Fundu ekki þrettán sem átti að senda úr landi Samúel Karl Ólason skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi. Aðsend Fimmtán hælisleitendur voru fluttir úr landi í morgun af stoðdeild ríkislögreglustjóra. Til stóð að senda 28 manns sem hafa sótt um alþjóðlega vernd hér á landi til Grikklands en þrettán þeirra fundust ekki þegar lögregluþjónar leituðu þeirra í nótt. Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að fólkið sem sent var úr landi hafi verið umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þau hafi fengið endanlega stöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og þeim hafi verið gert að yfirgefa landið. Í umræddum hóp fólks er fimm manna fjölskylda frá Írak sem hefur verið hér á landi í rúm tvö ár. Sjá einnig: Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Þar segir einnig að fólkinu hafi verið gefinn kostur á að yfirgefa landið sjálft og án lögreglufylgdar, áður en þeim hafi svo verið fylgt úr landi. Unnið hefur verið að ferðinni í rúman mánuð. „Þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið endanlega niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun er þeim gert ljóst um að þeim verði gert að yfirgefa landið og fara á verkbeiðnalista stoðdeildar. Einstaklingar eru ekki fjarlægðir af þeim verkbeiðnalista nema af beiðni Útlendingastofnunar,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir einnig að sé hælisleitandi metinn ósamvinnuþýður eða hættulegur hafi lögreglna valdheimildir til að tryggja að lögreglufylgd nái fram að ganga og til að tryggja öryggi viðkomandi hælisleitenda og almennings. Þeim valdheimildum sé þó ekki beitt nema nauðsynlegt sé. Þá segir í yfirlýsingunni að einn fatlaður einstaklingur hafi verið í hópnu, Hussein Hussein frá Írak, og sá hafi notast við hjólastól og að stóllinn hafi fylgt honum á áfangastað. Engin börn hafi verið í hópnum og sem standi séu engin börn á áðurnefndum verkbeiðnalista stoðdeildarinnar á leið til Grikklands. Ríkislögreglustjóri ætlar ekki að veita nánari upplýsingar um málið, samkvæmt yfirlýsingunni. Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Í yfirlýsingu frá ríkislögreglustjóra segir að fólkið sem sent var úr landi hafi verið umsækjendur um alþjóðlega vernd og að þau hafi fengið endanlega stöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun og þeim hafi verið gert að yfirgefa landið. Í umræddum hóp fólks er fimm manna fjölskylda frá Írak sem hefur verið hér á landi í rúm tvö ár. Sjá einnig: Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Þar segir einnig að fólkinu hafi verið gefinn kostur á að yfirgefa landið sjálft og án lögreglufylgdar, áður en þeim hafi svo verið fylgt úr landi. Unnið hefur verið að ferðinni í rúman mánuð. „Þegar umsækjendur um alþjóðlega vernd hafa fengið endanlega niðurstöðu sinna mála hjá Útlendingastofnun er þeim gert ljóst um að þeim verði gert að yfirgefa landið og fara á verkbeiðnalista stoðdeildar. Einstaklingar eru ekki fjarlægðir af þeim verkbeiðnalista nema af beiðni Útlendingastofnunar,“ segir í yfirlýsingunni. Í yfirlýsingunni segir einnig að sé hælisleitandi metinn ósamvinnuþýður eða hættulegur hafi lögreglna valdheimildir til að tryggja að lögreglufylgd nái fram að ganga og til að tryggja öryggi viðkomandi hælisleitenda og almennings. Þeim valdheimildum sé þó ekki beitt nema nauðsynlegt sé. Þá segir í yfirlýsingunni að einn fatlaður einstaklingur hafi verið í hópnu, Hussein Hussein frá Írak, og sá hafi notast við hjólastól og að stóllinn hafi fylgt honum á áfangastað. Engin börn hafi verið í hópnum og sem standi séu engin börn á áðurnefndum verkbeiðnalista stoðdeildarinnar á leið til Grikklands. Ríkislögreglustjóri ætlar ekki að veita nánari upplýsingar um málið, samkvæmt yfirlýsingunni.
Hælisleitendur Lögreglumál Mál Hussein Hussein Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira