Harma það að tilmælin hafi ekki verið nógu skýr Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. nóvember 2022 18:18 Frá aðgerðum lögreglu er flóttafólk var flutt frá gistiheimili í Hafnarfirði og á Keflavíkurflugvöll þar sem leigufluvél beið þeirra. Öryggisgæsla Isavia hindraði í framhaldinu að fjölmiðlafólk gæti myndað brottflutninginn þar. Sema Erla Embætti Ríkislögreglustjóra og Isavia harma það að tilmæli lögreglu á Keflavíkurflugvelli í síðustu viku, þegar starfsmenn Isavia, komu í veg fyrir myndatöku fjölmiðla af brottvísun flóttafólks, hafi ekki verið nógu skýr. Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins. Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Þetta kemur fram í stuttri en sameiginlegri yfirlýsingu embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia. Þar segir að fulltrúar embættisins og Isavia hafi fundað í dag til að fara yfir framkvæmd umræddra aðgerða í síðustu viku. Fimmtán hælisleitendur voru sendir með flugvél til Grikklands þann 3. nóvember, þar á meðal fatlaður hælisleitandi frá Írak. Á Keflavíkurflugvelli var flóðljósum beitt gegn blaðamönnum til að hindra fréttaflutning af málinu. Isavia hefur áður gefið út yfirlýsingu þar sem það harmaði atvikið en vísaði í að starfsfólk fyrirtækisins hafi verið að fylgja fyrirmælum lögreglu. Í yfirlýsingunni nú er ítrekað að lögregla hafi stjórn á framkvæmd slíkra aðgerða. Mikilvægt sé að gott og skýrt samstarf sé á milli lögreglu og starfsfólks á flugvellinum. „Það var aldrei ætlun aðila að hefta störf fjölmiðla með nokkrum hætti. Við yfirferð á framkvæmd aðgerðarinnar kom hins vegar í ljós að tilmæli voru ekki nægilega skýr og harma báðir aðilar að svo hafi verið. Ákveðið var á fundi fulltrúa embættis Ríkislögreglustjóra og Isavia í dag að taka ferli og verklag í aðgerðum af þessu tagi til gagngerrar endurskoðunar til að fyrirbyggja óskýrleika á vettvangi. Sú vinna mun hefjast nú þegar,“ segir í yfirlýsingunni. Blaðamannafélag Íslands gagnrýndi háttsemi starfsmanna Isavia harðlega í síðustu viku og krafði ríkislögreglustjóra og Isavia um svör vegna málsins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, ríkislögreglustjóri, og fulltrúi hennar mun funda með félagsmönnum Blaðamannafélags Íslands á morgun vegna málsins.
Lögreglan Flóttafólk á Íslandi Fjölmiðlar Hælisleitendur Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira