15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 10. nóvember 2022 20:01 Kalli Bjarni varð fyrsta Idolstjarna okkar Íslendinga árið 2004. Hann dustaði rykið af sigurjakkanum þegar hann kom fram á Idol árshátíð Sýnar nú á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Idolstjarnan Kalli Bjarni hefur marga fjöruna sopið síðan hann stóð á sviði Vetrargarðsins fyrir tæpum tveimur áratugum síðan. Hann segist vera í góðu jafnvægi í dag, hyggst gefa út nýja tónlist á næstunni og er spenntur að sjá nýja kynslóð spreyta sig í Idolinu á Stöð 2 nú í vetur. Það mátti heyra saumnál detta í Vetrargarðinum í Smáralind þann 16. janúar 2004, þegar keppendur og áhorfendur biðu þess í ofvæni að þeir Simmi og Jói myndu tilkynna hver yrði fyrsta Idolstjarna Íslands. Keppendurnir þrír sem eftir stóðu, Kalli Bjarni, Anna Katrín og Jón Sigurðsson, héldu þétt utan um hvert annað á meðan þau biðu úrslitanna. „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafnið mitt var kallað. Þetta var alveg ólýsanleg tilfinning,“ segir Kalli Bjarni, fyrsta Idolstjarna okkar Íslendinga. Klippa: Úrslitastund Idol Stjörnuleitar árið 2003 „Skrítin tilfinning, því þetta gerðist svo hratt“ Keppendur Idolsins urðu sannkallaðar stjörnur hér á landi á þessum tíma. Sjálfur segist Kalli Bjarni þó ekki hafa fundið fyrir frægðinni fyrr en eftir keppnina. „Þegar maður er í svona keppni þá er maður einhvern veginn ekki að hugsa um neitt annað en bara það að standa sig vel í næsta þætti.“ Það var svo ekki fyrr en hann var staddur í Kringlunni skömmu eftir keppnina, að hann áttaði sig á því að líf hans hefði breyst, því allt í einu störðu allir á hann. „Ég var nýbúinn að borða pulsu og ég hugsaði með mér að ég hlyti að vera búinn að sulla remúlaði yfir mig allan. En þá rann það upp fyrir mér að það vissu bara allir hver ég væri. Það var mjög skrítin tilfinning því þetta gerðist svo hratt.“ Níu gigg á einni helgi Það varð fljótt mikið að gera hjá Kalla Bjarna. Þegar mest lét spilaði hann á níu stöðum á einni helgi. Segir hann það hafa verið allt of mikið. „Ég týndist náttúrlega svolítið eftir þetta,“ segir Kalli sem villtist af braut um tíma og komst í kast við lögin. Í dag hefur hann þó afplánað sinn dóm og segist hann vera kominn í gott jafnvægi og er sáttur við sjálfan sig. Klippa: Kalli Bjarni flytur sigurlagið Sigurjakkanum var stolið Það er erfitt að gleyma rauða og hvíta blómajakkanum sem Kalli Bjarni klæddist í úrslitaþætti Idolsins. Eftir keppnina var jakkanum komið fyrir á Hard Rock, sem þá var í Kringlunni. „Síðan hætti Hard Rock og þá fór jakkinn á einhvern vergang. Það er búið að ganga ýmislegt á síðan þá. Það er búið að stela honum einu sinni. Þegar ég ætlaði að vera í honum í Ghetto Betur þáttunum á Stöð 2, þá hafði hann bara verið tekinn ófrjálsri hendi.“ Skömmu síðar fékk Kalli svo símtal þess efnis að einhver aðili hefði sést í jakkanum á Akureyri. „Sá aðili var bara rifinn úr jakkanum og honum skilað til mín. Síðan þá hef ég passað vel upp á hann.“ Gott að finna fiðringinn aftur Það var svo sannarlega tilefni til að dusta rykið af sigurjakkanum þegar Kalli Bjarni mætti sem leynigestur á Idol árshátíð Sýnar nú í október. Þá hafði hann ekki komið fram í jakkanum í þó nokkur ár. Í ofanálag flutti hann Idol smellinn Við lifum aðeins einu sinni og sigurlagið Mustang Sally og var um sannkallað afturhvarf til fortíðar að ræða. „Það skapast alltaf einhver mögnuð stemning þegar ég tek þessi lög. Það gaf mér líka alveg virkilega mikið að stíga á svið og finna aftur fiðringinn sem maður fær áður en maður stígur á svið. Þetta kveikti alveg í mér aftur.“ Kalli Bjarni og Birgitta Haukdal komu fram á árshátíð Sýnar, þar sem þemað var Idol. Birgitta er einn af dómurunum Idolsins í ár.Aðsend Kominn í jafnvægi og einbeitir sér að tónlistinni Kalli, sem hefur starfað lengst af sem sjómaður, er nú kominn í land til þess að einbeita sér að fjölskyldunni og tónlistinni. „Það hefur safnast upp alveg hellingur af frumsömdu efni í gegnum allan blúsinn og alla gleðina. Mér hefur einhvern veginn aldrei fundist vera rétta augnablikið til að gefa þetta út. En nú er ég loksins kominn í gott jafnvægi og er tilbúinn til þess að senda þetta frá mér.“ Kalli Bjarni gaf síðast út lagið Faces árið 2020. Það lag vann hann með tónlistarmanninum Vigni Snæ, sem Kalli kynntist einmitt í gegnum Idol ævintýrið. „Þú hefur einn séns og þarft að gefa allt í þetta“ Kalli segist vera spenntur að sjá hver muni feta í hans fótspor sem sigurvegari fimmtu þáttaraðar Idolsins sem fer af stað á Stöð 2 þann 25. nóvember næstkomandi. „Það eru næstum því tveir áratugir síðan ég sigraði þessa keppni. Þannig þetta er algjörlega nýtt blóð sem er að fara taka þátt í þessu núna. Það verður áhugavert að sjá hvað þessi kynslóð hefur fram að færa.“ En hvaða ráð getur Kalli gefið Idol keppendunum í ár? „Að gefa allt í þetta. Þegar ég fór í prufurnar vildi ég frekar „die trying“ heldur en að vera með einhverja eftirsjá síðar meir. Þú hefur einn séns og þú þarft bara að gefa allt í þetta.“ Eða eins og Kalli Bjarni söng svo eftirminnilega í Vetrargarðinum fyrir átján árum síðan, þá er: „Um að gera að nýta hvert tækifæri sem best.“ Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sigurvegari Idol fær tvær milljónir og plötusamning Fyrstu dómaraprufum Idol er lokið en í næstu viku stíga keppendur á svið fyrir framan dómnefndina. Verður þar ákveðið hverjir komast í lokahópinn. 2. nóvember 2022 12:00 Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum. 25. ágúst 2022 17:00 Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17 „Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt“ "Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. 12. febrúar 2018 14:30 Kalli Bjarni dæmdur í fangelsi Idolstjarnan hefur ítrekað verið stöðvaður undir áhrifum amfetamíns við akstur. 26. september 2017 16:17 Hlín og Kalli Bjarni í ghetto fíling Þátturinn Ghetto betur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. Þáttaröðin er nýjasta afsprengi grínistans Steinþórs Hróars Steinþórssonar, eða Steinda Jr. eins og hann er oftast kallaður. Fréttablaðið sló á þráðinn til Steinda og fékk á hreint um hvað herlegheitin snúast. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Það mátti heyra saumnál detta í Vetrargarðinum í Smáralind þann 16. janúar 2004, þegar keppendur og áhorfendur biðu þess í ofvæni að þeir Simmi og Jói myndu tilkynna hver yrði fyrsta Idolstjarna Íslands. Keppendurnir þrír sem eftir stóðu, Kalli Bjarni, Anna Katrín og Jón Sigurðsson, héldu þétt utan um hvert annað á meðan þau biðu úrslitanna. „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafnið mitt var kallað. Þetta var alveg ólýsanleg tilfinning,“ segir Kalli Bjarni, fyrsta Idolstjarna okkar Íslendinga. Klippa: Úrslitastund Idol Stjörnuleitar árið 2003 „Skrítin tilfinning, því þetta gerðist svo hratt“ Keppendur Idolsins urðu sannkallaðar stjörnur hér á landi á þessum tíma. Sjálfur segist Kalli Bjarni þó ekki hafa fundið fyrir frægðinni fyrr en eftir keppnina. „Þegar maður er í svona keppni þá er maður einhvern veginn ekki að hugsa um neitt annað en bara það að standa sig vel í næsta þætti.“ Það var svo ekki fyrr en hann var staddur í Kringlunni skömmu eftir keppnina, að hann áttaði sig á því að líf hans hefði breyst, því allt í einu störðu allir á hann. „Ég var nýbúinn að borða pulsu og ég hugsaði með mér að ég hlyti að vera búinn að sulla remúlaði yfir mig allan. En þá rann það upp fyrir mér að það vissu bara allir hver ég væri. Það var mjög skrítin tilfinning því þetta gerðist svo hratt.“ Níu gigg á einni helgi Það varð fljótt mikið að gera hjá Kalla Bjarna. Þegar mest lét spilaði hann á níu stöðum á einni helgi. Segir hann það hafa verið allt of mikið. „Ég týndist náttúrlega svolítið eftir þetta,“ segir Kalli sem villtist af braut um tíma og komst í kast við lögin. Í dag hefur hann þó afplánað sinn dóm og segist hann vera kominn í gott jafnvægi og er sáttur við sjálfan sig. Klippa: Kalli Bjarni flytur sigurlagið Sigurjakkanum var stolið Það er erfitt að gleyma rauða og hvíta blómajakkanum sem Kalli Bjarni klæddist í úrslitaþætti Idolsins. Eftir keppnina var jakkanum komið fyrir á Hard Rock, sem þá var í Kringlunni. „Síðan hætti Hard Rock og þá fór jakkinn á einhvern vergang. Það er búið að ganga ýmislegt á síðan þá. Það er búið að stela honum einu sinni. Þegar ég ætlaði að vera í honum í Ghetto Betur þáttunum á Stöð 2, þá hafði hann bara verið tekinn ófrjálsri hendi.“ Skömmu síðar fékk Kalli svo símtal þess efnis að einhver aðili hefði sést í jakkanum á Akureyri. „Sá aðili var bara rifinn úr jakkanum og honum skilað til mín. Síðan þá hef ég passað vel upp á hann.“ Gott að finna fiðringinn aftur Það var svo sannarlega tilefni til að dusta rykið af sigurjakkanum þegar Kalli Bjarni mætti sem leynigestur á Idol árshátíð Sýnar nú í október. Þá hafði hann ekki komið fram í jakkanum í þó nokkur ár. Í ofanálag flutti hann Idol smellinn Við lifum aðeins einu sinni og sigurlagið Mustang Sally og var um sannkallað afturhvarf til fortíðar að ræða. „Það skapast alltaf einhver mögnuð stemning þegar ég tek þessi lög. Það gaf mér líka alveg virkilega mikið að stíga á svið og finna aftur fiðringinn sem maður fær áður en maður stígur á svið. Þetta kveikti alveg í mér aftur.“ Kalli Bjarni og Birgitta Haukdal komu fram á árshátíð Sýnar, þar sem þemað var Idol. Birgitta er einn af dómurunum Idolsins í ár.Aðsend Kominn í jafnvægi og einbeitir sér að tónlistinni Kalli, sem hefur starfað lengst af sem sjómaður, er nú kominn í land til þess að einbeita sér að fjölskyldunni og tónlistinni. „Það hefur safnast upp alveg hellingur af frumsömdu efni í gegnum allan blúsinn og alla gleðina. Mér hefur einhvern veginn aldrei fundist vera rétta augnablikið til að gefa þetta út. En nú er ég loksins kominn í gott jafnvægi og er tilbúinn til þess að senda þetta frá mér.“ Kalli Bjarni gaf síðast út lagið Faces árið 2020. Það lag vann hann með tónlistarmanninum Vigni Snæ, sem Kalli kynntist einmitt í gegnum Idol ævintýrið. „Þú hefur einn séns og þarft að gefa allt í þetta“ Kalli segist vera spenntur að sjá hver muni feta í hans fótspor sem sigurvegari fimmtu þáttaraðar Idolsins sem fer af stað á Stöð 2 þann 25. nóvember næstkomandi. „Það eru næstum því tveir áratugir síðan ég sigraði þessa keppni. Þannig þetta er algjörlega nýtt blóð sem er að fara taka þátt í þessu núna. Það verður áhugavert að sjá hvað þessi kynslóð hefur fram að færa.“ En hvaða ráð getur Kalli gefið Idol keppendunum í ár? „Að gefa allt í þetta. Þegar ég fór í prufurnar vildi ég frekar „die trying“ heldur en að vera með einhverja eftirsjá síðar meir. Þú hefur einn séns og þú þarft bara að gefa allt í þetta.“ Eða eins og Kalli Bjarni söng svo eftirminnilega í Vetrargarðinum fyrir átján árum síðan, þá er: „Um að gera að nýta hvert tækifæri sem best.“ Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Sigurvegari Idol fær tvær milljónir og plötusamning Fyrstu dómaraprufum Idol er lokið en í næstu viku stíga keppendur á svið fyrir framan dómnefndina. Verður þar ákveðið hverjir komast í lokahópinn. 2. nóvember 2022 12:00 Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum. 25. ágúst 2022 17:00 Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17 „Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt“ "Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. 12. febrúar 2018 14:30 Kalli Bjarni dæmdur í fangelsi Idolstjarnan hefur ítrekað verið stöðvaður undir áhrifum amfetamíns við akstur. 26. september 2017 16:17 Hlín og Kalli Bjarni í ghetto fíling Þátturinn Ghetto betur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. Þáttaröðin er nýjasta afsprengi grínistans Steinþórs Hróars Steinþórssonar, eða Steinda Jr. eins og hann er oftast kallaður. Fréttablaðið sló á þráðinn til Steinda og fékk á hreint um hvað herlegheitin snúast. 13. apríl 2016 11:15 Mest lesið Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Húðrútína Birtu Abiba Lífið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Lífið Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Lífið Frægar í fantaformi Lífið Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig Tónlist „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Kynbomba og reynsluboltar í Melodifestivalen Söfnunarþáttur UNICEF í beinni útsendingu á þremur stöðvum í einu Segir að gengið hafi verið nærri hjónabandinu, gögnum stolið og allt túlkað á versta veg Lyftu barninu upp eins og hann væri Simbi Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Sjá meira
Sigurvegari Idol fær tvær milljónir og plötusamning Fyrstu dómaraprufum Idol er lokið en í næstu viku stíga keppendur á svið fyrir framan dómnefndina. Verður þar ákveðið hverjir komast í lokahópinn. 2. nóvember 2022 12:00
Aron Mola og Sigrún Ósk verða kynnar Idolsins Loksins er orðið ljóst hvaða einstaklingar sjá um að halda uppi fjörinu á Idol sviðinu á Stöð 2 í haust. Það eru þau Aron Már Ólafsson og Sigrún Ósk Kristjánsdóttir sem fara með það stóra hlutverk að vera kynnar í Idol líkt og Simmi og Jói hér forðum. 25. ágúst 2022 17:00
Stöð 2 leitar að næstu Idol-stjörnu Íslands Stöð 2 hefur í dag leit að nýrri íslenskri Idol-stjörnu. Sett hefur verið í loftið skráningarsíða fyrir áhugasama og undirbúningur að nýrri þáttaröð Idol, sem fer í loftið í haust, er formlega hafinn. Seinna í sumar munu fara fram áheyrnarprufur út um allt land. 10. júní 2022 15:17
„Sjómennskan bjargar mér alltaf feitt“ "Ég fer alveg frekar ítarlega í gegnum þetta í þættinum. Ég fór alveg yfir lífið frá því ég er gutti og þangað til þar sem ég er í dag,“ segir Karl Bjarni Guðmundsson, í þættinum Harmageddon á X-977 á föstudagsmorgun. 12. febrúar 2018 14:30
Kalli Bjarni dæmdur í fangelsi Idolstjarnan hefur ítrekað verið stöðvaður undir áhrifum amfetamíns við akstur. 26. september 2017 16:17
Hlín og Kalli Bjarni í ghetto fíling Þátturinn Ghetto betur hefur göngu sína á Stöð 2 í maí. Þáttaröðin er nýjasta afsprengi grínistans Steinþórs Hróars Steinþórssonar, eða Steinda Jr. eins og hann er oftast kallaður. Fréttablaðið sló á þráðinn til Steinda og fékk á hreint um hvað herlegheitin snúast. 13. apríl 2016 11:15