögbrot. Lífeyrissjóðum ber að innheimta hverja einustu krónu. Það að ráðherra tali fyrir samningum við sjóðina er með ólíkindum. Málið myndi alltaf enda fyrir dómstólum og ef ríkið myndi vinna það mál er trúverðugleiki íslenska ríkisins á lánamarkaði laskað með ófyrirséðum afleiðingum um langa framtíð. Þegar, fjármálaráðherra flokks sem telur sig vinna samkvæmt markaðslögmálum, tekur ákvörðun sem aðalritarar kommúnistaflokka gömlu Sovét gætu verið stoltir af, kárnar gamanið. En hvað á að gera? Ákvörðunin var tekin fyrir rúmum tíu árum. Ákvörðunin var sú að gera ekki neitt. Afleiðing þeirrar ákvörðunar er sú að ríkissjóður tekur skellinn. Það hefði verið hægt að lágmarka tjónið þá með því að gera ráðstafanir. Hvort aðgerðaleysið sé afleiðing skilningsleysis, skeytingarleysis eða hreinlega vegna þess að menn hafi talið að aðgerðaleysi væri skásti kosturinn veit ég ekki. En hitt veit ég að ákvörðunin um að taka ekki ákvörðun var niðurstaðan. Sú leið sem nú er verið að íhuga er líklega versti kosturinn í stöðunni, þar sem fjárhagstjón og laskað traust er niðurstaðan. Enn og aftur erum við sjálfum okkur verst. Hvort sem okkur líkar betur eða verr þá búum við í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi en högum okkur eins og við séum ein í heiminum og engum háð. Hrun bankanna 2008 var að mestu heimatilbúið og þrot Íbúðalánsjóðs er heimatilbúið. Við erum reynslumikil þjóð en stjórnvöldum gengur oft illa að læra af reynslunni okkur til hagsbóta. Enn og aftur þarf íslenska þjóðin að taka á sig hundruð milljarða tjón. Höfundur er bæjarfulltrúi Viðreisnar í Hafnarfirði.
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson Skoðun
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun