„Pabbi var að lemja mömmu“ Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2022 11:03 Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og lýstu því öll að hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Vísir Karlmaður hefur verið dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands Eystra fyrir ofbeldisbrot í nánu sambandi og barnaverndarlagabrot. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa ráðist að barnsmóður sinni og sambýliskonu á heimili þeirra á Akureyri en þriggja ára sonur þeirra varð vitni að árásinni. Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur. Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Árásin átti sér stað í mars 2021. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi ráðist á konuna eftir að hún hringdi í 112 til að fá hjálp við að fjarlægja hann úr íbúðinni. Hann hafi klipið hana ítrekað í líkamann, slegið hana föstu hnefahöggi í höfuð, tekið hana kverkataki, sparkað í hana og kýlt hana ítrekað í hnakkann, auk þess að bíta í fingur hægri handar hennar og hótað að drepa hana. Þetta gerði hann fyrir framan þriggja ára son þeirra, sem reyndi að koma móður sinni til hjálpar með því að berja í föður sinn. Afleiðingarnar voru þær að konan hlaut umtalsverða áverka víðs vegar um líkamann. Í frumskýrslu lögreglu kemur fram að þegar lögregla mætti á staðinn hafi konan hálf kropið á gólfinu og beðið lögreglu um að „taka hann“. Hún hafi grátið, verið í miklu uppnámi og mjög hrædd. Þá er tekið fram að sonur þeirra hafi grátið mjög sárt og sagt „pabbi var að lemja mömmu“. Hann hafi kúrt sig upp að henni og haldið fast í hana og verið skelfingu lostinn. Frásögn mannsins ótrúverðug Við yfirheyrslur hjá lögreglu sagðist maðurinn muna lítið eftir því sem gerðist. Hann hefði verið dauðadrukkinn. Fyrir dómi lýsti hann því hins vegar að nokkrum dögum síðar hefði hann munað skýrt hvað gerðist þetta kvöld. Hann sagðist ekki hafa gert annað en potað í hana, bitið í fingur hennar og ýtt á háls hennar og sagðist sjálfur hafa verið hræddur við konuna. Hélt hann því fram að konan væri geðveik, haldin geðklofa, og hefði oft ráðist á hann og þau á hvort annað. Dómurinn mat það hins vegar svo að þessi frásögn mannsins væri ótrúverðug. Var meðal annars litið til þess að frásögnin var ekki í samræmi við alla þá áverka sem voru á konunni. Þrír nágrannar konunnar báru vitni fyrir dómi og sögðust hafa heyrt mikla háreysti frá íbúðinni þetta kvöld og upplifað það svo að konan væri í hættu. Konan kvaðst ekki hafa farið út úr húsi í kjölfar þessara atvika. Hún hafi haldið til hjá móður sinnar í þrjár vikur á eftir og ekki farið í skólann í tvær vikur. Sagðist hún hafa upplifað ótta og óöryggi og átt erfitt með að vera heima hjá sér og væri enn ekki örugg heima hjá sér. Hún hafi farið til geðlæknissíns og fengið áfallameðferð þar. Maðurinn á nokkurn sakaferil sem nær aftur til ársins 2008 og hefur einu sinni hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, árið 2009. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að um grófa atlögu var að ræða að barnsmóður hans að barni viðstöddu. Að mati dómsins á hann sér ekki málsbætur.
Dómsmál Heimilisofbeldi Akureyri Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira