Byggjum lífsgæðaborg Birkir Ingibjartsson skrifar 9. nóvember 2022 14:31 Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birkir Ingibjartsson Húsnæðismál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Í lok síðustu viku fór fram kynningarfundur Reykjavíkur um húsnæðisuppbyggingu í borginni. Þessi árlegi fundur hefur nú farið fram síðustu 10 ár og var upphaflega hugsaður sem vettvangur til upplýsingagjafar um stöðu skipulagsmála og íbúðauppbyggingar í Reykjavík og til að blása lífi í koðnaðan byggingariðnað eftir þunga tíð eftirhrunsáranna. Fundurinn hefur með tíð og tíma fest sig í sessi og er nú orðinn mikilvægur vettvangur til umræðu um þróun borgarinnar síðustu ár og hvert skuli stefnt til framtíðar. Í því samhengi var yfirheiti fundarins í ár - Hvernig byggjum við lífsgæðaborg? - viðeigandi og þau erindi sem þar voru flutt um margt áhugaverð, fræðandi og jafnvel aðeins stuðandi. Síðasti áratugur hefur verið mjög lærdómsríkur fyrir okkur öll sem komum að mótun hins byggða umhverfis. Þétting byggðar hefur orðið að meginstefi við mótun nýrrar byggðar og hefur í raun fest sig í sessi með slíkum hætti að ekki er lengur spurt hvort, heldur hvernig. Lærdómur síðustu ára felst ekki síður í breyttum viðhorfum almennings til borgarrýmisins og þeirra gæða sem við viljum að það hafi sem gott almenningsrými - hvort sem það snýr að endurnýjun og þéttingu innan eldri byggðar eða uppbyggingu nýrra borgarhluta. Við þróun nýrrar byggðar er það hlutverk borgarinnar að standa vörð um okkar sameiginlegu gæði en líka að búa þau til. Í því samhengi bind ég miklar vonir við nýja borgarhönnunarstefnu Reykjavíkur sem nú er í mótun. Er stefnunni ætlað fjalla um þau gæði og fjölbreytileika sem við viljum tryggja að séu til staðar við mótun borgarumhverfisins og vera uppbyggingaraðilum og hönnuðum leiðarstef við þeirra vinnu. Hugmyndafræðin á bakvið stefnuna var kynnt með nánari hætti á fundinum síðastliðinn föstudag og geta áhugasöm litið á það og önnur erindi fundarins á vefsíðu fundarins. Síðustu ár hafa verið mikil metár í uppbyggingu íbúða innan Reykjavíkur og stefnir í að fjöldi fullkláraðra íbúða verði yfir 5000 yfir síðustu fjögur ár. Reykvíkingum hefur fjölgað talsvert á sama tímabili en í raun aldrei jafn mikið og í ár. Í byrjun október hafði íbúum Reykjavíkur fjölgað um 2.934 á árinu. Það er nú þegar met frá upphafi skráninga en einungis fimm sinnum hefur íbúum fjölgað um meira en 2400. Þar af eru árin 2017, 2018 og 2021 í þeim flokki auk ársins í ár. Aðstæður á húsnæðismarkaði segja okkur hinsvegar að betur má ef duga skal og mikilvægt að uppbyggingu innan borgarinnar verði haldið áfram af krafti. Við slíkar aðstæður fellur mikil ábyrgð í skaut borgarinnar sem handhafi skipulagsvaldsins að standa vörð um ekki verði slegið af markmiðum um þau gæði byggðarinnar sem við viljum tryggja að íbúar borgarinnar búi við. Í því samhengi verður skýr borgarhönnunarstefna enn verðmætari. Gott og vandað húsnæði eða almenningsrými á ekki að þurfa vera kostnaðarsamt. Það kallar hinsvegar á að þeim fjármunum sem eru í spilinu sé forgangsraðað í þágu þess sameiginlega. Þar eru miðlæg bílastæðahús í nýjum hverfum til dæmis spennandi kostur fremur en að hver byggingarreitur sé grafinn upp fyrir bílastæðakjallara. Slíkar lausnir stytta byggingartíma, lækka kostnað á hverja íbúð og auka gegndræpi og jarðtengingu lóða sem er forsenda fyrir gróðursælum inngörðum. Með þeim má einnig fækka bílastæðum meðfram götum sem gefur færi á meiri gróðri og meiri plássi fyrir mannlífið að njóta göturýmisins. Við erum öll reynslunni ríkari frá síðustu árum þar sem afstaða samfélagsins um hvernig borg við viljum skapa til framtíðar hefur tekið stakkaskiptum. Við göngum því vel nestuð og skóuð til næstu missera með skýra sýn á hvert skuli stefna. Framundan er áratugur uppbyggingar í Reykjavík. Höfundur er arkitekt, úrbanisti og varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun