Framganga MAST í meintu dýraníðsmáli hafi „farið úr hófi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 19:20 Sævar Þór Jónsson, lögmaður, segir hrossin sem umbjóðandi hans á ekki hafa verið vannærð eða vanrækt. Vísir/Arnar Lögmaður konu, sem er eigandi hrossa í meintu dýraníðsmáli í Borgarfirði, segir Matvælastofnun hafa farið of geyst í málinu. Konan hafi ekki verið nægilega vel upplýst um gang mála og hrossin hafi verið vel haldin. Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“ Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Meint dýraníð í Borgarfirði hefur verið til mikillar umfjöllunar í haust en málið hófst í ágúst þegar sveitungar vöktu athygli á málinu. Umsjáraðilum hrossanna var gert af Matvælastofnun að hleypa hrossunum út á beit í haust en þau höfðu þá verið innilokuð um langt skeið. Þeim var þá gert að fóðra hrossin samhliða en sinntu því ekki sem skildi samkvæmt MAST og þau svipt vörslu yfir hrossunum. Þrettán hross í umsjá fólksins voru felld í kjölfarið og síðan hefur sauðfé verið fjarlægt af sama bæ og MAST með illa haldna nautgripi á bænum í eftirliti. Þórunn Björg Bjarnadóttir, landbúnaðarverkakona, hefur komið að ræktun hrossanna og umsjá þeirra ásamt dóttur sinni og bónda í Borgarfirði. Þær mæðgur voru jafnframt varaþingmenn Flokks fólksins en sögðu af sér varaþingmennsku vegna málsins. „Við höfum sent inn bréf til MAST þar sem við erum að kvarta yfir hvernig farið er að málinu af þeirra hendi,“ segir Sævar Þór Jónsson lögmaður Þórunnar. Skortur hafi verið á upplýsingagjöf á vegum MAST til Þórunnar. Hvað eruð þið ósátt með? „Við erum ósátt með það, hvað varðar minn umbjóðanda, að hún hafi ekki fengið vitneskju eða upplýsingar um stöðu málsins, þegar kemur að því að taka dýrin,“ segir Sævar. „Þarna voru hross sem hún átti og taldi að væru alla vega í góðum holdum og taldi ekki þörf á þessum aðgerðum.“ Málið verði að leysa. „Mínum umbjóðanda er umhugað um það að hún fái dýrin til baka og henni finnst framgangan í þessu máli hafa farið úr hófi.“
Dýraníð í Borgarfirði Dýr Hestar Borgarbyggð Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32 Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. 1. nóvember 2022 15:32
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
Grindhoraðar kýr sagðar í umsjá sama fólks og hestarnir í Borgarfirði Formaður Dýraverndarsambands Íslands segir Matvælastofnun ekki sinna eftirliti þegar grunur er um dýraníð sem skyldi. Nýjar upplýsingar bendi til að vannærðum nautgripum hafi verið haldið innandyra í rúm þrjú ár af sama fólki og grunaðir er um illa meðferð á hrossum í Borgarfirði. 28. október 2022 19:28