Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:00 Arnfríður Helgadóttir lét draum sinn rætast og opnaði Hátíðarvagninn aðeins 18 ára gömul. Instagram Arnfríður Helgadóttir er öflug ung kona sem lætur drauma sína rætast. Hún átti sér þann draum að opna sinn eigin matarvagn niðri í miðbæ. Til þess að gera þann draum að veruleika vann hún í þremur vinnum, samhliða fullu námi, á meðan hún safnaði fyrir vagninum. „Það var ótrúlega erfitt, ég verð að viðurkenna það. En ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir það að hafa tekist þetta,“ segir hin nítján ára gamla Arnfríður í samtali við Vísi. Hugmyndin að Hátíðarvagninum kom til þegar jólabörnin og systurnar Arnfríður og Sandra Björg létu hugann reika um það hvernig þær gætu bætt jólastemninguna niðri í miðbæ Reykjavíkur. „Ég og Sandra systir mín við erum örugglega mestu jólalúðar sem er hægt að finna. Við elskum jólin og byrjum alltaf ótrúlega snemma að hlusta á jólatónlist.“ View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Sameinuðu ást sína á jólunum og súkkulaði Jólin eru þó ekki það eina sem sameinar þær systur, því þær eru einnig miklar áhugakonur um súkkulaði. „Við elskum súkkulaði og það hefur alltaf verið mjög mikið um heitt súkkulaði í fjölskyldunni okkar. Síðan fannst okkur bara vanta einhverja jólastemmingu niðri í miðbæ, þannig okkur datt í hug að gera eitthvað við þessa ástríðu okkar á heitu súkkulaði.“ Úr varð hugmyndin að Hátíðarvagninum, matarvagni sem sérhæfir sig í hágæða heitu súkkulaði. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Öll launin fóru í útborgun á vagninum „Ég þurfti að vinna í þremur vinnum til þess að safna mér fyrir vagninum sjálfum, því hann var svona helsti kostnaðurinn. Ég fann sem betur fer vagn hjá manni sem leyfði mér að borga hann í þremur greiðslum. En allt sem ég fékk útborgað fór í það að borga vagninn. Svo var ég líka að selja föt sem ég átti til þess að eiga alveg fyrir þessu.“ Á þessum tíma var Arnfríður aðeins átján ára gömul og í fullu námi í menntaskóla. Hún segir þetta hafa verið erfitt tímabil, en afar lærdómsríkt og vel þess virði. Nú er hún stoltur fyrirtækjaeigandi en Hátíðarvagninn opnaði fyrst í nóvember á síðasta ári. Arnfríður rekur vagninn ásamt Söndru, systur sinni. Sandra er þó búsett erlendis, en sér um bókhaldið, Instagramið og aðra tölvuvinnu. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Jól í bolla í alfaraleið „Þetta gekk svo ótrúlega vel í fyrra, þannig við ákváðum bara að kýla á það og gera þetta aftur í ár,“ en vagninn opnaði á ný 1. nóvember síðastliðinn. Hátíðarvagninn er staðsettur á Bernhöftstorfu og er hann því í alfaraleið fyrir fólk á jólarölti niðri í miðbæ. Boðið er upp á fimm tegundir af heitu súkkulaði, ásamt vöfflum, kleinum og piparkökum. „Það er bara búið að ganga mjög vel núna fyrstu dagana. Það eru sumir sem eru svona aðeins að hneykslast á jólatónlistinni sem við erum að spila. En það eru margir komnir í jólaskapið,“ segir Arnfríður. „Svo eru margir sem segjast komast í jólaskapið þegar þau koma til okkar.“ Jól Menning Jóladrykkir Reykjavík Tengdar fréttir Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Jólin nálgast óðfluga og í öllum tryllingnum má ekki gleyma því að gera sér glaðan dag og njóta þeirra huggulegheita sem jólin bjóða upp á. 16. desember 2021 12:00 Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00 Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
„Það var ótrúlega erfitt, ég verð að viðurkenna það. En ég er ótrúlega stolt af sjálfri mér fyrir það að hafa tekist þetta,“ segir hin nítján ára gamla Arnfríður í samtali við Vísi. Hugmyndin að Hátíðarvagninum kom til þegar jólabörnin og systurnar Arnfríður og Sandra Björg létu hugann reika um það hvernig þær gætu bætt jólastemninguna niðri í miðbæ Reykjavíkur. „Ég og Sandra systir mín við erum örugglega mestu jólalúðar sem er hægt að finna. Við elskum jólin og byrjum alltaf ótrúlega snemma að hlusta á jólatónlist.“ View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Sameinuðu ást sína á jólunum og súkkulaði Jólin eru þó ekki það eina sem sameinar þær systur, því þær eru einnig miklar áhugakonur um súkkulaði. „Við elskum súkkulaði og það hefur alltaf verið mjög mikið um heitt súkkulaði í fjölskyldunni okkar. Síðan fannst okkur bara vanta einhverja jólastemmingu niðri í miðbæ, þannig okkur datt í hug að gera eitthvað við þessa ástríðu okkar á heitu súkkulaði.“ Úr varð hugmyndin að Hátíðarvagninum, matarvagni sem sérhæfir sig í hágæða heitu súkkulaði. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Öll launin fóru í útborgun á vagninum „Ég þurfti að vinna í þremur vinnum til þess að safna mér fyrir vagninum sjálfum, því hann var svona helsti kostnaðurinn. Ég fann sem betur fer vagn hjá manni sem leyfði mér að borga hann í þremur greiðslum. En allt sem ég fékk útborgað fór í það að borga vagninn. Svo var ég líka að selja föt sem ég átti til þess að eiga alveg fyrir þessu.“ Á þessum tíma var Arnfríður aðeins átján ára gömul og í fullu námi í menntaskóla. Hún segir þetta hafa verið erfitt tímabil, en afar lærdómsríkt og vel þess virði. Nú er hún stoltur fyrirtækjaeigandi en Hátíðarvagninn opnaði fyrst í nóvember á síðasta ári. Arnfríður rekur vagninn ásamt Söndru, systur sinni. Sandra er þó búsett erlendis, en sér um bókhaldið, Instagramið og aðra tölvuvinnu. View this post on Instagram A post shared by Hátíðarvagninn (@hatidarvagninn) Jól í bolla í alfaraleið „Þetta gekk svo ótrúlega vel í fyrra, þannig við ákváðum bara að kýla á það og gera þetta aftur í ár,“ en vagninn opnaði á ný 1. nóvember síðastliðinn. Hátíðarvagninn er staðsettur á Bernhöftstorfu og er hann því í alfaraleið fyrir fólk á jólarölti niðri í miðbæ. Boðið er upp á fimm tegundir af heitu súkkulaði, ásamt vöfflum, kleinum og piparkökum. „Það er bara búið að ganga mjög vel núna fyrstu dagana. Það eru sumir sem eru svona aðeins að hneykslast á jólatónlistinni sem við erum að spila. En það eru margir komnir í jólaskapið,“ segir Arnfríður. „Svo eru margir sem segjast komast í jólaskapið þegar þau koma til okkar.“
Jól Menning Jóladrykkir Reykjavík Tengdar fréttir Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Jólin nálgast óðfluga og í öllum tryllingnum má ekki gleyma því að gera sér glaðan dag og njóta þeirra huggulegheita sem jólin bjóða upp á. 16. desember 2021 12:00 Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00 Mest lesið Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Jól Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Jólastöðin er komin í loftið Jól Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Jól Blúndukökur Birgittu slá í gegn Jól Jólastöðin komin í loftið Jól Heitustu jólagjafir ársins fyrir hana Jól Spænsk jól: Roscon de Reyes Jól Opið bréf til jólasveinanna: Góð ráð og hugmyndir í skóinn Jól Fleiri fréttir Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Aðventan með Lindu Ben: Pakkaskraut sem þú borðar Sörur með karamellu pralíni að hætti Lindu Ben Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Sjá meira
Svona er hægt að eyða fullkomnum degi í jólaskapi í miðbænum Jólin nálgast óðfluga og í öllum tryllingnum má ekki gleyma því að gera sér glaðan dag og njóta þeirra huggulegheita sem jólin bjóða upp á. 16. desember 2021 12:00
Stökkið:„Það var klárlega mest krefjandi ár lífs míns hingað til“ Sandra Björg Helgadóttir er búsett í Los Angeles ásamt manninum sínum Hilmari Arnarsyni þar sem hún stundar MBA nám í LMU. Hún er stofnandi og eigandi Absolute Training, er dugleg að setja sér stór markmið og taka réttu skrefin til þess að ná þeim. 2. maí 2022 07:00